Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla Eva Magnúsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 ,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun