Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21.

Handbolti
Fréttamynd

Hefur miklar áhyggjur af systur sinni og kallar eftir breytingum

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að sex sinnum hafi þurft að pumpa lífi í systur sína í síðustu viku vegna ofneyslu. Nú liggi hún á geðdeild og bíði þess að lenda á götunni eftir tvo til þrjá daga. Systirin hafi fengið sömu slöku spil á hendi og hann sem barn en ólíkt honum ekki átt neina útgönguleið.

Innlent
Fréttamynd

„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“

Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

Handbolti
Fréttamynd

„Liðið hefur þroskast gríðarlega“

Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar.

Handbolti
Fréttamynd

„Stríð er það versta sem til er“

Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út.

Handbolti