Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City unnu afar sætan sigur gegn LA Galaxy í Kaliforníu í gærkvöld, 2-1, með skrautlegu sigurmarki í MLS-deildinni í fótbolta. Fótbolti 30. mars 2025 09:30
Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Tugþúsundir fólks gengu um götur Newcastle í gær og fögnuðu deildarbikarnum, sem liðið vann í úrslitaleik gegn Liverpool á dögunum og endaði sjötíu ára bið stuðningsmanna eftir titli. Enski boltinn 30. mars 2025 07:03
Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu. Fótbolti 29. mars 2025 23:33
Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Nottingham Forest komst áfram í undanúrslit FA bikarsins með sigri gegn Brighton í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 29. mars 2025 20:24
Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Real Madrid slapp naumlega með 3-2 sigur gegn fallbaráttuliðinu Leganes í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappé og Jude Bellingham skoruðu mörk Madrídinga, sem eru nú jafnir Barcelona að stigum í efsta sæti deildarinnar. Fótbolti 29. mars 2025 19:30
Slæmt tap í fyrsta leik Freys Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad. Fótbolti 29. mars 2025 19:18
Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Miðverðirnir Hjörtur Hermannsson og Hlynur Freyr Karlsson voru báðir í byrjunarliðinu hjá sínum liðum í dag, í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Fótbolti 29. mars 2025 18:30
Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Elías Már Ómarsson fiskaði vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði NAC Breda 1-1 jafntefli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brynjólfur Darri Willumsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk í þessum hádramatíska leik. Fótbolti 29. mars 2025 18:05
Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu og Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá toppliði Birmingham í 4-1 sigri gegn Shrewsbury, neðsta liði League One deildarinnar á Englandi. Enski boltinn 29. mars 2025 17:03
Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Íslenskar landsliðskonur voru á ferðinni í danska og sænska fótboltanum í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru í erfiðri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitum danska bikarsins. Fótbolti 29. mars 2025 16:21
Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og fagnaði sigri. Á Ítalíu lék Íslendingalið Venezia enn einn leikinn án þess að skora og varð að sætta sig við tap. Fótbolti 29. mars 2025 16:05
Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir komuna frá Ítalíu, og það með aðstoð liðsfélaga síns úr íslenska landsliðinu. Fótbolti 29. mars 2025 15:28
Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda. Fótbolti 29. mars 2025 15:08
Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion. Enski boltinn 29. mars 2025 14:43
Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, með afar flottum 3-0 sigri gegn Fulham í Lundúnaslag á Craven Cottage. Mörkin má sjá á Vísi. Enski boltinn 29. mars 2025 14:15
Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. Íslenski boltinn 29. mars 2025 12:41
Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. Íslenski boltinn 29. mars 2025 10:50
Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Memphis Depay efndi til slagsmála með því að standa á boltanum, rétt áður en hann varð deildarmeistari með Corinthians í Brasilíu. Fótbolti 28. mars 2025 22:48
Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fyrstu leikirnir í Mjólkurbikar karla fóru fram í kvöld og var boðið upp á tvær markaveislur. Fótbolti 28. mars 2025 22:04
Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Víkingar unnu öruggan 5-1 sigur á KR í kvöld í úrslitaleik Bose mótsins en leiknum var frestað um langa hríð vegna Evrópuleikja Víkings. Fótbolti 28. mars 2025 21:14
Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja knattspyrnuvorið á sömu nótum og þær luku síðasta sumri en liðið tryggði sér Lengjubikarinn í kvöld með 4-1 sigri á Þór/KA. Fótbolti 28. mars 2025 19:55
Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Osasuna-menn telja að Barcelona hafi verið á svig við reglurnar með því að tefla Inigo Martinez fram í leik liðanna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Þeir hafa því kært úrslit leiksins en Barcelona vann 3-0. Fótbolti 28. mars 2025 17:15
Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Arnór Sigurðsson er talinn vera besti nýliðinn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fyrir komandi tímabil en tveir Íslendingar verma sæti á topp tíu sætum listans. Fótbolti 28. mars 2025 15:02
Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Víkingur og KR mætast í úrslitaleik Bose-bikarsins í fótbolta í kvöld. Töluverð eftirvænting er fyrir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Íslenski boltinn 28. mars 2025 14:00
Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Fótbolti 28. mars 2025 13:30
„Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd Fram fyrir tímabilið. Hann segir að gengi liðsins velti að miklu leyti á því hvort helstu varnarmenn liðsins haldist heilir. Íslenski boltinn 28. mars 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 28. mars 2025 10:00
Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Fótboltaþjálfarinn þrautreyndi Harry Redknapp kallaði Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðsins, þýskan njósnara á góðgerðarsamkomu á dögunum. Enski boltinn 28. mars 2025 08:30
Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Innlent 27. mars 2025 21:02
Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona. Fótbolti 27. mars 2025 19:42