Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um tvö sæti frá síðasta tímabili. Rúnar Kristinsson er að hefja sitt fimmta tímabil sem þjálfari KR eftir að hann sneri aftur í Vesturbæinn eftir að hafa þjálfað í Noregi og Belgíu. Þetta seinna skeið Rúnars hjá KR hefur ekki verið jafn gjöfult og það fyrra (2010-14). Þá vann KR tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Frá því Rúnar kom aftur í KR hefur liðið bara unnið Íslandsmeistaratitilinn 2019. KR var aldrei í titilbaráttu á síðasta tímabili en náði Evrópusæti í lokaumferðinni. Stærsta breytingin á leikmannahópi KR er að fyrirliði liðsins sem og leikja- og markahæsti leikmaður í sögu þess, Óskar Örn Hauksson, er horfinn á braut eftir fimmtán ár í Frostaskjólinu. Fyrir utan Óskar eru aðalleikararnir í KR þeir sömu og í fyrra. Liðið hefur hins vegar bætt við sig miðjumanninum Halli Hanssyni, landsliðsmanni frá Færeyjum sem er samkvæmt orðinu á götunni launahæsti leikmaður deildarinnar, og svo nokkrum aukaleikurum. Kjartan Henry verið að glíma við meiðsli í vetur og byrjar í tveggja leikja banni. Kristján Flóki Finnbogason fótbrotnaði í æfingaleik nýverið og verður líklega frá keppni í allt sumar. Það er því ljóst að téðir aukaleikarar þurfa að stíga upp ef ekki á illa að fara. Klippa: Besta spáin - 5. sæti - Svipmyndir af KR Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (4. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 52 prósent stiga í húsi (11 af 21) Júní: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) - Besti dagur: 25. ágúst Tryggðu sér sæti í Evrópukeppninni með 2-0 sigri á Stjörnunni sem var fimmti sigur liðsins í sex leikjum. Versti dagur: 28. júní 2-1 tap á móti Stjörnunni á heimavelli sem þýddi að KR-liðið hafði tapað þremur og aðeins unnið einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 3. sæti 41 stig) Sóknarleikur: 6. sæti (35 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti (19 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 8. sæti (15 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti (26 stig) Flestir sigurleikir í röð: 4 (16. ágúst til 11. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Kjartan Henry Finnbogason 7 Flestar stoðsendingar: Kennie Knak Chopart og Stefán Árni Geirsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Kjartan Henry Finnbogason 10 Flest gul spjöld: Grétar Snær Gunnarsson og Kennie Knak Chopart 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið KR í sumar.vísir/hjalti Kristinn Jónsson, bakvörður (f. 1990): Einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Verið algjör lykilmaður í öllu sem KR gerir og á skilið að berjast um titla. Er að öðrum ólöstuðum besti og mikilvægasti leikmaður liðsins. Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður (f. 1984): Fyrirliði þeirra KR-inga og akkerið á miðjunni. Fær það hlutverk að sitja djúpt og leyfa Theódóri Elmari Bjarnasynu og Halli Hanssyni að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Er ekkert að yngjast og spurning hvernig hann mun höndla aukið álag. Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður (f. 1986): Missir af fyrstu tveimur leikjum sumarsins vegna leikbanns. Ef KR ætlar að vera með í toppbaráttunni má þessi magnaði leikmaður ekki missa af fleiri leikjum. Skemmtilegur karakter og enn skemmtilegri leikmaður með nef fyrir mörkum. Skoraði 7 í 17 leikjum í fyrra og vill eflaust gera enn betur í ár. Ekki vantar neitt upp á reynsluna og þekkinguna hjá Kristni Jónssyni, Pálma Rafni Pálmasyni og Kjartani Henry Finnbogasyni.vísir/hulda margrét Fylgstu með: Stefán Árni Geirsson, kantmaður (f. 2000) Sýndi lipra takta á síðustu leiktíð en fær enn veigameira hlutverk í ár. Er einn óútreiknanlegasti leikmaður liðsins en í ár þarf þessi U-21 árs landsliðsmaður að skila mörkum og stoðsendingum ætli KR sé að vera í titilbaráttu. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi KR.vísir/hjalti KR-ingar hefja nú lífið eftir brotthvarf Óskars Arnar Haukssonar, eins dáðasta leikmanns í sögu félagsins, en aðrir leikmenn sem félagið missti í vetur voru í litlu eða engu hlutverki í fyrra. KR gerði ein af allra mest spennandi viðskiptum vetrarins þegar félagið fékk færeyska landsliðsfyrirliðann Hall Hansson á miðjuna hjá sér. Hallur lék síðast með danska liðinu Vejle og var áður hjá Horsens, þar sem hann var liðsfélagi Kjartans Henrys, og á að baki 69 A-landsleiki. Aðrir leikmenn sem KR hefur bætt við sig eiga eftir að sýna að þeir eigi heima í liði sem ætlar í toppbaráttu. Hinn stóri og kraftmikli Stefan Ljubicic skoraði þó sex deildarmörk fyrir HK í fyrra og Sigurður Bjartur Hallsson raðaði inn mörkum í Lengjudeildinni í fyrra. Aron Snær Friðriksson var aðalmarkvörður Fylkis og mun veita Beiti aðhald, og Aron Kristófer Lárusson lék bæði sem bakvörður og kantmaður með Skagamönnum. Hversu langt er síðan að KR .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 8 ár (2014) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 45 ár (1977) ... átti markakóng deildarinnar: 8 ár (Gary Martin 2014) ... átti besta leikmann deildarinnar: 3 ár (Óskar Örn Hauksson 2019) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Finnur Tómas Pálmason 2019) Að lokum … Theódor Elmar ætlar að sýna sínar bestu hliðar í sumar.Vísir/Hulda Margrét KR er eins og síðustu ár með mjög leikreynt og lið og stillir vanalega upp byrjunarliði þar sem meðalaldurinn er rúmlega þrjátíu ár. Það vantar ekkert upp á reynsluna eða kunnáttuna í röðum KR en í honum eru átta leikmenn sem hafa leikið landsleiki og níu sem hafa spilað sem atvinnumenn. En þeir eru langflestir á röngum enda ferilsins. Ef KR ætlar að gera betur en undanfarin tvö tímabil og þjarma almennilega að toppliðunum verða Meistaravellir að standa undir nafni. Sumarið 2020 var KR með tíunda besta árangurinn á heimavelli og í fyrra með þann áttunda besta. KR-ingar hafa aftur á móti aðeins tapað einum útileik undanfarin tvö tímabil. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Reykjavík Tengdar fréttir Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um tvö sæti frá síðasta tímabili. Rúnar Kristinsson er að hefja sitt fimmta tímabil sem þjálfari KR eftir að hann sneri aftur í Vesturbæinn eftir að hafa þjálfað í Noregi og Belgíu. Þetta seinna skeið Rúnars hjá KR hefur ekki verið jafn gjöfult og það fyrra (2010-14). Þá vann KR tvo Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Frá því Rúnar kom aftur í KR hefur liðið bara unnið Íslandsmeistaratitilinn 2019. KR var aldrei í titilbaráttu á síðasta tímabili en náði Evrópusæti í lokaumferðinni. Stærsta breytingin á leikmannahópi KR er að fyrirliði liðsins sem og leikja- og markahæsti leikmaður í sögu þess, Óskar Örn Hauksson, er horfinn á braut eftir fimmtán ár í Frostaskjólinu. Fyrir utan Óskar eru aðalleikararnir í KR þeir sömu og í fyrra. Liðið hefur hins vegar bætt við sig miðjumanninum Halli Hanssyni, landsliðsmanni frá Færeyjum sem er samkvæmt orðinu á götunni launahæsti leikmaður deildarinnar, og svo nokkrum aukaleikurum. Kjartan Henry verið að glíma við meiðsli í vetur og byrjar í tveggja leikja banni. Kristján Flóki Finnbogason fótbrotnaði í æfingaleik nýverið og verður líklega frá keppni í allt sumar. Það er því ljóst að téðir aukaleikarar þurfa að stíga upp ef ekki á illa að fara. Klippa: Besta spáin - 5. sæti - Svipmyndir af KR Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (4. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 52 prósent stiga í húsi (11 af 21) Júní: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) - Besti dagur: 25. ágúst Tryggðu sér sæti í Evrópukeppninni með 2-0 sigri á Stjörnunni sem var fimmti sigur liðsins í sex leikjum. Versti dagur: 28. júní 2-1 tap á móti Stjörnunni á heimavelli sem þýddi að KR-liðið hafði tapað þremur og aðeins unnið einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 3. sæti 41 stig) Sóknarleikur: 6. sæti (35 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti (19 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 8. sæti (15 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti (26 stig) Flestir sigurleikir í röð: 4 (16. ágúst til 11. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Kjartan Henry Finnbogason 7 Flestar stoðsendingar: Kennie Knak Chopart og Stefán Árni Geirsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Kjartan Henry Finnbogason 10 Flest gul spjöld: Grétar Snær Gunnarsson og Kennie Knak Chopart 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið KR í sumar.vísir/hjalti Kristinn Jónsson, bakvörður (f. 1990): Einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Verið algjör lykilmaður í öllu sem KR gerir og á skilið að berjast um titla. Er að öðrum ólöstuðum besti og mikilvægasti leikmaður liðsins. Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður (f. 1984): Fyrirliði þeirra KR-inga og akkerið á miðjunni. Fær það hlutverk að sitja djúpt og leyfa Theódóri Elmari Bjarnasynu og Halli Hanssyni að taka virkan þátt í sóknarleiknum. Er ekkert að yngjast og spurning hvernig hann mun höndla aukið álag. Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður (f. 1986): Missir af fyrstu tveimur leikjum sumarsins vegna leikbanns. Ef KR ætlar að vera með í toppbaráttunni má þessi magnaði leikmaður ekki missa af fleiri leikjum. Skemmtilegur karakter og enn skemmtilegri leikmaður með nef fyrir mörkum. Skoraði 7 í 17 leikjum í fyrra og vill eflaust gera enn betur í ár. Ekki vantar neitt upp á reynsluna og þekkinguna hjá Kristni Jónssyni, Pálma Rafni Pálmasyni og Kjartani Henry Finnbogasyni.vísir/hulda margrét Fylgstu með: Stefán Árni Geirsson, kantmaður (f. 2000) Sýndi lipra takta á síðustu leiktíð en fær enn veigameira hlutverk í ár. Er einn óútreiknanlegasti leikmaður liðsins en í ár þarf þessi U-21 árs landsliðsmaður að skila mörkum og stoðsendingum ætli KR sé að vera í titilbaráttu. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi KR.vísir/hjalti KR-ingar hefja nú lífið eftir brotthvarf Óskars Arnar Haukssonar, eins dáðasta leikmanns í sögu félagsins, en aðrir leikmenn sem félagið missti í vetur voru í litlu eða engu hlutverki í fyrra. KR gerði ein af allra mest spennandi viðskiptum vetrarins þegar félagið fékk færeyska landsliðsfyrirliðann Hall Hansson á miðjuna hjá sér. Hallur lék síðast með danska liðinu Vejle og var áður hjá Horsens, þar sem hann var liðsfélagi Kjartans Henrys, og á að baki 69 A-landsleiki. Aðrir leikmenn sem KR hefur bætt við sig eiga eftir að sýna að þeir eigi heima í liði sem ætlar í toppbaráttu. Hinn stóri og kraftmikli Stefan Ljubicic skoraði þó sex deildarmörk fyrir HK í fyrra og Sigurður Bjartur Hallsson raðaði inn mörkum í Lengjudeildinni í fyrra. Aron Snær Friðriksson var aðalmarkvörður Fylkis og mun veita Beiti aðhald, og Aron Kristófer Lárusson lék bæði sem bakvörður og kantmaður með Skagamönnum. Hversu langt er síðan að KR .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 8 ár (2014) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 45 ár (1977) ... átti markakóng deildarinnar: 8 ár (Gary Martin 2014) ... átti besta leikmann deildarinnar: 3 ár (Óskar Örn Hauksson 2019) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Finnur Tómas Pálmason 2019) Að lokum … Theódor Elmar ætlar að sýna sínar bestu hliðar í sumar.Vísir/Hulda Margrét KR er eins og síðustu ár með mjög leikreynt og lið og stillir vanalega upp byrjunarliði þar sem meðalaldurinn er rúmlega þrjátíu ár. Það vantar ekkert upp á reynsluna eða kunnáttuna í röðum KR en í honum eru átta leikmenn sem hafa leikið landsleiki og níu sem hafa spilað sem atvinnumenn. En þeir eru langflestir á röngum enda ferilsins. Ef KR ætlar að gera betur en undanfarin tvö tímabil og þjarma almennilega að toppliðunum verða Meistaravellir að standa undir nafni. Sumarið 2020 var KR með tíunda besta árangurinn á heimavelli og í fyrra með þann áttunda besta. KR-ingar hafa aftur á móti aðeins tapað einum útileik undanfarin tvö tímabil. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (4. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 52 prósent stiga í húsi (11 af 21) Júní: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Júlí: 83 prósent stiga í húsi (10 af 12) Ágúst: 67 prósent stiga í húsi (10 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) - Besti dagur: 25. ágúst Tryggðu sér sæti í Evrópukeppninni með 2-0 sigri á Stjörnunni sem var fimmti sigur liðsins í sex leikjum. Versti dagur: 28. júní 2-1 tap á móti Stjörnunni á heimavelli sem þýddi að KR-liðið hafði tapað þremur og aðeins unnið einn af fyrstu fimm heimaleikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 3. sæti 41 stig) Sóknarleikur: 6. sæti (35 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti (19 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 8. sæti (15 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti (26 stig) Flestir sigurleikir í röð: 4 (16. ágúst til 11. september) Flestir tapleikir í röð: 1 (Fimm sinnum) Markahæsti leikmaður: Kjartan Henry Finnbogason 7 Flestar stoðsendingar: Kennie Knak Chopart og Stefán Árni Geirsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Kjartan Henry Finnbogason 10 Flest gul spjöld: Grétar Snær Gunnarsson og Kennie Knak Chopart 7
Hversu langt er síðan að KR .... ... varð Íslandsmeistari: 3 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 8 ár (2014) ... endaði á topp þrjú: 1 ár (2021) ... féll úr deildinni: 45 ár (1977) ... átti markakóng deildarinnar: 8 ár (Gary Martin 2014) ... átti besta leikmann deildarinnar: 3 ár (Óskar Örn Hauksson 2019) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 3 ár (Finnur Tómas Pálmason 2019)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Job á Brekkunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. 11. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti