Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2025 06:57 Ráðamenn í Evrópu hafa ítrekað að það verði ekki samið um framtíð Úkraínu án Úkraínumanna. AP/Christophe Petit-Tesson Stjórnvöld í sjö Evrópuríkjum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þau þyrftu að eiga aðild að viðræðum um endalok átaka í Úkraínu, sem og ráðamenn þar í landi. Það ætti að vera sameiginlegt markmið að Úkraína gengi til viðræðna í sterkri stöðu. Ganga þyrfti úr skugga um að öryggi Úkraínu yrði tryggt, svo og varanlegur friður. Undir þetta rituðu utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Póllands, Ítalíu, Spánar og Úkraínu. Yfirlýsingin, sem einnig var undirrituð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, var send út eftir fund utanríkisráðherra í París og í kjölfar fregna þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta um að hefja viðræður um Úkraínu. Ráðamenn í Evrópu eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af því að Trump og Pútín séu að ræða og semja um eitthvað sem varðar öryggi og stöðugleika í álfunni, án þeirra aðkomu. Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, sagði til að mynda í gær að það gæti ekki orðið varanlegur friður í Úkraínu án aðkomu annarra Evrópuríkja. Þá ítrekuðu utanríkisráðherrar Þýskalands og Spánar að engar ákvarðanir yrðu teknar um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Spurð að því í gær hvaða Evrópuríki ættu aðild að þeim viðræðum sem Trump hefur boðað svaraði fjölmiðlafulltrú hans Karoline Leavitt að hún gæti ekki nefnt neina þjóð eins og er. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun funda með ráðherrum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í vikunni en hann hefur útilokað aðild til handa Úkraínu. Þá sagði hann í gær að það væri óraunhæft að ætla að Úkraína myndi endurheimta landamæri sín eins og þau voru áður en Rússar tóku Krímskaga árið 2014. Guardian greindi frá. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Það ætti að vera sameiginlegt markmið að Úkraína gengi til viðræðna í sterkri stöðu. Ganga þyrfti úr skugga um að öryggi Úkraínu yrði tryggt, svo og varanlegur friður. Undir þetta rituðu utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Póllands, Ítalíu, Spánar og Úkraínu. Yfirlýsingin, sem einnig var undirrituð af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, var send út eftir fund utanríkisráðherra í París og í kjölfar fregna þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta um að hefja viðræður um Úkraínu. Ráðamenn í Evrópu eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af því að Trump og Pútín séu að ræða og semja um eitthvað sem varðar öryggi og stöðugleika í álfunni, án þeirra aðkomu. Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, sagði til að mynda í gær að það gæti ekki orðið varanlegur friður í Úkraínu án aðkomu annarra Evrópuríkja. Þá ítrekuðu utanríkisráðherrar Þýskalands og Spánar að engar ákvarðanir yrðu teknar um Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna. Spurð að því í gær hvaða Evrópuríki ættu aðild að þeim viðræðum sem Trump hefur boðað svaraði fjölmiðlafulltrú hans Karoline Leavitt að hún gæti ekki nefnt neina þjóð eins og er. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun funda með ráðherrum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í vikunni en hann hefur útilokað aðild til handa Úkraínu. Þá sagði hann í gær að það væri óraunhæft að ætla að Úkraína myndi endurheimta landamæri sín eins og þau voru áður en Rússar tóku Krímskaga árið 2014. Guardian greindi frá.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira