Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk

Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

„Bubka er djöfullinn“

Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu.

Sport
Fréttamynd

Pútín hótar hefndum fyrir inn­rásina í Kúrsk

Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínu­menn vilji valda upp­lausn

Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar lýsa yfir neyðar­á­standi

Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu.

Erlent
Fréttamynd

Tók á móti fyrstu F-16 þotunum

Úkraínumenn hafa tekið á móti fyrstu F-16 herþotunum. Þetta staðfesti Volódómír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundi þar sem tvær slíkar þotur voru í bakgrunni. 

Erlent
Fréttamynd

„Ekkert forsetabíla-hókuspókusprútt hér alla daga“

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi með meiru rekur Islandus Bíla og hann segir mottó sitt og sinna manna vera það að vera ávallt með ódýrustu bílana. Hann býður ódýrari Volvó, ódýrari en sem nemur því sem Halla Tómasdóttir þurfti að borga fyrir sinn, afslátt sem nemur tveimur milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Biden lýsti að­dáun á Ís­landi og hrósar fram­lagi til NATO

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rússar reyndu að ráða for­stjóra Rheinmetall af dögum

Bandarísk yfirvöld komust að því í upphafi árs að rússnesk stjórnvöld hefðu áform um að drepa Armin Papperger, forstjóra þýska fyrirtækisins Rheinmetall. Fyrirtækið er einn stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og hefur sent hergögn í gífurlegu magni til Úkraínu. Þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið, eftir að hafa verið vöruð við af bandarísku leyniþjónustunni.

Erlent
Fréttamynd

Rússar herða fjand­sam­legar að­gerðir gegn NATO-ríkjum

Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu. Reiknað er með að Úkraínumenn fái langþráðar F16 herþotur í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mikill aðstoðarpakki á leiðinni

Jens Stoltenberg, fráfarandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, segist ætla að bandalagsþjóðir samþykki að veita Úkraínumönnum umfangsmikinn aðstoðarpakka á afmælisfundi bandalagsins sem hófst í Washington í gær og stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar styrkja varnir kvenna í Úkraínu

Utanríkisráðherra greindi frá sjötíu og fimm milljón króna framlagi Íslands á leiðtogafundi NATO í gærkvöldi, til að efla búnað kvenna á víglínunni í varnarbaráttu Úkraínu gegn innrás Rússa. Konur gegndu mikilvægu hlutverki í stríðinu og áríðandi að hlusta eftir röddum þeirra á þeirra eigin forsendum.

Erlent
Fréttamynd

Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flaugin greini­lega úr rúss­nesku vopna­búri

Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri.

Erlent
Fréttamynd

Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu

Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Evrópa og myrkrið fram­undan

Úkraínustríðið hefur nú staðið yfir í hér um bil tvö og hálft ár ef miðað er við innrás Rússneska hersins í Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár sé miðað er við yfirtöku Rússlands á Krímskaganum árið 2014.

Skoðun