
Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga
Fredericia vann 11 marka útisigur á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitakeppni efstu deildar danska handboltans, lokatölur 25-36.
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.
Fredericia vann 11 marka útisigur á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitakeppni efstu deildar danska handboltans, lokatölur 25-36.
Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik þegar Melsungen lagði Gummersbach með minnsta mun í efstu deild þýska handboltans, lokatölur 26-25.
Haukar lögðu ÍBV í Vestmannaeyjum og eru því komnar í undanúrslit Olís-deildar kvenna í handbolta. ÍR og Selfoss þurfa oddaleik til að útkljá hvort liðið mætir Val í undanúrslitum.
Fram hafði betur, 24-27, þegar liðið mætti FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplarika í kvöld.
Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik þegar Skara komst 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígi sínu við Skuru í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handbolta. Leikurinn var eins dramatískur og hugsast getur.
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.
Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik.
Færeyjar halda áfram að skrá nýja og spennandi kafla í handboltasögu sína því í gær vann kvennalandslið þjóðarinnar sér sæti á HM.
Pick Szeged er ungverskur bikarmeistari eftir 31-30 sigur í úrslitaleik gegn Veszprém.
Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta karla eftir sigur á Melsungen í úrslitaleik, 28-23.
Melsungen mun leika til úrslita gegn Kiel á morgun í þýsku bikarkeppninni í handbolta. Íslendingaliðin Veszprém og Pick Szeged munu svo síðar mætast í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar í handbolta.
Team Tvis Holstebro, sem Arnór Atlason stýrir, kemur fullt sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina í danska handbolta eftir að hafa unnið síðustu fimm leiki sína í deildarkeppninni.
Haukar Þrastarsson varð bikarmeistari með rúmenska handboltaliðinu Dinamo Búkarest eftir afar öruggan 39-27 sigur gegn Potaissa Turda í úrslitaleik.
Kolstad átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum um norska meistaratitilinn í handbolta karla. Kolstad rúllaði yfir Halden í dag, 23-40.
Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum.
Dagur Gautason átti flottan leik í kvöld með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2025 með öruggum sigri á Ísrael, 21-31, á Ásvöllum í gær.
Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu.
Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, kvaddi landsliðið í kvöld í leik þar sem íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í desember.
Ísland vann tíu marka sigur þegar liðið mætti Ísrael á Ásvöllum í kvöld í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í nóvember og desember síðar á þessu ári. Íslenska liðið er þar af leiðandi á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð.