Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Ég er mögu­lega búinn að spila minn síðasta leik“

„Nú get ég verið hin 99 prósentin  af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hann var ekki fal­legur drengurinn“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir meiðslin sem Aron Elís Þrándarson varð fyrir í 2-1 sigri liðsins á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í gær ekki vera alvarleg. Þó vissulega líti þau ekki vel út.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ef ég get verið í stutt­buxum og bol væri það frá­bært“

„Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fer­tug Fríða er alls ekki hætt

Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ekki hætt í fótbolta og hún skoraði í mikilvægum sigri Selfyssinga í Lengjudeildinni í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Karakter að koma til baka“

„Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag.

Íslenski boltinn