Max Verstappen vann í Malasíu | Sebastian Vettel fjórði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2017 08:27 Max Verstappen fór fram úr Lewis Hamilton snemma í keppninni og sá fáa eftir það. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull vann malasíska kappaksturinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel átti afleiddan dag í gær og ræsti aftastur. Hann varð þó fjórði í keppninni. Hann náði þá að lágmarka skaðan eins og best varð. Munurinn var 28 stig fyrir keppnina og varð 34 stig í dag. Brautin var rök í ræsingunni og þeir sem ræstu í oddatölusætunum voru á blautari hluta brautarinnar. Kimi Raikkonen gat ekki ræst á brautinni, það kom upp túrbínuvandamál á leiðinni á ráslínuna. Honum var svo trillað af ráslínunni og inn í bílskúr til að reyna að gera við bílinn. Ferrari menn áttu ekki mikla von á stigum þegar keppnin var ræst. Sebastian Vettel var síðastur og Raikkonen á þjónustusvæðinu og ekki að fara neitt. Hamilton átti frábæra ræsingu og var hreinlega einmanna í gegnum fyrstu beygjurnar. Sebastian Vettel á Ferrari var orðinn 13. eftir fyrsta hring. Hann fór upp um sex sæti á fyrsta hring. Verstappen tók fram úr Hamilton í fyrstu beygju á fjórða hring með djarfri dýfu. Verstappen bjó til bil og losnaði við Hamilton út úr DRS svæðinu, þar sem Hamilton má opna afturvænginn. Ricciardo stal þriðja sætinu af Valtteri Bottas á Mercedes á níunda hring. Vettel var orðinn sjötti á 14. hring. Hann hafði þá unnið sig upp um fjórtán sæti. Hann hirti svo fimmta sætið af Sergio Perez á Force India á 21. hring. Fyrir framan Vettel á þeim tímapunkti voru Red Bull og Mercedes ökumennirnir.Vettel var mikið í þessu í dag, að taka fram úr.Vísir/GettyHamilton tók þjónustuhlé á 27. hring, hann tók notuð mjúk dekk undir bílinn. Vettel kom svo inn á næsta hring, ásamt Verstappen. Vettel kom út í sjötta sæti á eftir Perez, Red Bull og Mercedes ökumenn. Vettel komst fram úr Bottas í gegnum þjónustushlé. Ricciardo kom svo inn á 30. hring og fékk mjúk dekk undir. Vettel komst í fjórða sæti þegar Perez fór inn á þjónusstusvæðið á 31. hring. Þá var spurning hvort Vettel kæmist hreinlega ofar. Vettel gerði sig líklegan til að taka þriðja sætið af Ricciardo á 36. hring þegar tíu hringir voru eftir. Vettel gerði heiðarlega tilraun á hring 49. en Ricciardo lokaði heldur snaggaralega á Vettel. Þegar 50. hringur rann upp virtist sem allt loft væri úr Vettel. Hann hefur sennilega klárað dekkin í baráttunni við Ricciardo. Verstappen sigldi 25 stigum heim sem er ágætis búbót fyrir hann í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann hafði hingað til fallið úr leik í sjö keppnum af fjórtán. Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á leiðinni inn á þjónustusvæðið og Ferrari bíllinn kom illa út úr því. Það gæti kostað hann gírkassa fyrir næstu keppni. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. september 2017 12:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull vann malasíska kappaksturinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel átti afleiddan dag í gær og ræsti aftastur. Hann varð þó fjórði í keppninni. Hann náði þá að lágmarka skaðan eins og best varð. Munurinn var 28 stig fyrir keppnina og varð 34 stig í dag. Brautin var rök í ræsingunni og þeir sem ræstu í oddatölusætunum voru á blautari hluta brautarinnar. Kimi Raikkonen gat ekki ræst á brautinni, það kom upp túrbínuvandamál á leiðinni á ráslínuna. Honum var svo trillað af ráslínunni og inn í bílskúr til að reyna að gera við bílinn. Ferrari menn áttu ekki mikla von á stigum þegar keppnin var ræst. Sebastian Vettel var síðastur og Raikkonen á þjónustusvæðinu og ekki að fara neitt. Hamilton átti frábæra ræsingu og var hreinlega einmanna í gegnum fyrstu beygjurnar. Sebastian Vettel á Ferrari var orðinn 13. eftir fyrsta hring. Hann fór upp um sex sæti á fyrsta hring. Verstappen tók fram úr Hamilton í fyrstu beygju á fjórða hring með djarfri dýfu. Verstappen bjó til bil og losnaði við Hamilton út úr DRS svæðinu, þar sem Hamilton má opna afturvænginn. Ricciardo stal þriðja sætinu af Valtteri Bottas á Mercedes á níunda hring. Vettel var orðinn sjötti á 14. hring. Hann hafði þá unnið sig upp um fjórtán sæti. Hann hirti svo fimmta sætið af Sergio Perez á Force India á 21. hring. Fyrir framan Vettel á þeim tímapunkti voru Red Bull og Mercedes ökumennirnir.Vettel var mikið í þessu í dag, að taka fram úr.Vísir/GettyHamilton tók þjónustuhlé á 27. hring, hann tók notuð mjúk dekk undir bílinn. Vettel kom svo inn á næsta hring, ásamt Verstappen. Vettel kom út í sjötta sæti á eftir Perez, Red Bull og Mercedes ökumenn. Vettel komst fram úr Bottas í gegnum þjónustushlé. Ricciardo kom svo inn á 30. hring og fékk mjúk dekk undir. Vettel komst í fjórða sæti þegar Perez fór inn á þjónusstusvæðið á 31. hring. Þá var spurning hvort Vettel kæmist hreinlega ofar. Vettel gerði sig líklegan til að taka þriðja sætið af Ricciardo á 36. hring þegar tíu hringir voru eftir. Vettel gerði heiðarlega tilraun á hring 49. en Ricciardo lokaði heldur snaggaralega á Vettel. Þegar 50. hringur rann upp virtist sem allt loft væri úr Vettel. Hann hefur sennilega klárað dekkin í baráttunni við Ricciardo. Verstappen sigldi 25 stigum heim sem er ágætis búbót fyrir hann í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann hafði hingað til fallið úr leik í sjö keppnum af fjórtán. Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á leiðinni inn á þjónustusvæðið og Ferrari bíllinn kom illa út úr því. Það gæti kostað hann gírkassa fyrir næstu keppni.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. september 2017 12:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45
Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30
Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. september 2017 12:00