Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Morðgátan um Kaupþing Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Skoðun 3. desember 2008 00:01
Af hverju bankaleynd Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Skoðun 26. nóvember 2008 00:01
Glitnir kærir til FME „Nýi Glitnir hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu um meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyritæki,“ segir Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur bankans. Viðskipti innlent 26. nóvember 2008 00:01
Fyrstu sektir gætu numið 500 milljónum Reglugerð um skil og birtingu ársreikninga hefur tekið gildi. Ársreikningaskrá beitir sektum fyrir vanskil í fyrsta sinn. Í sumar áttu yfir tvö þúsund fyrirtæki eftir að skila reikningi. Viðskipti innlent 26. nóvember 2008 00:01
Teva tekur Barr Hluthafar í bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Barr Pharmaceuticals samþykktu um helgina yfirtökutilboð írsaelska lyfjafyrirtækisins Teva. Viðskipti erlent 26. nóvember 2008 00:01
Bankaleynd ekki aflétt „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins.“ Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Fréttablaðsins um gögn úr bankanum. Viðskipti innlent 26. nóvember 2008 00:01
Banakahólfið: Beðið eftir jólunum „Svartsýnin er víða í því óvenjulega ástandi sem nú ríkir. Það sést á breyttum neysluvenjum fólks sem velur af kostgæfni hvað það snæðir, sérstaklega um hátíðir,“ segir Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 06:00
Bankahólfið: Í vist hins opinbera Eins og fram hefur komið hefur sænska ríkið tekið yfir fjárfestingarbankann Carnegie, sem að hluta var í eigu Íslendinga. Mikael Ericson, sem settist í forstjórastólinn í sumar, var sæmilega sáttur þrátt fyrir allt þegar Markaðurinn heyrði í honum, enda kominn í faðm sænska ríkisins. Óvíst er þó hvort honum líki vistin. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 06:00
Bankahólfið: Nördastuð í kreppu Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins CCP sem á og rekur netleikinn Eve Online, sló í gegn á fjöldafundi um tækifærin í hátækni- og sprotageiranum á föstudag. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 06:00
Hagvöxtur og hamingja Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hávaxið fólk sé að jafnaði með hærri laun en aðrir og að ljóshært kvenfólk standi verr að vígi en dökkhært. Þeir sem eru örvhentir hafa að jafnaði 15 prósenta hærri laun en rétthentir kollegar þeirra og myndarlegir menn eru jafnan tekjuhærri. Skoðun 19. nóvember 2008 00:01
Hugleiða að taka Alfesca af markaði „Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Viðskipti innlent 19. nóvember 2008 00:01
Afleit staða Giftar Óvíst er að eignir fjárfestingafélagsins Giftar dugi fyrir skuldum. Samkvæmt skýrslu stjórnar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna. Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Fyrirtæki horfa til hjáleiðar með krónur „Við tökum gjaldeyri heim í gegnum Seðlabankann en erum í helvítis vandræðum. Þetta hefur þó aðeins verið að koma inn síðustu tvo daga,“ segir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Næstu gjalddagar 2010 „Við erum ekki með gjalddaga á bakinu þar til árið 2010. Það er langur tími í dag,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri afþreyingafyrirtækisins Senu. Hann segir fyrirtækið í góðri stöðu á íslenskum afþreyingarmarkaði. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Fjalla um fallið áður en yfir fennir „Þetta verður stutt en snörp bók um mestu efnahagsumbrot í sögu lýðveldisins,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, en hann vinnur nú að bók um sögu bankahrunsins. „Það hefur verið gríðarleg umræða um hrun bankanna í fjölmiðlum, og það hefur verið mjög erfitt fyrir fólk að fylgjast með hvað er að gerast og hafa yfirsýn yfir umræðuna og atburðarásina,“ segir Guðni. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Bakkavör aldrei lægri „Ég get ekki útskýrt hvers vegna gengi Bakkavarar er ekki hærra,“ sagði Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, á aðalfundi þess í vor. Hann vísaði til óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengi hlutabréfa í Bakkavör snerti 4,10 krónur á hlut í gær og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Vefurinn aðlagast öllu „Vefiðnaðurinn er síbreytilegur og best í stakk búinn til að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Þórlaug Ágústsdóttir, formaður Samtaka Vefiðnaðarins (SVEF). Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Í daglegri skoðun Svo gæti verið að viðskipti hefjist á allra næstu dögum, jafnvel í dag, með hlutabréf Existu, Spron og Straums, ef marka má þann orðróm sem barst víða um bankaheiminn í gær. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Vara við einhliða upptöku evru Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Af hverju einhliða upptaka evru er ekki góður kostur Það er margreynt lögmál að gjaldeyriskreppur og bankakreppur eru tvíburakreppur þar sem hin fyrri leiðir hina seinni. Þetta lögmál hefur því miður sannast á Íslandi og þegar þetta er skrifað er þegar nokkur fjöldi annarra landa sem þarf að glíma við þær tvíburasystur. Viðskipti innlent 12. nóvember 2008 00:01
Bankahólfið: Engin þota Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Viðskipti innlent 5. nóvember 2008 04:00
Þeir ríku verða ríkari … „Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári. Viðskipti innlent 1. nóvember 2008 00:01
Bankahólfið: Hann er sökudólgurinn! Bandaríska vikuritið Newsweek fer ekki í grafgötur með það hverjum megi kenna um vandamálin í alþjóðlegu efnahagslífi. Blaðinu dettur heldur ekki í hug að bíða þar til öldurnar hefur lægt og byrja þá að leita sökudólgsins, líkt og íslenskir stjórnmálamenn hafa ítrekað hamrað á síðustu daga. Viðskipti innlent 29. október 2008 05:00
Sameiningin átti að afstýra algjöru hruni Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Viðskipti innlent 29. október 2008 00:01
Stjórnvöld fá tillögur að gjöf „Við ætlum að afhenda stjórnvöldum pakka af tillögum með slaufu,“ segir Björk Guðmundsdóttir söngkona. Henni er full alvara Viðskipti innlent 29. október 2008 00:01
Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa „Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Viðskipti innlent 29. október 2008 00:01
UT gefinn of lítill gaumur „Upplýsingatækninni hefur verið gefinn allt of lítill gaumur síðan netbólan sprakk og menn einblínt á önnur tækifæri meðan fjármálageirinn óx,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir mikil útflutningstækifæri í upplýsingatækni. Viðskipti innlent 29. október 2008 00:01
Bankahólfið: Fá peninginn án flotaaðstoðar „Hrun íslenska hagkerfisins hefur verið ófögur sjón og hið versta er að breskir sparifjáreigendur virðast hafa tapað á öllu saman," sagði nýverið í sunnudagsblaði The Times. Blaðið benti þó á að fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði nokkuð gott og kvað Breta geta „endurheimt eitthvað af peningum sínum og það án þess að senda flotann á vettvang". Viðskipti innlent 22. október 2008 06:00