„Það væri ekkert eðlilega falleg jólasaga ef Stiven fengi tækifærið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. desember 2022 23:31 Arnar Daði vill sjá Stiven Tobar Valencia fá tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar og Handkastsins, um Olís deild karla sem og íslenska landsliðið velti fyrir sér hvernig landsliðshópur Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, fyrir HM í janúar myndi líta út. Vísir spurði því „Sérfræðinginn“ einfaldlega hvernig hann sæi þetta fyrir sér. HM í handbolta hefst 11. janúar næstkomandi en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi. Ísland er í C-riðli ásamt Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Á fimmtudaginn kemur, 22. desember, mun Guðmundur opinbera hópinn sem fer á mótið. Arnar Daði velti upp nokkrum spurningum á Twitter-síðu sinni fyrir komandi val en í dag eru 23 dagar í fyrsta leik Íslands á mótinu. Arnar Daði spurði eftirfarandi spurninga: A) Tekur Guðmundur tvo eða þrjá markverði? B) Hákon Daði Styrmisson, Orri Freyr Þorkelsson eða Stiven Tobar Valencia? C) Donni [Kristján Örn Kristjánsson] eða Teitur Örn Einarsson? D) Teitur Örn eða Óðinn Þór Ríkharðsson? Arnar Daði telur að það fari þrír markverðir með „Guðmundur tekur með sér þrjá markmenn vegna meiðslanna sem Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið að kljást við í olnboga síðustu vikur og mánuði.“ „Það verður síðan hlutverk Ágústs Elís Björgvinssonar að vera fyrir utan hóp eins og síðustu mót. Eitthvað sem mætti þó alveg breytast og Guðmundur mætti vera duglegri að nota Ágúst Elí.“ Telur að Hákon Daði hafi betur Hákon Daði í leik með Gummersbach.Getty Images „Ef einhver annar en Guðmundur væri að þjálfa landsliðið þá væri þetta mjög athyglisvert en vegna þess hve íhaldsamur GG er þá finnst mér allt benda til þess að Hákon Daði fari með. Hann er að spila í bestu deild í heimi og hefur verið að koma sterkur inn eftir erfið meiðsli.“ „Það væri hins vegar ekkert eðlilega falleg jólasaga ef Stiven fengi tækifærið. Hann hefur önnur vopn sem enginn annar vinstri hornamaður á Íslandi hefur.“ Erfiðast að spá fyrir um Donna eða Teit „Þetta er erfiðasta spurningin. Donni hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og það gæti haft áhrif. En miðað við síðasta landsleikja glugga þá tæki ég alltaf Donna. Hann hefur ótrúlegt vopnabúr sem gæti nýst okkur á stórum mómentum.“ Óðinn Þór í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Eyþór „Óðinn Þór hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá Gumma Gumm og það hefur sést vel í vali Gumma síðustu ár. Það kæmi mér lítið á óvart að hann tæki Teit fram yfir Óðin en ég ætla spá því hins vegar að hann hafi lært af síðasta móti. Þar spilaði Sigvaldi alltof margar mínútur og það kostaði hann meiðsli í kjölfarið. Hann verður að taka hreinræktaðan hægri hornamann með Sigvalda og velur því Óðinn Þór.“ Hér að neðan má svo sjá landsliðsópinn ef Arnar Daði fengi að ráða. Fyrst þið endilega vilduð vita þetta. Hér er 18 manna hópur Sérfræðingsins. Þrír markmenn á kostnað Daníels Þórs Ingasonar. Stiven Tobar gæti leyst bakvörð varnarlega. Ef ekki núna. Þá næst. Afhverju ekki strax. Þetta er liðið sem er á leiðinni í undanúrslit. Einar. #Handkastið pic.twitter.com/KzNmVujBVx— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Handkastið verður með umfjöllun um HM bæði í aðdraganda mótsins og á meðan mótinu stendur. Fyrsti þáttur HM Handkastsins kemur inn á Vísi annað kvöld, miðvikudag. HM Handkastið hefst í vikunni Fæ til mín önnur hlaðvörp til að ræða það sem allir eru að fylgjast með. HM í þjóðaríþróttinni.13 þættir að minnsta kosti. Ég er með prógram fram í 8-liða úrslit. Ætti ég að bóka þátt í kringum undanúrslitin? Erum við að fara alla leið? Einar. https://t.co/gaAhLHPvMl— Arnar Daði (@arnardadi) December 19, 2022 Handbolti Handkastið HM 2023 í handbolta Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
HM í handbolta hefst 11. janúar næstkomandi en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi. Ísland er í C-riðli ásamt Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu. Á fimmtudaginn kemur, 22. desember, mun Guðmundur opinbera hópinn sem fer á mótið. Arnar Daði velti upp nokkrum spurningum á Twitter-síðu sinni fyrir komandi val en í dag eru 23 dagar í fyrsta leik Íslands á mótinu. Arnar Daði spurði eftirfarandi spurninga: A) Tekur Guðmundur tvo eða þrjá markverði? B) Hákon Daði Styrmisson, Orri Freyr Þorkelsson eða Stiven Tobar Valencia? C) Donni [Kristján Örn Kristjánsson] eða Teitur Örn Einarsson? D) Teitur Örn eða Óðinn Þór Ríkharðsson? Arnar Daði telur að það fari þrír markverðir með „Guðmundur tekur með sér þrjá markmenn vegna meiðslanna sem Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið að kljást við í olnboga síðustu vikur og mánuði.“ „Það verður síðan hlutverk Ágústs Elís Björgvinssonar að vera fyrir utan hóp eins og síðustu mót. Eitthvað sem mætti þó alveg breytast og Guðmundur mætti vera duglegri að nota Ágúst Elí.“ Telur að Hákon Daði hafi betur Hákon Daði í leik með Gummersbach.Getty Images „Ef einhver annar en Guðmundur væri að þjálfa landsliðið þá væri þetta mjög athyglisvert en vegna þess hve íhaldsamur GG er þá finnst mér allt benda til þess að Hákon Daði fari með. Hann er að spila í bestu deild í heimi og hefur verið að koma sterkur inn eftir erfið meiðsli.“ „Það væri hins vegar ekkert eðlilega falleg jólasaga ef Stiven fengi tækifærið. Hann hefur önnur vopn sem enginn annar vinstri hornamaður á Íslandi hefur.“ Erfiðast að spá fyrir um Donna eða Teit „Þetta er erfiðasta spurningin. Donni hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og það gæti haft áhrif. En miðað við síðasta landsleikja glugga þá tæki ég alltaf Donna. Hann hefur ótrúlegt vopnabúr sem gæti nýst okkur á stórum mómentum.“ Óðinn Þór í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Eyþór „Óðinn Þór hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá Gumma Gumm og það hefur sést vel í vali Gumma síðustu ár. Það kæmi mér lítið á óvart að hann tæki Teit fram yfir Óðin en ég ætla spá því hins vegar að hann hafi lært af síðasta móti. Þar spilaði Sigvaldi alltof margar mínútur og það kostaði hann meiðsli í kjölfarið. Hann verður að taka hreinræktaðan hægri hornamann með Sigvalda og velur því Óðinn Þór.“ Hér að neðan má svo sjá landsliðsópinn ef Arnar Daði fengi að ráða. Fyrst þið endilega vilduð vita þetta. Hér er 18 manna hópur Sérfræðingsins. Þrír markmenn á kostnað Daníels Þórs Ingasonar. Stiven Tobar gæti leyst bakvörð varnarlega. Ef ekki núna. Þá næst. Afhverju ekki strax. Þetta er liðið sem er á leiðinni í undanúrslit. Einar. #Handkastið pic.twitter.com/KzNmVujBVx— Arnar Daði (@arnardadi) December 20, 2022 Handkastið verður með umfjöllun um HM bæði í aðdraganda mótsins og á meðan mótinu stendur. Fyrsti þáttur HM Handkastsins kemur inn á Vísi annað kvöld, miðvikudag. HM Handkastið hefst í vikunni Fæ til mín önnur hlaðvörp til að ræða það sem allir eru að fylgjast með. HM í þjóðaríþróttinni.13 þættir að minnsta kosti. Ég er með prógram fram í 8-liða úrslit. Ætti ég að bóka þátt í kringum undanúrslitin? Erum við að fara alla leið? Einar. https://t.co/gaAhLHPvMl— Arnar Daði (@arnardadi) December 19, 2022
Handbolti Handkastið HM 2023 í handbolta Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira