Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni

Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Hong Kong í Þorpið

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári

KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafn­tefli í loka­leik Lengju­deildar

Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Íslenski boltinn