Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fjöl­nota í­þrótta­hús KR á leið í út­boð

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar.

Innlent
Fréttamynd

Stjóri Dortmund bað um sjálfu með Del Piero

Knattspyrnustjórar stærstu liða heims eru í grunninn fótboltaáhugamenn sem eiga sínar hetjur eins og kom í ljós eftir leik Atlético Madrid og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum

Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK fékk fyrstu sekt sumarsins

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sektað HK um 7000 krónur vegna fjölda gulra spjalda sem liðið fékk þegar það heimsótti KA í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ein­vígið lifir þökk sé marki undir lokin

Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá­bær sigur Börsunga í París

Barcelona vann frábæran 3-2 útisigur á París Saint-Germain í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var sveiflukenndur en bæði lið voru með forystuna á einhverjum tímapunkti.

Fótbolti
Fréttamynd

Svein­dís Jane ó­brotin og fór ekki úr axlar­lið

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir fór hvorki úr axlarlið né axlarbrotnaði í leiknum gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 sem fram fór ytra í gær. Búist var við hinu versta eftir að Sveindís Jane yfirgaf völlinn vegna meiðsla á öxl í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Fögur í­búð knattspyrnukappa til sölu

Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Segist vera meiri Barcelona púristi en Xavi

Paris Saint-Germain og Barcelona mætast í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Þjálfarar beggja liða þekkja vel Barcelona og hvað félagið stendur fyrir en hvor þeirra en meiri Barcelona púristi?

Fótbolti
Fréttamynd

Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich!

Ís­lenska kvennalands­liðið í fót­bolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýska­landi á úti­velli í undan­keppni EM 2025 í kvöld. Að­stæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úr­slitum fyrir Ís­land. Veður­fars­lega voru að­stæður frá­bærar og inn á leik­vanginum var stemningin meðal þýskra á­horf­enda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðs­skrekk hjá okkar konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markaveisla í Madríd

Real Madríd tók á móti Evrópumeisturum Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að þessu sinni fór það svo að liðin gerðu 3-3 jafntefli og því ljóst að það er til alls að vinna á Etihad-vellinum í Manchester þann 17. apríl næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stál í stál í Lundúnum

Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl.

Fótbolti