„Það fór eitthvað leikrit í gang“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 11:02 Róbert Orri Þorkelsson er mættur í Víkina. Mynd/Víkingur Nýr leikmaður Víkings er spenntur fyrir því að læra af þjálfaranum Sölva Geir Ottesen og segir ekki skref aftur á bak að snúa heim úr atvinnumennsku. Hann stökk á tilboð Víkinga eftir svokallað leikrit sem danska liðið SönderjyskE setti á svið. Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Á meðan önnur lið á Íslandi undirbúa sig fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar eru búa Víkingar sig undir sögulegan leik í umspili Sambandsdeildarinnar við Panathinaikos eftir rúma viku. Þeim hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir þau átök í Róberti Orra Þorkelssyni, sem samdi við félagið á dögunum. Róbert lenti hins vegar í hremmingum skömmu fyrr þegar hann hélt til Spánar þar sem lið SönderjyskE frá Danmörku var í æfingabúðum. Róbert Orri hélt þangað út til að ganga frá samningum en sneri aftur heim með skottið milli lappanna. „Ég var í rauninni bara á leiðinni út til að skrifa undir samning við SönderjyskE. Það er kannski erfitt að segja hvað gekk á en tveimur dögum seinna var annar maður mættur þarna sem spilar sömu stöðu. Hvort hann hafi dottið inn, en það fór eitthvað leikrit í gang sem leiðir til þess að þeir hætta við og búa til einhverjar sögur í kringum þetta í staðinn fyrir að vera bara hreinskilnir,“ segir Róbert sem var eðlilega ósáttur við vinnubrögðin. „Það var allt svolítið skrýtið í kringum þetta og ég var auðvitað ekki sáttur. En það er ekkert hægt að gera í því annað en að halda áfram.“ Víkingar höfðu verið í sambandi við Róbert, sem og önnur íslensk félög, en hann ákvað að taka slaginn með Víkingum eftir uppákomuna á Spáni. „Víkingur hefur sýnt það undanfarin ár að þeir eru að berjast á toppnum og um titla. Þeir eru búnir að vera hrikalega flottir í Evrópukeppninni sem heillar mikið og spennandi leikir fram undan. Svo ertu með Sölva sem þjálfara og Kára sem geta kennt manni helling, sem spiluðu mína stöðu. Ég held að ég geti lært mikið hérna og orðið betri leikmaður,“ segir Róbert Orri. Róbert er uppalinn í Aftureldingu en átti frábært tímabil með Breiðabliki sumarið 2020 sem leiddi til þess að Montreal Impact í MLS-deildinni keypti hann. Róbert mætti meiddur til félagsins og meiðslin áttu eftir að gera honum lífið leitt þar. Hann komst aftur á beinu brautina sem lánsmaður Kongsvinger í Noregi í fyrra og segir ekki skref aftur á við að snúa heim. „Nei, nei. Ég var að spila í fyrra í Kongsvinger og er í dag í toppliði á Íslandi á leið í Evrópukeppni. Maður þarf að spila til að í þessum bolta og ég held það sé skref fram á við að fá að spila,“ segir Róbert. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Leikrit þeirra dönsku vonbrigði en lítur til framtíðar
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira