Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Potter hafnaði Ajax

Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, hafnaði því að taka við hollenska stórliðinu Ajax.

Fótbolti
Fréttamynd

Vel með­vitaðar um ógnina sem felst í Svein­dísi Jane

Þýska pressan sem og leik­menn þýska lands­liðsins eru vel með­vitaðir um getu Svein­dísar Jane Jóns­dóttur innan vallar fyrir leik Þýska­lands og Ís­lands í undan­keppni EM 2025 í Aachen á morgun. Liðs­fé­lagar Svein­dísar Jane hjá Wolfs­burg, hrósa henni há­stert í að­draganda leiksins en eru um leið vel með­vitaðir um styrk­leika hennar og reyna að gera liðs­fé­lögum sínum ljóst hvað sé í vændum.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Ör­laga­ríkt ein­vígi varð til þess að Hafnar­fjörð má nú finna í Aachen

Hver hefði trúað því að eitt sak­laust ein­vígi við lið FH árið 2004 hefði haft svo gríðar­mikla þýðingu að heima­bær fé­lagsins, Hafnar­fjörður, er nú stór hluti af starfi eins af rót­grónu knatt­spyrnu­fé­lögum Þýska­lands? Svarið er lík­legast fáir en stað­reyndin er hins vegar sú að hér í Aachen, borg í vestur­hluta Þýska­lands, má finna Hafnar­fjörð.

Fótbolti
Fréttamynd

Joe Kinnear er látinn

Joe Kinnear, fyrrum þjálfari liða á borð við Newcastle, Nottingham Forest og Wimbeldon, er látinn. Hann var 77 ára þegar hann lést.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er okkar að stoppa hann“

Arnór Smárason segir Skagamenn vera búna að eiga gott undirbúningstímabil en liðið fór meðal annars í úrslit Lengjubikarsins. Hann segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar gera mikið fyrir deildina.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron klár í slaginn í kvöld

Aron Sigurðarson verður líklega í byrjunarliði KR sem hefur leik í Bestu deild karla gegn Fylki í kvöld. Minniháttar meiðsli plöguðu hann á dögunum en hann hefur æft á fullu í vikunni.

Íslenski boltinn