Bill Franke á landinu og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW air Bill Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners er nú staddur á Íslandi og fundaði í dag með Skúla Mogensen og öðrum starfsmönnum WOW air vegna kaupa á hlut í félaginu sem eru ófrágengin. Viðskipti innlent 4. desember 2018 17:15
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. Innlent 4. desember 2018 13:08
Gerður áskilnaður um evrópskt eignarhald meðan WOW air starfar hér á landi Ekki liggur fyrir hvenær áreiðanleikakönnun vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air á að liggja fyrir. Á meðan WOW air starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis verða evrópskir aðilar að eiga meira en helmingshlut í félaginu samkvæmt reglum sem gilda um leyfið. Viðskipti innlent 4. desember 2018 12:15
Bogi Nils áfram forstjóri Icelandair Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. Viðskipti innlent 4. desember 2018 08:44
Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Innlent 3. desember 2018 23:40
Fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefði jákvæð áhrif á félagið og íslenskt efnahagslíf Það er jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf að WOW air hafi gert bráðabirgðasamkomulag við Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu að sögn forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Ef annað stóru flugfélaganna færi í þrot gæti það haft sömu áhrif og ef einn stóru bankanna félli. Viðskipti innlent 2. desember 2018 19:00
Ríkisstjórnin ætlar ekki að hlaupa undir bagga með WOW Air Formaður viðreisnar vonar að ríkistjórnin sé tilbúin með viðbragðsáætlun fyrir Suðurnes vegna hópuppsagna á Keflavíkurflugvelli, ef þörf verði á. Viðskipti innlent 2. desember 2018 12:45
Gengisveiking áfram inni í myndinni Aðstæður í hagkerfinu munu áfram þrýsta á um frekari gengisveikingu krónunnar þótt óvissu um framtíð WOW air verði eytt. Hagfræðingur segir kjaraviðræður stóran þátt í gjaldeyrismarkaðinum. Viðskipti innlent 1. desember 2018 07:45
Rúmlega fjögurra milljarða króna tap á rekstri Wow air EBITDA flugfélagsins versnaði til muna á milli ára og tapið sömuleiðis. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 22:37
Báðust afsökunar eftir að starfsmaður hæddist að nafni barns Flugfélagið Southwest hefur beðist afsökunar eftir að starfsmaður flugfélagsins gerði grín að nafni fimm ára stúlku. Stúlkan heitir Abcde sem eru einnig fyrstu fimm stafir stafrófsins. Erlent 30. nóvember 2018 22:23
Skúli átti í viðræðum við Indigo á sama tíma og hann samdi við Icelandair Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air átti í viðræðum við bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners á sama tíma og hann var í viðræðum við Icelandair Group um kaup á WOW air og eftir að skrifað var undir kaupsamning. Hann segist hafa vonast til að Icelandair myndi falla frá samrunanum þegar áhugi Indigo Partners var ljós. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 19:45
Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. Innlent 30. nóvember 2018 18:30
Segir örorkukröfur Icelandair fráleita þvingunaraðferð Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Innlent 30. nóvember 2018 17:12
Vonar að allt fari vel hjá WOW Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkissstjórnin fylgist auðvitað vel með gangi mála hjá flugfélaginu WOW air. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 16:36
Skúli Mogensen sektaður fyrir utan samgönguráðuneytið Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra í samgönguráðuneytinu klukkan 14 í dag. Lífið 30. nóvember 2018 16:00
Skúli fundaði með samgönguráðherra Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, í samgönguráðuneytinu eftir hádegi í dag. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 15:34
Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Franke er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 14:00
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 12:30
Fimmtán sagt upp hjá Wow Air Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 11:51
Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 11:20
Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 10:08
Einhugur um að hætta við kaupin á WOW air Stjórnarformaður Icelandair segir einhug um að hætta við kaupin á WOW air hafa ríkt innan stjórnarinnar. Hvorki var komið á hreint hver stór hlutur Skúla í Icelandair hefði orðið né hvort samkomulag næðist við skuldabréfaeigendur WOW air. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 06:30
Bjartsýnn á að önnur flugfélög fylli í skarðið Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segist bjartsýnn á að höggið á efnahagslífið við mögulegt brotthvarf félagsins yrði viðráðanlegt og að ferðaþjónustan og hagkerfið myndu rétta úr kútnum fyrr en seinna. Viðskipti innlent 30. nóvember 2018 06:15
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. Viðskipti innlent 29. nóvember 2018 22:18
Mikilvægt að eyða óvissu því WOW air flytur fjóra af hverjum tíu farþegum Airport Associates sem þjónustar WOW air sagði upp 237 starfsmönnum í dag en það er nær helmingur starfsfólks fyrirtækisins. Forstjórinn segir það varúðarráðstöfun. Hagfræðingar í greiningardeildum bankanna segja að það sé mikilvægt að eyða óvissu um framtíð WOW air sem fyrst. Viðskipti innlent 29. nóvember 2018 20:15
„Þegar það gerist að Icelandair fer frá þessu þá er bara komin allt önnur staða“ Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segir að það hafi verið fyrirséð að það þyrfti að grípa til einhverra aðgerða hjá Airport Associates fyrir einhverjum vikum síðan vegna stöðu WOW air. 237 Viðskipti innlent 29. nóvember 2018 18:22
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður farið ítarlega yfir Klaustursupptökurnar svokölluðu. Fréttastofa hefur fengið upptökurnar hjá Stundinni og mun spila brot, meðal annars þar sem þingmennirnir fimm heyrast ræða um útlit og vanhæfni þingkvenna. Innlent 29. nóvember 2018 18:00
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. Viðskipti innlent 29. nóvember 2018 17:11
Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Viðskipti innlent 29. nóvember 2018 16:12
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. Viðskipti innlent 29. nóvember 2018 12:00