Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Leik lokið: HK - Haukar 27-30 | Mikilvægur sigur Hauka

Haukakonur unnu í kvöld mikilvægan þriggja marka sigur gegn HK er liðin mættust í Olís-deild kvenna, 27-30. Liðin voru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, en Haukakonur sitja nú einar í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KA/Þór.

Handbolti
Fréttamynd

„Það er eins og hún minnki með hverjum deginum“

„Aðalmál þessa leiks er Stjarnan. Ég veit að ég og við erum orðin pínu eins og biluð plata með Helenu því við getum ekki mikið sett út á Evu sem er að skila sínu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar: Mér fannst leikurinn aldrei í hættu

Afturelding vann þægilegan sigur á KA 33-29. Afturelding var með yfirhöndina allan leikinn og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, ánægður með spilamennsku liðsins frá upphafi til enda.

Sport
Fréttamynd

Öðrum leik í Olís-deildinni frestað

Leik Gróttu og HK í Olís-deild karla sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Í gær var greint frá því að leik Fram og Vals, sem einnig átti að fara fram í dag, hafi einnig verið frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni

Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur á Stjörnunni í 7. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Bæði liðin voru með tvo sigra í deildinni fyrir leikinn en það voru gestirnir sem lönduðu sigri, 23-32.

Handbolti
Fréttamynd

Óbólusettir leikmenn fá ekki að taka þátt á HM

Rúmlega tvær vikur eru í að heimsmeistaramót kvenna í handbolta fari af stað á Spáni. Löndin sem hafa unnið sér inn þátttökurétt hafa því örskamma stund til að bregðast við nýjustu reglugerð mótsins: Það er að allir sem koma að liðunum þurfi að vera bólusettir.

Handbolti
Fréttamynd

Leik Fram og Vals frestað vegna veirunnar

Kórónuveiran heldur áfram að setja strik í reikninginn í íþróttalífinu á Íslandi, en leik Fram og Vals sem átti að fara fram í Olís-deild karla annað kvöld hefur verið frestað vegna hennar.

Handbolti