Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Daníel Þór færir sig um set

Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur ákveðið að færa sig um set og mun leika með þýska úrvalsdeildarfélaginu Balingen-Weilstetten á næstu leiktíð. Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með danska félaginu Ribe-Esbjerg.

Handbolti
Fréttamynd

Svona átti leikurinn að fara í febrúar

Það var háspennu leikur í TM höllinni þegar endurtaka þurfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs. Leikurinn endaði 25-25 þar sem Eva Björk Davíðsdóttir jafnaði á síðustu sekúndum leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Þannig séð er þetta skyldu­sigur

Fyrirliðinn Aron Pálmarsson átti góðan leik er Ísland vann þægilegan tíu marka sigur á Ísrael ytra í undankeppni Evrópumótsins 2022. Lokatölur leiksins 30-20 og Ísland komið á topp undanriðils fjögur.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er fáránlegt prógramm“

„Þetta er mjög erfitt. Við fáum ekki eina einustu æfingu með allt liðið og erum þar fyrir utan með marga nýja leikmenn,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fyrir síðustu þrjá leiki Íslands í undankeppni EM.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi skoraði sex í tapi

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg sem tapaði naumlega 30-28 fyrir Erlangen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar er þriðji markahæstur í deildinni.

Handbolti