Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Auðvitað er áhugi á mér“

„Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Bestu deild karla

Valur tekur á móti nýliðum Fylkis í eina leik dagsins í Bestu deild karla. Umferðin klárast svo á fimmtudag og sunnudag. Valur er í öðru sæti á eftir Víkingum sem eru með níu stigum meira. Fylkir er í næst neðsta sæti. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“

Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hann leikur þetta bara og fær vítið“

Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. 

Fótbolti
Fréttamynd

Alltaf erfitt á Selfossi

„Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir, sérstaklega á Selfossi. Þetta verður bara hörkuleikur,“ segir Lillý Rut Hlynsdóttir, leikmaður Vals, um verkefni dagsins. Valur og Selfoss mætast í Bestu deild kvenna klukkan 14:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur“

„Þetta var mjög vond byrjun á leiknum hjá okkur, það er svona fyrsta sem fer í gegnum hugann á mér núna eftir leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-0 tap gegn Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það verður gaman í kvöld, það er öruggt mál“

„Vorum frábærir í dag. Töluðum um það í vikunni að við vildum gefa Eyjunni og fólkinu á Eyjunni sem er búið að berjast fyrir tilveru þessa fallegu Eyju, sigur. Endurspegluðum vonandi þennan tíðaranda,“ sagði sigurreifur Hermann Hreiðarsson eftir 1-0 sigur ÍBV á Fram í Bestu deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Verðum að fara nýta færin betur“

Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af.

Íslenski boltinn