Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Singh sigraði aftur í Houston

Vijay Singh, kylfingurinn snjalli frá Fídjieyjum, sigraði á Opna Houston-mótinu í golfi annað árið í röð, en hann lagði Bandaríkjamanninn John Daly í bráðabana. Þeir voru jafnir að loknum 72 holum á 13 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Scott sigraði á Johnny Walker

Ástralinn Adam Scott sigraði á Johnny Walker mótinu í golfi sem lauk í Kína í morgun. Scott lék á 18 höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Suður-Afríkumanninum Retief Goosen. Þetta er níundi titillinn sem Scott vinnur.

Sport
Fréttamynd

Coles og Quigley efstir

Þegar keppni er hálfnuð á Houston-mótinu í golfi hafa Ástralinn Gavin Coles og Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley forystu, eru báðir á tíu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru jafnir á níu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Scott með forystu í Kína

Ástralinn Adam Scott hefur forystu á Johnny Walker mótinu í golfi í Kína. Scott hafði fjögurra högga forystu eftir 36 holur en í morgun jók hann forystuna í sex högg.

Sport