Fyrstu vetrarleikar Sóta Það var góð þátttaka í karla-og kvennaflokki á fyrstu vetrarleikum Sóta sem fóru fram á Kasthúsatjörn í dag. Þótt tvísýnt hafi verið um ís á tjörninni fór mótið fram eins og best verður á kosið og skapaðist mikil stemning á ísilagði tjörninni þegar gæðingar félagsins runnu eftir brautinni. Sport 4. mars 2007 16:57
Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sport 2. mars 2007 07:38
Tölt og gæðingamót á Svínavatni Laugardaginn 10. mars verður haldið á Svínavatni í A-Hún. tölt og gæðingamót. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki og unglingaflokki í tölti og A og B flokki gæðinga. Verðlaun verða þau veglegustu sem um getur á slíkum mótum, t.d. er ljóst að fyrir 1. sæti í opnum flokki í tölti, A og B flokki fást 100.000. kr. Sport 27. febrúar 2007 17:31
Hróarsleikar hjá Dreyra Laugardaginn 3.mars heldur hestamannafélagið Dreyri Töltmót á ís. Mótið verður haldið Gudduvatni sem er í landi Fiskilækjar í Melasveit. Þetta er í ca. 45 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík í átt að Borgarnesi. Ísinn er frábær og veðurspáin hagstæð. Sport 27. febrúar 2007 16:17
FT-norður verðlaunar reiðmennsku Eins og samþykkt var á stjórnarfundi á haustdögum þá veitti norðurdeild Félags tamningamanna viðurkenningu fyrir fallega og góða reiðmennsku á Bautatöltinu nú á dögunum. Sport 27. febrúar 2007 15:51
Myvatn open næstkomandi laugardag Nú er að koma að því. Myvatn open er næstkomandi laugardag ísinn frábær og veðurspáin nokkuð góð. Meðal þeirra sem hafa skráð sig er Bjarni Jónasson með Kommu frá Garði. Tamningameistarinn Benedikt Líndal hefur þegið boð mótsnefndar um að koma og keppa. Sport 27. febrúar 2007 15:49
Smali og Stóðhestasýning á Meistaradeild VÍS Á fimmtudagskvöldið næstkomandi er von á stórskemmtilegu kvöldi fyrir áhorfendur Meistaradeildar VÍS. Hin stórskemmtilega hraðafimi verður háð, en hraðafimin eða smalinn eins og hann er oftast kallaður, er keppnisgrein sem reynir á lipurð og snerpu hestsins og útsjónasemi knapans. Sport 27. febrúar 2007 09:20
Hestasýningin Apassionata 2007 Stórsýningin Apassionata var haldin í Finnlandi helgina 2 – 4 febrúar síðastliðinn í stórri sýningarhöll í Helsinki. Í heild voru þetta 4 sýningar og á þær mættu 30.000 manns eða um 7500 manns á hverja sýningu sem segir allt um áhugann á svona sýningum erlendis. Sport 14. febrúar 2007 22:00
Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Sport 12. febrúar 2007 07:22
Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi í Meistaradeildinni Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi Meistaradeildar VÍS sem haldin var síðastliðin fimmtudag í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Atli varð efstur í B-úrslitum og kom svo að því að Þorvaldur Árni og Atli þurftu að fara í bráðabana í A-úrslitum. Atli reið Dynjanda frá Dalvík og Þorvaldur Árni á landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og komu þeir hnífjafnir eftir A-úrslitin og sigruðu Atli og Dynjandi að lokum eftir hreint frábæran bráðabana.. Sport 6. febrúar 2007 09:40
Meistaradeildin hefst á morgun Meistaradeild Vís í hestaíþróttum hefst á morgun fimmtudaginn 1. febrúar á keppni í fjórgangi. Keppnin hefst tímanlega klukkan 19.30. Meðfylgjandi er ráslisti keppninnar. Sport 31. janúar 2007 17:03
Úrtöku Meistaradeildar lokið Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er orðin fullskipuð þátttakendum eftir úrtöku í Ölfushöllinni í gær. Það má segja að landslið dómara hafi verið saman komið til að hita sig upp og stilla sig af fyrir átök nýs árs. Keppni að þessu tagi þar sem keppt er í fjórgangi og fimmgangi í janúar er nýbreytni og mjög krefjandi fyrir keppendur og hesta þeirra enda hvorki menn né hestar komnir í sitt besta form eins og gefur að skilja. Sport 21. janúar 2007 14:39
Ísleikar á Svínavatni Gæðingakeppni á ís verður haldin á Svínavatni A. Hún laugardaginn 10 mars. Á Svínavatni er mjög traustur ís og vatnið stórt. Þegar þar voru ísleikar sl. vetur komu nokkrir áhorfendur á flugvél og lentu á ísnum. Flugstjóri af breiðþotum hafði á orði að þarna væri svo góður ís og svo mikið rými að hægt væri að lenda þarna á stórum vélum. Sport 19. janúar 2007 16:31
Hestaíþróttakona og maður ársins 2006 Íþrótta og Ólympíusamband Íslands hélt sitt árlega hóf á Grand Hótel þar sem íþróttafólk sem skarað hefur fram úr á árinu var verðlaunað. Eins og fram hefur komið varð Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi hlutskarpastur í kjörin um íþróttamann ársins 2006. Sport 17. janúar 2007 16:45
Flottar tamningaraðferðir Það gerist ekki flottara samspilið á milli manns og hests eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Þetta myndband sýnir ótrúlegar aðferðir sem notaðar eru til að temja og þjálfa hross. Þetta myndband er kynning kennsluaðferðum hjá skóla sem heitir Nevzorov. Sport 13. janúar 2007 08:31
Töfri frá Selfossi á leið til Noregs Ingimar Baldvinsson hefur selt stóðhest sinn Töfra frá Selfossi til Noregs. Í samtali við Hestafréttir nú í kvöld sagði Ingimar að söknuðurinn væri mikill og þó sérstaklega hjá börnum sínum sem hafa alist upp með hestinum frá upphafi. Það var Nina Grövdal / Havhesten Hestoppdret sem keypti klárinn og fer hann út fyrr en áætlað var en brottför hans er í næstu viku. Sport 12. janúar 2007 07:23
10 dagar í úrtöku Meistaradeildar Nú eru aðeins 10 dagar í að úrtaka fyrir Meistaradeild VÍS fer fram í Ölfushöll á Ingólfshvoli, en hún verður haldin laugardaginn 20. janúar næstkomandi. Það er mikill hugur í mönnum fyrir úrtökuna og keppast menn nú í hverju horni að þjálfa þann klár sem stefna skal með í úrtökuna. Sport 11. janúar 2007 09:16
Folald sem leikur sér eins og hundur Átta vikna gamalt folald af tegundinni shetlands pony upplifir sig eins og hund eftir að hryssan afneitaði því eftir að hún kastaði. Eigandi folaldsins sem býr í Englandi segir að eftir að hún tók að sér að fæða folaldið og vaka yfir því ásamt Labrador hundinum á bænum þá hagi folaldið sér eins og heimilishundurinn og því líki það vel. Sport 9. janúar 2007 20:17
Þórarinnn Eymundsson valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2006 Val á Íþróttamanni Skagafjarðar 2006 var kynnt í Frímúrarasalnum á milli jóla og nýars. Það var hinn snjalli knapi Þórarinn Eymundsson frá Hestamannafélaginu Stíganda sem hlaut heiðurinn að þessu sinni en Þórarinn vann mikið af mótum árið 2006 og ver meðal fremstu manna í fjölmörgum mótum. Sport 2. janúar 2007 15:46
Íslenskir hestar á stórsýningu Apassionata Apassionata er ein af stærstu hestasýningum í heimi og ein stórkostlegasta upplifun sem nokkur hestamaður getur upplifað. Á sýningarprógrammi fyrir Evrópu eru íslenskir hestar og er það Styrmir Árnason sem sér um program íslensku hestanna á sýningunni. Sýningaratriði íslenska hópsins er stórfenglegt og hefst það með víkingaskipi sem rennur inn í höllina, svo blása hverir og á sviðinu er glóandi hraun. Sport 2. janúar 2007 00:18
Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum “Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna” sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sport 28. desember 2006 07:45
Leggja til breytingar á hertum reglum HPA Eftir að hafa orðið fyrir almennri gagnrýni á þessu ári vegna meðferðar á Tennessee ganghestum, hafa sumir leiðtogar í greininni lagt til harðari viðurlög fyrir þá sem eru staðnir að því að misbjóða hestum í ágóðaskyni. "Við viljum sjá hrossin kynnt á þann hátt að fólk geti notið þess, vegna þess að þetta er frábærasti hestur í heimi," sagði þjálfarinn Wink Groover á mánudaginn síðastliðinn. Sport 27. desember 2006 16:09
Styttist í úrtöku fyrir Meistaradeildina Atli Guðmundsson var sigurvegari í síðustu Meistaradeild í hestaíþróttum sem haldin var í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli með 44 stig. Það var aðeins eitt stig sem skildu að fyrsta og annað sætið en það var Sigurður Sigurðarson sem hafnaði í öðru sæti með 43 stig. Sport 27. desember 2006 10:39
Þáttur um þolreið íslenska hestsins á Vef TV Hestafrétta Síðastliðið vor var Þolreiðarkeppni íslenska hestsins haldin á vegum Þórarinns (Póra) í Laxnesi. Keppnin hófst í Víðidal og var riðið í Laxnes. Póri í Laxnesi hefur heldur betur lyft grettistaki í þessari keppnisgrein og var hún nú einnig haldin í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Sjónvarpsþáttur um keppnina er nú kominn inn á Vef TV Hestafrétta. Sport 26. desember 2006 15:41
Vilmundur hæstur í Bluppinu Stóðhesturinn Vilmundur frá Feti stendur allra hesta hæst í nýju kynbótamati en hann hlýtur þar 131 stig og er efstur í flokki stóðhesta með 122 stig og færri en 15 dæmd afkvæmi. Fjöldi hrossa frá Feti stendur ofarlega á listum kynbótamatsins, en einna mesta athygli vekur að hryssan Ásdís frá Neðra-Ási, ein helsta ræktunarhryssa Fet búsins er komin inn á listann yfir hryssur sem ná 1. verðlaunum fyrir afkvæmi. Sport 23. desember 2006 09:15
Strangari refsingar íhugaðar vegna ofbeldis gagnvart Tennessee Walking hestum Sumir leiðtogar í Tennessee ganghesta iðnaðinum (Tennessee Walking Horse National) hafa lagt til að harðari viðurlög verði sett fyrir þá sem staðnir eru að því að misþyrma hestum í hagnaðarskyni. USDA er að vinna að nýrri reglugerð til að framfylgja lögum um hrossavernd sem sett verða 2007. Sport 21. desember 2006 12:13
Hlutafélag um Þrist frá Þorlákshöfn Líklega fjölmennasta hlutafélag landsins um stóðhest var stofnað síðastliðinn sunnudag þegar einkahlutafélagið Hestapil ehf. leit dagsins ljós. Fjölmennur fundur var í Hveragerði þar sem stór hluti af þeim 48 hluthöfum mætti til að ganga endanlega frá stofnun félagsins. Mikill og góður andi var í hópnum sem hittist í hesthúsinu að Hvoli 2 í Ölfusi til að líta Þrist frá Þorlákshöfn augum. Sport 21. desember 2006 09:26
Hugi frá Hafsteinsstöðum í Húsdýragarðinum Stóðhesturinn Hugi frá Hafsteinsstöðum er kominn til vetrardvalar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Hann er fæddur Hildi Claessen á Hafsteinsstöðum árið 1991 og er því á 16. vetri. Hugi er undan Hrafni frá Holtsmúla og Sýn frá Hafsteinsstöðum og er rauðblesóttur glófextur á lit. Sport 13. desember 2006 21:55
Styttist í Meistaradeild í hestaíþróttum 2007 Nú styttist í úrtöku fyrir Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum, en hún fer fram 20. janúar í Ölfushöll. Fimm vikur eru fljótar að líða og eru úrtökuknapar hvattir til að huga að keppnishestum sínum. Úrtakan er öllum opin og verður keppt í fjórgangi og fimmgangi. Sport 13. desember 2006 21:54
Tveir slasast eftir að hestur missir stjórn á sér Í vikunni vann brokkhesturinn Loopylou stórsigur í kerrukappreiðum sem haldnar voru í Noregi en nokkrum mínútum eftir sigurinn varð hann fyrir bíl á þjóðvegi eitt í Þrándheim. Þetta vildi til eftir að knapinn var búinn að ríða heiðurshringinn þá fældist hesturinn af einhverjum orsökum og missti knapinn stjórn á honum og féll úr vagninum sem hesturinn dró á eftir sér. Sport 10. desember 2006 10:21