Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Hinn fjöl­hæfi Viktor Ör­lygur er einnig fimur á sauma­vélinni

Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Hvernig ertu í lit?

„Þegar ég sé svona gæja eins og þig, finnst mér öll veröldin breyta um svip. Þú hefur þannig áhrif á mig, að ég fell í yfirlið“ sungu Dúkkulísurnar á níunda áratugnum í laginu Svarthvíta hetjan mín sem hefur reglulega verið leikið af stuðningsmönnum sem óður til hetjanna í liði KR þegar best lætur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Búin að vera skrýtin stemning“

Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“

„Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR og Aberdeen vinna saman

KR-ingar hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára við skoska knattspyrnufélagið Aberdeen. Samningurinn felur í sér ýmsa ráðgjöf og þjónustu fyrir sigursælasta félag íslenskrar knattspyrnusögu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigur Þróttar Vogum í næstefstu deild

Þróttur Vogum hafði betur í fyrsta skipti í sögu félagsins í leik í næstefstu deild í fótbotla karla þegar liðið lagði nágranna sína, Grindavík, að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar í kvöld. 

Fótbolti