Sendinefnd AGS segir nýja áhættu í sjónmáli í flugsamgöngum Hægari hagvöxtur á Íslandi eftir ósjálfbæran vöxt síðustu ár er jákvæð þróun. Innlent 25. september 2018 11:07
Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. Viðskipti innlent 25. september 2018 10:45
Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Viðskipti innlent 25. september 2018 10:35
Rými í Leifsstöð verði boðin út Lagt hefur verið fram frumvarp þess efnis að Isavia ohf. og dótturfélag þess á Keflavíkurflugvelli hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í Leifsstöð. Viðskipti innlent 25. september 2018 07:30
Yfirlýsing vegna aðgerða Icelandair Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Skoðun 24. september 2018 17:07
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. Innlent 24. september 2018 14:31
Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. Viðskipti erlent 24. september 2018 11:28
Svikalogn Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Skoðun 21. september 2018 07:00
Vilja þyrlupall í Vestmannaeyjum Fimm þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra geri ráðstafanir til að Isavia geti hannað og komið fyrir þyrlupalli á Heimaey. Innlent 20. september 2018 23:13
Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. Innlent 20. september 2018 12:23
Blæddi úr augum og nösum farþega eftir að flugmenn gleymdu rofanum Flugvélin var á leið frá Mumbai til borgarinnar Jaipur en sneri til baka stuttu eftir flugtak. Erlent 20. september 2018 08:52
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Viðskipti innlent 19. september 2018 22:44
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. Viðskipti innlent 19. september 2018 08:00
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. Erlent 18. september 2018 20:45
„Það sem WOW er að gera er ekki neitt óvenjulegt“ Sérfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans segir ekkert óvenjulegt við að WOW air hafi farið þá leið að ráðast í skuldabréfaútboð og stefni á hlutabréfamarkað. Viðskipti innlent 18. september 2018 19:15
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. Viðskipti innlent 18. september 2018 15:21
Útboði WOW lýkur í dag Skuldabréfaútboði WOW air lýkur í dag. Unnið er að því að afla aukins fjármagns og vonir standa til að heildarstærð skuldabréfaútgáfunnar verði tæplega 60 milljónir evra. Viðskipti innlent 18. september 2018 06:00
Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða. Viðskipti innlent 17. september 2018 11:22
Glussi stöðvaði flugumferð í skamman tíma Stöðva þurfti lendingar á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag vegna leka úr flugvél. Innlent 16. september 2018 14:07
WOW hafnar frétt um skuld við Isavia Skúli Mogensen segir frétt Morgunblaðsins um að Wow air skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld ranga. Viðskipti innlent 15. september 2018 19:22
Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. Viðskipti innlent 15. september 2018 13:54
WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Viðskipti innlent 15. september 2018 10:18
WOW air fyrir vind WOW air hefur náð að tryggja sér að lágmarki 50 milljónir evra, eða sem nemur 6,4 milljörðum króna, með skuldabréfaútboði sem flugfélagið lagði upp með þegar ráðist var í útboðið fyrir um mánuði. Viðskipti innlent 15. september 2018 07:30
Segir fregnir af skuldabréfaútboði WOW jákvæðar Þar á meðal er mikil samkeppni í flugi yfir Atlantshafið, hátt olíuverð og sterk króna. Viðskipti innlent 14. september 2018 16:10
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. Viðskipti innlent 14. september 2018 15:30
Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. Viðskipti innlent 14. september 2018 06:00
Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air. Viðskipti innlent 13. september 2018 14:43
Helgi ekki hættur hjá Icelandair Helgi segist sjá sig knúinn til að tilkynna þetta eftir mola í Markaði Fréttablaðsins í gær þess efnis að hann hefði nýlega látið af störfum. Viðskipti innlent 13. september 2018 11:47
Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Viðskipti innlent 13. september 2018 05:30
Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. Viðskipti innlent 12. september 2018 19:30