Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Lorenzo og íslenski hesturinn

Á hestasýningu sem haldin var um síðustu helgi í Pétursborg í Rússlandi var sýndur í fyrsta skipti þar í landi íslenskur hestur og vakti hann gríðalega athygli. Hestasnillingurinn Lorenzo sem var stjarna sýningarinnar heillaðist svo af íslenska hestinum að hann óskaði eftir því sjálfur við íslensku sendinefndina að fá að fara á bak honum.

Sport
Fréttamynd

Sterkasta kynbótasýning til þessa í þýskalandi

Ein sterkasta og stærsta kynbótasýning til þessa í þýskalandi var haldin á búgarðinum Lipperthof Wurz um síðustu helgi. Um 150 hross voru þar sýnd í dóm. Naskur von Oed stóð efstur í flokki 6 vetra stóðhesta með aðaleinkunina 8.58. Djáknar frá Hvammi stóð efstur í flokki 7 vetra stóðhesta með 8.46. Urður frá Gunnarsholti fékk einnig mjög góðan dóm en hún fékk 8.48.

Sport
Fréttamynd

Úrslit fyrstu skeiðleika 2007

Þá er keppni lokið á fyrstu Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis. Verslunin Baldvin og Þorvaldur gaf gjafabréf fyrir reiðhjálmi í fyrsta sætið í 250m skeiði. Veðrið lék við gesti Skeiðleikanna en meðfylgjandi eru úrslit öll úrslit mótsins.

Sport
Fréttamynd

Óhapp á sýningu íslenska hestsins í Rússlandi

Óhapp varð í sýningu hjá íslenska hópnum í Pétursborg í Rússlandi en þar féll hestur Páls Braga í lokaatriðinu. Hestur hans steig í aðra hófhlífina með þeim afleiðingum að hesturinn hrasaði með svakalegustu byltu sem sögur fara af.

Sport
Fréttamynd

Stór dagur í Rússlandi fyrir íslenska hestinn

Rétt í þessu var að ljúka sýnikennslu íslenska hópsins og blaðamannafundi þar sem Hafliði Halldórsson, Gunnar Arnarsson og fleiri úr íslensku nefndinni svöruðu spurningum blaðamanna frá öllum heimshornum. Eftir sýnikennsluna kom óvænt heimsmeistari í dressure reiðmennsku á íslenskum klár ríðandi inní höllina við mikinn fögnuð áhorfenda þar sem að flest allir gestir hússins könnuðust við þennan knapa.

Sport
Fréttamynd

Sér eftir að hafa barið hestinn

Í þættinum Kompás sem sýndur var nú í kvöld á Stöð 2 var sýnt átakanlegt myndband af manni sem lemur hest sinn ítrekað og sparkar undir kvið hans og lemur hann margoft í hausinn. Hestafréttir höfðu upp á manninum sem um ræðir og heitir hann Hilmar Hróason og heldur hann hesta á Vatnsenda í Kópavogi.

Sport
Fréttamynd

Viðar Ingólfsson er Meistarinn

Viðar Ingólfsson sigraði Meistaradeild VÍS í gærkveldi með 50 stig í heildina. Í öðru sæti hafnaði Sigurður Sigurðarson með 48 stig og í því þriðja varð Sigurbjörn Bárðarson með 44 stig. Viðar hlaut farandbikar gefinn af Landsambandi Hestafélaga ásamt Hrímni hnakk gefnum af Icesaddles auk þess sem hann fékk 600 þúsund krónur í verðlaunafé frá VÍS.

Sport
Fréttamynd

Siggi stöðvaði sigurgöngu Þorvaldar á “Þeir allra sterkustu”

Hrossabóndinn Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga sigraði töltkeppnina á “Þeir allra sterkustu” í Skautahöllinni í Laugardal í gærkveldi á Freyð frá Hafsteinsstöðum. Gríðarlega hörð keppni var á milli fimm efstu hestanna en Sævar Örn Sigurvinsson reið sig upp úr B-úrslitum á Þotu frá Neðra-Seli.

Sport
Fréttamynd

Diddi Bárðar sigraði tvöfalt í dag í Meistaradeild VÍS

Sigurbjörn Bárðarson sigraði tvöfalt í dag þegar hann vann gæðingaskeiðið og 150 m skeiðið í Meistaradeild VÍS sem haldin var að þessu sinni á Gaddstaðaflötum á Hellu. Það var kalt í veðri og rigningin lét sig ekki vanta en það fékk ekkert á knapa og hesta og var keppnin hörð í báðum greinum.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Árni sigraði Ístölt 2007

Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði Ístöltið í gærkveldi á Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir fullu húsi í Skautahöllinni í Laugardal. Það sem kom á óvart var að hestar á borð við Þórodd frá Þóroddsstöðum, Markús frá Langholtsparti og Leikni frá Vakurstöðum voru allir í B-úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS

Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS sem haldin var í gærkveldi á Galdri frá Flagbjarnarholti fyrir fullu húsi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Keppnin var gríðalega hörð og réðust úrslit í bráðabana á milli Huldu og Viðars Ingólfssonar á hestinum Riddara frá Krossi og varð honum að falli skeiðið í bráðabananum.

Sport
Fréttamynd

Öllu tjaldað til í kvöld í Meistaradeild VÍS

Í kvöld fer fram fimmta keppnisgreinin af níu og mun keppnin í kvöld væntanlega marka þau skil milli keppenda að fræðilega ómögulegt verður fyrir þorra þeirra að sigra eftir kvöldið. Það er ljóst að knapar tjalda öllu sem til er í kvöld. Þorvaldur Árni, Siggi Sig og Viðar Ingólfs skipuðu þrjú efstu sætin í fimmgangi í fyrra og munu þeir allir mæta með sömu hross í kvöld, en þau eru í sömu röð Þokki frá Kýrholti, Skugga-Baldur og Riddari frá Krossi.

Sport
Fréttamynd

Tveir öflugir á Ístölt 2007

Mikil spenna ríkir fyrir að fá að sjá þá Daníel Jónsson á stóðhestinum fræga Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Hinrik Bragason á Skúmi frá Neðri-Svertingsstöðum næsta laugardag þann 31. mars 2007 á Ístöltinu í Skautahöllinni í Laugardal. Þóroddur er búinn að sanna sig á kynbóta-og keppnisbrautinni. Hann hefur unnið fjölda sigra og er með 8,28 fyrir sköpulag og einkunnina 9,04 fyrir hæfileika.

Sport
Fréttamynd

Gæðingaveisla annað kvöld í Meistaradeild VÍS

Gæðingar á borð við Þokka frá Kýrholti, Stakk frá Halldórsstöðum, Riddara frá Krossi, Skugga-Baldur frá Litla-Dal, Hrannar frá Þorlákshöfn, Eitil frá Vindási, Hrönn frá Hvammi, Þyt frá Kálfhóli, Leyni frá Erpsstöðum, Galdur frá Flagbjarnarholti, Díönu frá Heiði, Tjörva frá Ketilsstöðum svo einherjir séu nefndir, eiga eftir að gleðja augu áhorfenda á fimmtudagskvöld í Ölfushöll.

Sport
Fréttamynd

Tóti á Ístölt

Tvöfaldur Íslandsmeistari keppir á Ístölti 2007 Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu munu mæta á Ístölt 2007. Þeir eru tvöfaldir Íslandsmeistarar frá því í fyrra. Tóti og Kraftur hömpuðu Íslandsmeistaratitli í tölti og fimmgangi.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarinn mætir á Ístölt 2007

Þá hefur Sigurður Sigurðarson staðfest komu sína á Ístölt 2007 og mun hann keppa á Hektori frá Dalsmynni. Hektor er stórglæsilegur gæðingur með mikið fas og mikla útgeislun.

Sport
Fréttamynd

Meistarar á “Þeir allra sterkustu”

Enn fleiri stjörnur hafa bæst í hóp keppenda á “Þeir allra sterkustu” 14. apríl. En það eru Hjalti Guðmundsson, Norðurlandameistari í tölti, Sigurbjörn Bárðarson, Landsmótssigurvegari 2006 í tölti, Sigurður Sigurðarsson, heimsmeistari í fjórgangi og Þórarinn Eymundsson, Íslandsmeistari í fimmgangi- og tölti.

Sport
Fréttamynd

Fimmgangur Meistaradeildar VÍS á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn næstkomandi verður háð rimma í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessa vinsælu grein og má ætla að keppendur mæti með sína allra bestu fáka. Í fyrra lauk fimmgangskeppninni með sigri Þorvaldar Árna og Þokka frá Kýrholti eftir bráðabana við Viðar Ingólfsson og Riddara frá Krossi.

Sport
Fréttamynd

Úrslit úr Karlatölti Mána

Mikil stemming var á karlatölti Mána í gærkveldi sem haldið var í reiðhöllinni á Mánagrund. Fjöldi glæstra tilþrifa sáust og er greinilegt að Mánamenn eru vel ríðandi sem fyrr. Á engan er hallað þó að sagt sé að hetja kvöldsins sé Jóhann Gunnar Jónsson en hann reykspólaði yfir b-úrslitin og valtaði síðan yfir A-úrslitin og vann þau við mikin fögnuð áhorfenda.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Árni sigraði Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS

Það var Þorvaldur Árni og Rökkvi sem sigruðu Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS nú í kvöld eftir harða keppni við Sigurð Sigurðarson og Viðar Ingólfsson. Viðar var efstur eftir forkeppnina á honum Tuma sínum og bjóst fólk við því að hann myndi sigra eftir úrslitin en Þorvaldur kom sterkur inn í úrslitin á Rökkva frá Hálauksstöðum og afgreiddi þetta með stæl.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeild VÍS í kvöld

Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni.

Sport
Fréttamynd

Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi

Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana.

Sport
Fréttamynd

Ístölt á morgun á Svínavatni

Það má búast við hörku keppni á ístöltinu sem haldið verður á Svínavatni á morgun laugardag. Það stefnir í eitt af stærstu ísmótum sem haldin hafa verið hér á landi, en um 170 skráningar eru á mótið. Ráslitinn er prýddur bestu knöpum og hrossum landsins, má þar nefna Hans Kjerúlf sem mætir með Júpíter frá Egilsstaðabæ, Þórður Þorgeirsson er skráður til leiks með Tígul frá Gýgjarhóli í B flokk og Ás frá Ármóti í A flokk.

Sport
Fréttamynd

Æskan og hesturinn um næstu helgi

Hin frábæra sýning Æskan og Hesturinn verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur fyrir alla fjölskylduna. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3- 18 ára taka þátt.

Sport
Fréttamynd

Úrslit ístöltkeppni á Húsatóftum

Ístöltkeppni var haldin í dag á Húsatóftum hjá hestamannafélaginu Smára. Gunnlaugur Bjarnason og Tvistur 9v frá Blesastöðum sigruðu barnaflokk, Nanna Mikkelsen og Stalla 4v frá Vorsabæ sigruðu ungmennaflokkinn og Bjarni Birgisson og Stormur 7v frá Blesastöðum sigruðu fullorðinsflokkinn.

Sport
Fréttamynd

Úrslit af öðrum vetrarleikum Gusts

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti í Kópavogi fóru fram í dag í Glaðheimum. Þátttaka var nokkuð góð og var hörð keppni í ýmsum flokkum, t.d. í flokknum Karlar I þar sem margir góðir hestar og knapar öttu kappi.

Sport
Fréttamynd

Úrslit vetrarmóts Mána

Vetrarmót Mána var haldið í dag á Mánagrund í Keflavík. Gunnhildur Stella Haraldsdóttir og Vinur frá Sandhólaferju sigruðu pollaflokkinn, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Djákni frá Feti sigruðu barnaflokk og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju sigruðu unglingaflokk.

Sport
Fréttamynd

Úrslit á Mývatn open

Mývatn Open var haldið í gær og var það stórknapinn Mette Manseth á Braga frá Hólum sem sigraði A flokk í tölti með 8,38, þá sigraði Nikolína Ósk Rúnarsdóttir B flokk í tölti á meistaranum Laufa frá Kollaleiru með 7,88 og svo var það Stefán Birgir Stefánsson og Blakkur frá Árgerði sem sigruðu skeiðið á 8,42 sek.

Sport