Uppgjör og viðtöl: KR - Breiðablik 2-3 | Blikar sóttu þrjú stig á grasinu í Vesturbænum Breiðablik er komið á sigurbraut í Bestu deild karla eftir 3-2 sigur á KR á grasinu í Vesturbænum. Breiðablik komst 2-0 yfir seint í síðari hálfleik og virtist vera að sigla sigrinum þægilega í hús en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 20:30
„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 18:45
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 18:28
Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 17:16
Uppgjör og viðtöl: ÍA-FH 1-2 | FH-ingar sóttu sigur á Skagann Eftir tvo stórsigra í röð tapaði ÍA fyrir FH í Akraneshöllinni, 1-2. Logi Hrafn Róbertsson skoraði sigurmark FH-inga eftir að Kjartan Kári Halldórsson hafði skorað fyrra markið úr aukaspyrnu lengst utan af velli. Er þetta annað langskotið sem Kjartan Kári skorar úr á leiktíðinni. Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 17:05
„Björn Daníel sagði mér að skjóta“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var sáttur í leikslok eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn ÍA í miklum baráttuleik í Bestu deild karla í fótbolta. Lokatölur í Akraneshöllinni 0-1. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 16:55
Uppgjör og viðtöl: Vestri - HK 1-0 | Benedikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 16:35
„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 12:02
Spila loks vestur í bæ: „Held það verði fullt í Frostaskjólinu frá hádegi“ „Það er mikil spenna og verður gaman að spila fyrsta leikinn á alvöru heimavellinum,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, sem spilar sinn fyrsta leik á Meistaravöllum í Bestu deild karla í dag. Verkefnið er af stærri gerðinni en Breiðablik kemur í heimsókn í kvöld. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 11:10
Sjáðu ótrúlegan vítadóm í Keflavík og fernu Söndru Maríu Nítján mörk voru skoruð þegar önnur umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fór öll fram í gær. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var í miklum ham og eitt ótrúlegasta atvik sumarsins leit dagsins ljós í Keflavík. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 11:01
Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 19:35
Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 18:15
Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 18:10
„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 17:21
Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 16:37
„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 16:36
Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 16:16
Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 27. apríl 2024 16:16
„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. Íslenski boltinn 26. apríl 2024 23:30
Fékk prófessorsnafnið frá Gaupa: „Ég er bölvaður nörd“ Besta upphitunin hefur göngu sína að nýju og hitað verður upp fyrir hverja umferð deildarinnar í sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Gestur dagsins var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. Íslenski boltinn 26. apríl 2024 18:00
Víkingar fengu góða sumargjöf Stuðningsmenn Víkings fengu góða sumargjöf í gær. Þrír af efnilegustu leikmönnum félagsins skrifuðu þá undir nýjan samning við það. Íslenski boltinn 26. apríl 2024 15:00
Stórleikur í Garðabænum og Fram mætir þriðju deildarliðinu Stjarnan og KR mætast í stórleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í fótbolta. Dregið var í hádeginu. Íslenski boltinn 26. apríl 2024 12:23
Berglind Björg komin með félagaskipti í Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur gengið formlega frá félagsskiptum sínum yfir í Vals en félagsskiptin hafa nú verið staðfest á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslenski boltinn 26. apríl 2024 11:00
Magnaðasta mark sumarsins á fyrsta degi þess? Ótrúlegt mark leit dagsins ljós í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag þegar David Toro Jimenez skoraði beint úr aukaspyrnu af eigin vallarhelmingi. Fótbolti 25. apríl 2024 19:57
Uppgjörið: Keflavík - Breiðablik 2-1| Sami Kamel afgreiddi Blika Breiðablik freistaði þess að svara fyrir skellinn gegn Víkingi á sunnudaginn þegar liðið sótti Lengjudeildarlið Keflavíkur heim í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Íslenski boltinn 25. apríl 2024 18:31
KR fékk ungan Svía fyrir gluggalok Meiðslum hrjáð lið KR náði að krækja í leikmann fyrir komandi átök í Bestu deildinni á lokadegi félagsskiptagluggans í gærkvöld. Þeir bregðast þannig við fámenni í framliggjandi stöðum á vellinum. Íslenski boltinn 25. apríl 2024 17:56
Bikarmeistararnir örugglega áfram eftir smá hikst Fimm leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla kl. 15:00 í dag. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings tryggðu sig örugglega áfram en D-deildar lið Víðis komst í 0-1 í upphafi leiks með ótrúlegu marki. Fótbolti 25. apríl 2024 17:10
350 þúsund krónur i sektir og tveir fá þriggja mánaða bann Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið hart á leikskýrslufölsun í leik KFK og Hvíta Riddarans í B deild Lengjubikarsins sem fram fór þann 22. mars 2024. Íslenski boltinn 25. apríl 2024 16:31
Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga. Íslenski boltinn 25. apríl 2024 16:03
Æfði með FH en fékk ekki samning og skipti síðan í Hauka Guðjón Pétur Lýðsson er kominn með nýtt lið en hann hefur skipt úr Grindavík í Hauka og spilar því C-deildinni í sumar. Íslenski boltinn 25. apríl 2024 13:31