Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vefur um úti­vist í loftið

Nýr upplýsingavefur um útivistarmöguleika á höfuðborgarsvæðinu er kominn í loftið. Hann ber heitið utumallt.is og var formlega tekinn í notkun á fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) síðastliðinn mánudag.

Lífið
Fréttamynd

Geð­veikt fjör á Bessa­stöðum

Þriðjudaginn 28. janúar heimsótti Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, Bessastaði þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, tók á móti G vítamín geðræktardagatalinu. Með Svövu í för voru þær Erla Rut Mathiesen og Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjórar hjá Geðhjálp.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gerum betur og setjum heilsuna í for­gang

Sífellt fleiri gera sér betur grein fyrir því hvað geðheilbrigði skiptir okkur öll miklu máli með sama hætti og líkamlegt heilbrigði. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég vissi að minn bati væri á mína á­byrgð“

Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi en þess ber þó að geta að margir eru vangreindir og einkennalausir. Ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna á blóðtappa en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða. Þannig var það í tilfelli Mörthu Lind Róbertsdóttur, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum í lok ágúst árið 2023. Þriggja barna móðir sem lifði heilbrigðum lífsstíl og hafði aldrei kennt sér meins.

Lífið
Fréttamynd

Rautt kjöt: Goð­sagnir og van­þekking

Einkenni tímanna sem við lifum á er þreytandi skrúðganga fólks án nauðsynlegrar sérþekkingar sem þykist hæft til að tjá sig um flókin málefni krefjandi ára rannsókna og djúprar hugsunar. Opinberar persónur stíga iðulega fram með álit á sviðum sem eru langt utan sérsviðs þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Í­treka að næringarráð­leggingar fela ekki í sér boð og bönn

Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei of mikið af G-víta­míni

Landssamtökin Geðhjálp ýta úr vör á morgun árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G vítamín. Þetta er fimmta árið í röð sem Geðhjálp stendur fyrir átakinu sem hefst alltaf á bóndadegi, fyrsta degi í þorra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þúsund skref auka­lega skila 15 prósent lægri dánar­tíðni

Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa.

Innlent
Fréttamynd

Ofsa­fengin sjálfs­rækt getur reynst stór­skað­leg

Hafrún Kristjánsdóttir íþróttasálfræðingur segir of algengt að fólk taki sjálfsrækt alltof alvarlega og mikilvægari þættir sitji á hakanum. Þetta má heita óvænt útspil í þá þann mikla og árlega líkams- og sjálfsræktarham sem runnið hefur á landann eftir jól og áramót.

Lífið
Fréttamynd

Ein­föld at­riði fyrir aukna vel­líðan í skamm­deginu

Nú þegar hátíðarhöldin og allt sem þeim fylgir eru fyrir bí er gott að byrja nýja árið á smá sjálfsást og núllstillingu. Janúar getur reynst erfiður mánuður fyrir marga og því er mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni og einblína á það sem veitir manni gleði og eykur vellíðan.

Lífið