Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Fimmgangur Meistaradeildar VÍS á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn næstkomandi verður háð rimma í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessa vinsælu grein og má ætla að keppendur mæti með sína allra bestu fáka. Í fyrra lauk fimmgangskeppninni með sigri Þorvaldar Árna og Þokka frá Kýrholti eftir bráðabana við Viðar Ingólfsson og Riddara frá Krossi.

Sport
Fréttamynd

Úrslit úr Karlatölti Mána

Mikil stemming var á karlatölti Mána í gærkveldi sem haldið var í reiðhöllinni á Mánagrund. Fjöldi glæstra tilþrifa sáust og er greinilegt að Mánamenn eru vel ríðandi sem fyrr. Á engan er hallað þó að sagt sé að hetja kvöldsins sé Jóhann Gunnar Jónsson en hann reykspólaði yfir b-úrslitin og valtaði síðan yfir A-úrslitin og vann þau við mikin fögnuð áhorfenda.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Árni sigraði Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS

Það var Þorvaldur Árni og Rökkvi sem sigruðu Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS nú í kvöld eftir harða keppni við Sigurð Sigurðarson og Viðar Ingólfsson. Viðar var efstur eftir forkeppnina á honum Tuma sínum og bjóst fólk við því að hann myndi sigra eftir úrslitin en Þorvaldur kom sterkur inn í úrslitin á Rökkva frá Hálauksstöðum og afgreiddi þetta með stæl.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeild VÍS í kvöld

Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni.

Sport
Fréttamynd

Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi

Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana.

Sport
Fréttamynd

Ístölt á morgun á Svínavatni

Það má búast við hörku keppni á ístöltinu sem haldið verður á Svínavatni á morgun laugardag. Það stefnir í eitt af stærstu ísmótum sem haldin hafa verið hér á landi, en um 170 skráningar eru á mótið. Ráslitinn er prýddur bestu knöpum og hrossum landsins, má þar nefna Hans Kjerúlf sem mætir með Júpíter frá Egilsstaðabæ, Þórður Þorgeirsson er skráður til leiks með Tígul frá Gýgjarhóli í B flokk og Ás frá Ármóti í A flokk.

Sport
Fréttamynd

Æskan og hesturinn um næstu helgi

Hin frábæra sýning Æskan og Hesturinn verður haldin í reiðhöllinni í Víðidal um næstu helgi. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukkan 13 og 16 og er ókeypis aðgangur fyrir alla fjölskylduna. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni en alls munu um 250 börn á aldrinum 3- 18 ára taka þátt.

Sport
Fréttamynd

Úrslit ístöltkeppni á Húsatóftum

Ístöltkeppni var haldin í dag á Húsatóftum hjá hestamannafélaginu Smára. Gunnlaugur Bjarnason og Tvistur 9v frá Blesastöðum sigruðu barnaflokk, Nanna Mikkelsen og Stalla 4v frá Vorsabæ sigruðu ungmennaflokkinn og Bjarni Birgisson og Stormur 7v frá Blesastöðum sigruðu fullorðinsflokkinn.

Sport
Fréttamynd

Úrslit af öðrum vetrarleikum Gusts

Aðrir vetrarleikar ársins hjá Gusti í Kópavogi fóru fram í dag í Glaðheimum. Þátttaka var nokkuð góð og var hörð keppni í ýmsum flokkum, t.d. í flokknum Karlar I þar sem margir góðir hestar og knapar öttu kappi.

Sport
Fréttamynd

Úrslit vetrarmóts Mána

Vetrarmót Mána var haldið í dag á Mánagrund í Keflavík. Gunnhildur Stella Haraldsdóttir og Vinur frá Sandhólaferju sigruðu pollaflokkinn, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Djákni frá Feti sigruðu barnaflokk og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju sigruðu unglingaflokk.

Sport
Fréttamynd

Úrslit á Mývatn open

Mývatn Open var haldið í gær og var það stórknapinn Mette Manseth á Braga frá Hólum sem sigraði A flokk í tölti með 8,38, þá sigraði Nikolína Ósk Rúnarsdóttir B flokk í tölti á meistaranum Laufa frá Kollaleiru með 7,88 og svo var það Stefán Birgir Stefánsson og Blakkur frá Árgerði sem sigruðu skeiðið á 8,42 sek.

Sport
Fréttamynd

Fyrstu vetrarleikar Sóta

Það var góð þátttaka í karla-og kvennaflokki á fyrstu vetrarleikum Sóta sem fóru fram á Kasthúsatjörn í dag. Þótt tvísýnt hafi verið um ís á tjörninni fór mótið fram eins og best verður á kosið og skapaðist mikil stemning á ísilagði tjörninni þegar gæðingar félagsins runnu eftir brautinni.

Sport
Fréttamynd

Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni

Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið.

Sport
Fréttamynd

Tölt og gæðingamót á Svínavatni

Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr.

Sport
Fréttamynd

Hróarsleikar hjá Dreyra

Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð.

Sport
Fréttamynd

FT-norður verðlaunar reiðmennsku

Eins og samþykkt var á stjórnarfundi á haustdögum þá veitti norðurdeild Félags tamningamanna viðurkenningu fyrir fallega og góða reiðmennsku á Bautatöltinu nú á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Myvatn open næstkomandi laugardag

Nú er að koma að því. Myvatn open er næstkomandi laugardag ísinn frábær og veðurspáin nokkuð góð. Meðal þeirra sem hafa skráð sig er Bjarni Jónasson með Kommu frá Garði. Tamningameistarinn Benedikt Líndal hefur þegið boð mótsnefndar um að koma og keppa.

Sport
Fréttamynd

Smali og Stóðhestasýning á Meistaradeild VÍS

Á fimmtudagskvöldið næstkomandi er von á stórskemmtilegu kvöldi fyrir áhorfendur Meistaradeildar VÍS. Hin stórskemmtilega hraðafimi verður háð, en hraðafimin eða smalinn eins og hann er oftast kallaður, er keppnisgrein sem reynir á lipurð og snerpu hestsins og útsjónasemi knapans.

Sport
Fréttamynd

Hestasýningin Apassionata 2007

Stórsýningin Apassionata var haldin í Finnlandi helgina 2 – 4 febrúar síðastliðinn í stórri sýningarhöll í Helsinki. Í heild voru þetta 4 sýningar og á þær mættu 30.000 manns eða um 7500 manns á hverja sýningu sem segir allt um áhugann á svona sýningum erlendis.

Sport
Fréttamynd

Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn!

Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra.

Sport
Fréttamynd

Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi í Meistaradeildinni

Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi Meistaradeildar VÍS sem haldin var síðastliðin fimmtudag í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Atli varð efstur í B-úrslitum og kom svo að því að Þorvaldur Árni og Atli þurftu að fara í bráðabana í A-úrslitum. Atli reið Dynjanda frá Dalvík og Þorvaldur Árni á landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og komu þeir hnífjafnir eftir A-úrslitin og sigruðu Atli og Dynjandi að lokum eftir hreint frábæran bráðabana..

Sport
Fréttamynd

Meistaradeildin hefst á morgun

Meistaradeild Vís í hestaíþróttum hefst á morgun fimmtudaginn 1. febrúar á keppni í fjórgangi. Keppnin hefst tímanlega klukkan 19.30. Meðfylgjandi er ráslisti keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Úrtöku Meistaradeildar lokið

Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er orðin fullskipuð þátttakendum eftir úrtöku í Ölfushöllinni í gær. Það má segja að landslið dómara hafi verið saman komið til að hita sig upp og stilla sig af fyrir átök nýs árs. Keppni að þessu tagi þar sem keppt er í fjórgangi og fimmgangi í janúar er nýbreytni og mjög krefjandi fyrir keppendur og hesta þeirra enda hvorki menn né hestar komnir í sitt besta form eins og gefur að skilja.

Sport
Fréttamynd

Ísleikar á Svínavatni

Gæðingakeppni á ís verður haldin á Svínavatni A. Hún laugardaginn 10 mars. Á Svínavatni er mjög traustur ís og vatnið stórt. Þegar þar voru ísleikar sl. vetur komu nokkrir áhorfendur á flugvél og lentu á ísnum. Flugstjóri af breiðþotum hafði á orði að þarna væri svo góður ís og svo mikið rými að hægt væri að lenda þarna á stórum vélum.

Sport
Fréttamynd

Hestaíþróttakona og maður ársins 2006

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands hélt sitt árlega hóf á Grand Hótel þar sem íþróttafólk sem skarað hefur fram úr á árinu var verðlaunað. Eins og fram hefur komið varð Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi hlutskarpastur í kjörin um íþróttamann ársins 2006.

Sport
Fréttamynd

Flottar tamningaraðferðir

Það gerist ekki flottara samspilið á milli manns og hests eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Þetta myndband sýnir ótrúlegar aðferðir sem notaðar eru til að temja og þjálfa hross. Þetta myndband er kynning kennsluaðferðum hjá skóla sem heitir Nevzorov.

Sport
Fréttamynd

Töfri frá Selfossi á leið til Noregs

Ingimar Baldvinsson hefur selt stóðhest sinn Töfra frá Selfossi til Noregs. Í samtali við Hestafréttir nú í kvöld sagði Ingimar að söknuðurinn væri mikill og þó sérstaklega hjá börnum sínum sem hafa alist upp með hestinum frá upphafi. Það var Nina Grövdal / Havhesten Hestoppdret sem keypti klárinn og fer hann út fyrr en áætlað var en brottför hans er í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

10 dagar í úrtöku Meistaradeildar

Nú eru aðeins 10 dagar í að úrtaka fyrir Meistaradeild VÍS fer fram í Ölfushöll á Ingólfshvoli, en hún verður haldin laugardaginn 20. janúar næstkomandi. Það er mikill hugur í mönnum fyrir úrtökuna og keppast menn nú í hverju horni að þjálfa þann klár sem stefna skal með í úrtökuna.

Sport