Sjáðu þegar viljayfirlýsing um nýja þjóðarhöll var undirrituð Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar voru í Laugardalnum í dag þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir. Sport 6. maí 2022 14:46
Friðrik Dór syngur um risa með svarthvít hjörtu FH-ingurinn og söngvarinn Friðrik Dór Jónsson hefur gefið út nýtt lag sem ætti að koma FH-ingum í gírinn fyrir stórleikinn gegn Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sport 6. maí 2022 13:01
Einar Þorsteinn um æstan þjálfara sinn og „see food, eat food“ mataræðið sitt Gærdagurinn var stór fyrir Valsmanninn Einar Þorsteinn Ólafsson en fyrst var tilkynnt um að hann væri á leiðinni í atvinnumennsku í Danmörku í sumar og seinna um kvöldið hjálpaði hann Valsliðinu að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Selfossi. Handbolti 6. maí 2022 11:30
Lögreglan rannskar úrslit tveggja leikja í Serbíu Serbneska handboltasambandið hefur óskað eftir lögreglurannsókn á tveimur leikjum þar í landi þar sem sterkur grunur er á að úrslitum leikjanna hafi verið hagrætt. Handbolti 5. maí 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. Handbolti 5. maí 2022 22:37
„Eigum að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir“ Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var niðurlútur eftir sjö marka tap liðsins á heimavelli gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og Hergeir og félagar eru því með bakið upp við vegg. Handbolti 5. maí 2022 21:35
Stórleikur Janusar Daða dugði ekki gegn Teiti Erni og félögum | Melsungen tapaði Það var Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er Flensburg og Goppingen mættust. Þá tapaði Íslendingalið Melsungen fyrir Hannover. Handbolti 5. maí 2022 19:45
Sú efnilegasta fer til Noregs eftir tímabilið Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara KA/Þórs, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Volda í Noregi. Handbolti 5. maí 2022 15:31
Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar. Handbolti 5. maí 2022 13:31
Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 5. maí 2022 10:02
Besta lið heims með of litla höll: „Yrði niðurlægjandi fyrir okkur og bæinn“ Evrópumeistarar Vipers Kristiansand í handbolta kvenna gætu þurft að yfirgefa Kristiansand og spila í öðrum bæ í Noregi vegna ófullnægjandi aðstöðu á heimavelli sínum. Handbolti 4. maí 2022 23:02
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjamenn einum sigri frá úrslitunum ÍBV er komið í 2-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir 27-23 sigur í öðrum leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á Ásvöllum á laugardaginn. Handbolti 4. maí 2022 20:10
„Unun að horfa á strákana leika vörn í dag“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Haukum í Eyjum í kvöld, 27-23. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Handbolti 4. maí 2022 19:59
Enn einn sigurinn hjá lærisveinum Guðjóns Vals Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann enn einn leikinn í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að liðið vinni sér ekki inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Handbolti 4. maí 2022 19:05
Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. Handbolti 4. maí 2022 14:30
Siggi Braga: Hanna skuldar enn sjötíu mörk miðað við samninginn hennar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fékk stórt faðmlag frá þjálfara sínum Sigurði Bragasyni í lok oddaleiks ÍBV og Stjörnunnar í Vestmannaeyjum í gær og ekki af ástæðulausu. Hanna skoraði fimmtán af þrjátíu mörkum Eyjaliðsins í leiknum. Handbolti 4. maí 2022 13:30
Með rúmlega tvöfalt fleiri mörk í oddaleiknum en í leik eitt og tvö til samans Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var án nokkurs vafa leikmaður gærkvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta þegar hún bókstaflega skaut Eyjaliðinu áfram í undanúrslitin. Handbolti 4. maí 2022 12:00
„Sagði strax já og var klár í ævintýri“ „Það var þokkalega rólegt að gera í vinnunni þannig að ég gat hoppað út,“ segir píparinn Orri Freyr Gíslason sem allt í einu er orðinn handboltamaður á nýjan leik, og það í baráttunni um svissneska meistaratitilinn. Handbolti 4. maí 2022 09:00
Mun gjósa á nýjan leik í Eyjum? Annar leikur ÍBV og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildar karla fer fram í kvöld og ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá verða læti í Eyjum í kvöld. Handbolti 4. maí 2022 08:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 30-26 | Eyjakonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum ÍBV er komið í undanúrslit í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik í átta liða úrslitunum. Handbolti 3. maí 2022 21:47
Magdeburg í undanúrslit Evrópudeildarinnar | Lærisveinar Aðalsteins úr leik Íslendingaliðið Magdeburg er á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir tveggja marka sigur gegn Nantes í kvöld, 30-28. Á sama tíma fengu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten skell gegn Wisla Plock og eru úr leik. Handbolti 3. maí 2022 21:28
Viktor Gísli og félagar úr leik eftir jafntefli á heimavelli Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru úr leik í Evrópudeildinni í handbolta efit 37-37 jafntefli á heimavelli gegn króatíska liðinu Nexe í átta liða úrslitum í kvöld. Handbolti 3. maí 2022 18:30
Ekkert lið byrjað undanúrslitin með slíkum yfirburðum Valsmenn sýndu mátt sinn á móti Selfyssingum í gær þegar undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta hófst á Hlíðarenda. Handbolti 3. maí 2022 13:31
Stefán Rafn fær að spila í Eyjum þrátt fyrir rautt í tveimur leikjum Haukamenn fengu góðar fréttir frá fundi aganefndar HSÍ í gær en þar kom í ljós að hornamaðurinn öflugi Stefán Rafn Sigurmannsson verður ekki í banni í leiknum mikilvæga á móti ÍBV í Eyjum á morgun. Handbolti 3. maí 2022 13:00
Hérna vill maður vera Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25. Handbolti 2. maí 2022 22:16
Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Handbolti 2. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Í kvöld hófst undanúrslitaeinvígi Vals og Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í Origo höllinni. Lauk fyrsta leik liðanna í þessari rimmu með ellefu marka stórsigri Vals og liðið því komið með yfirhöndina í einvíginu. Lokatölur 36-25. Handbolti 2. maí 2022 21:15
Orri Freyr rífur skóna fram og klárar tímabilið með Kadetten Orri Freyr Gíslason hefur samkvæmt heimildum íþróttadeildar rifið skóna fram af hillunni og mun nokkuð óvænt klára tímabilið með Kadetten í Svíss. Orri Freyr lagði skóna á hilluna vorið 2019. Handbolti 2. maí 2022 19:15
Kristinn þjálfar stúlknalandslið Færeyja Handknattleiksþjálfarinn Kristinn Guðmundsson hefur verið ráðinn til starfa hjá færeyska handknattleikssambandinu. Hann mun stýra stúlknalandsliði Færeyja sem skipað er leikmönnum fæddum 2006-2007. Handbolti 2. maí 2022 16:34
Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug. Handbolti 2. maí 2022 14:00