Þjálfarinn Eddie Howe var heiðraður sérstaklega þegar risavaxinn fáni með mynd af honum var frumsýndur fyrir utan heimavöllinn, St. James Park.

„Ég get ekki þakkað ykkur nóg, öllum frá Newcastle. Þið hafið tekið svo vel á móti mér og minni fjölskyldu. Ég er svo glaður að geta glatt ykkur“ sagði Howe í ræðu sem hann flutti í rútunni sem keyrði leikmenn Newcastle um borgina.

Talið er að hátt í hundrað og fimmtíu þúsund manns hafi verið við skrúðgönguna, sem endaði á torgi við Town Moor garðinn. Þar kveiktu stuðningsmenn í svörtum og hvítum blysum, settu ABBA tónlist í tækið og skemmtu sér langt fram á nótt. Enda langt í næsta leik liðsins, gegn Brentford á miðvikudag.

A Newcastle party 70 years in the making 🍾
— B/R Football (@brfootball) March 29, 2025
(via @NUFC) pic.twitter.com/paafukXSAh
LEGENDS 🖤🤍#wedontdoquiet pic.twitter.com/KwOvd2pAbw
— Newcastle United (@NUFC) March 29, 2025
A club that lives and breathes football 🖤🤍
— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 29, 2025
The streets are full for Newcastle’s parade 👏
🎥 @NUFC pic.twitter.com/h6gPZl5j6H