Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2018 08:10 Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Vísir/EPA Kona og karl eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á drónum sem var flogið yfir Gatwick-flugvöll í London á Englandi í vikunni. Parið var handtekið um tíu leytið í gærkvöldi að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Flugumferð um Gatwick-flugvöll lá niðri í rúmlega sólarhring vegna málsins sem hafði áhrif á 140 þúsund farþega. Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Farþegarnir mega þó búast við töfum og að áætlunarferðum verði aflýst á meðan unnið er að því að koma rekstri flugvallarins í eðlilegt horf eftir þriggja daga röskun. Farþegar eru hvattir til að fylgjast náið með nýjustu upplýsingum um áætlunarferð sína áður en þeir leggja af stað til flugvallarins. Lögreglan segist ætla að hafa náið eftirlit með Gatwick-flugvelli ef fleiri drónar sjást þar. Hefur lögreglan biðlað til farþega og íbúa í nágrenni flugvallarins að vera á varðbergi og tilkynna um grunsamlegar manna- og drónaferðir. Frá miðvikudagskvöldi hefur um 1.000 áætlunarferðum verið frestað eða snúið frá Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust nærri flugvellinum. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla. 21. desember 2018 18:02 Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. 21. desember 2018 23:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kona og karl eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á drónum sem var flogið yfir Gatwick-flugvöll í London á Englandi í vikunni. Parið var handtekið um tíu leytið í gærkvöldi að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Flugumferð um Gatwick-flugvöll lá niðri í rúmlega sólarhring vegna málsins sem hafði áhrif á 140 þúsund farþega. Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. Farþegarnir mega þó búast við töfum og að áætlunarferðum verði aflýst á meðan unnið er að því að koma rekstri flugvallarins í eðlilegt horf eftir þriggja daga röskun. Farþegar eru hvattir til að fylgjast náið með nýjustu upplýsingum um áætlunarferð sína áður en þeir leggja af stað til flugvallarins. Lögreglan segist ætla að hafa náið eftirlit með Gatwick-flugvelli ef fleiri drónar sjást þar. Hefur lögreglan biðlað til farþega og íbúa í nágrenni flugvallarins að vera á varðbergi og tilkynna um grunsamlegar manna- og drónaferðir. Frá miðvikudagskvöldi hefur um 1.000 áætlunarferðum verið frestað eða snúið frá Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust nærri flugvellinum.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla. 21. desember 2018 18:02 Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. 21. desember 2018 23:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla. 21. desember 2018 18:02
Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá. 21. desember 2018 23:41