Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Sjö íslensk mörk og Kristianstad skrefi nær undanúrslitum

Kristianstad sigraði Malmö í öðrum leik 8-liða úrslita sænska handboltans, lokatölur 31-28. Ólafur Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson eitt þegar Kristianstad kom sér einu skrefi nær undanúrslitum, en vinna þarf þrjá leiki til að komast þangað.

Handbolti
Fréttamynd

Saga Sif kemur inn fyrir Steinunni

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðisins í handbolta, verður ekki með þegar liðið mætir Grikklandi í kvöld. Steinunn meiddist þegar stelpurnar töpuðu gegn Norður Makedóníu í gærkvöldi. Saga Sif Gísladóttir kemur inn í hópinn í hennar stað og gæti spilað sinn fyrsta landsleik.

Handbolti
Fréttamynd

„Er ég áhyggjufullur? Já“

Árið fyrir danska landsliðsmarkvörðrinn og leikmann Kiel, Niklas Landin, hefur verið ansi viðburðarríkt eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Gott að finna sigurtilfinninguna

„Það gekk ekki allt upp í dag en við skorum 28 mörk sem er frábært. Við stöndum vörnina ágætlega og liðið fær kredit fyrir það. Við breytum varnarleiknum í hálfleik. Setjum Didda inn á sem kom frábærlega inn í þetta. Við náðum að stjórna tempóinu aðeins betur í seinni hálfleik þannig að þetta var bara fínt,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs eftir 28-25 sigur á ÍR í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðsmenn í eldlínunni

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart er liðið vann 27-23 sigur á Balingen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Ég er grautfúll

„Ég er grautfúll. Við köstuðum þessu frá okkur og ég er mjög svekktur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals eftir naumt tap gegn ÍBV í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Yfir­gefur Alingsås í sumar

Aron Dagur Pálsson mun yfirgefa sænska handknattleiksliðið Alingsås nú í sumar er yfirstandandi leiktíð lýkur. Aron Dagur hefur verið í herbúðum félagsins í tvö ár en finnst kominn tími á breytingu.

Handbolti