Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið

Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Matthías Imsland hættur hjá WOW

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air, hefur látið af störfum hjá félaginu, að því er fram kemur í á Viðskiptablaðinu. Matthías var einn helsti driffjöðurinn að stofnun Wow air en hann var áður forstjóri Iceland Express. Skúli Mogensen, eigandi WOW, keypti fyrr í vikunni allan rekstur Iceland Express og sagði þá viðbúið að eitthvað starfsfólk myndi missa vinnuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Wow air kaupir Iceland Express

Skúli Mogensen lagði enn meira fé inn í Wow air til að geta keypt Iceland Express. Kaupverðið ekki gefið upp. Pálmi Haraldsson sá ekki fram á annað en tap í "núverandi samkeppnisumhverfi“.

Viðskipti
Fréttamynd

Líkur á samruna flugfélaga

Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn.

Viðskipti erlent