Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þetta var rosalega erfiður leikur“

„Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Sigurður Bragason: Þetta var bara svolítil geðveiki

ÍBV vann frábæran sigur á Fram á útivelli fyrr í dag í Olís-deild kvenna í handknattleik en fyrir leikinn voru liðin jöfn í deildinni. Framarar voru einu skrefi á undan bróðurpart leiksins en rétt undir lokinn snéru Eyjakonur blaðinu við og sigldu sigrinum heim. Lokatölur í Framhúsi 25-27. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var hæstánægður að leik loknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ísland dróst gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM

Nú rétt í þessu var dregið í umspil Evrópuþjóða fyrir heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Ísland dróst gegn Ungverjalandi en umspilsleikirnir fara fram í apríl á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Oddur og Daníel Þór á toppnum í Þýska­landi

Íslendingarlið Balingen-Weilstetten er með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir þriggja marka útisigur á Lübbecke, lokatölur 23-26. Þeir Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason leika með Balingen.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér fannst hann tæta okkur“

Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Noregur mætir Dan­mörku í úr­slitum EM

Noregur, lið Þóris Hergeirssonar, er komið í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir frábæran sigur á Frakklandi í kvöld. Noregur er ríkjandi meistari en lið Þóris varð Evrópumeistari eftir sigur á Frakklandi árið 2020.

Handbolti
Fréttamynd

Dan­mörk í úr­slita­leik Evrópu­mótsins

Danmörk er komið í úrslit EM kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Svartfjallalandi, lokatölur 27-23. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort það verði Noregur eða Frakkland sem mætir Danmörku í úrslitum.

Handbolti