Tekur við stöðu rekstrarstjóra Stöðvar 2 Sigurður Amlín Magnússon hefur verið ráðinn í nýtt hlutverk rekstrarstjóra hjá Stöð 2. Viðskipti innlent 18. apríl 2024 09:19
Stjórnvöld vilja ekki bjóða erlendum fjárfestum upp á sérstöðu Íslands Ef það er raunverulega markmiðið að auka beina erlenda fjárfestingu og skapa umhverfi sem eflir hlutabréfamarkaðinn þá væri réttast að selja minnihluta í Landsvirkjun samhliða skráningu á markað og eins opna meira á erlent eignarhald í sjávarútvegi, að mati framkvæmdastjóra eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þótt Kauphöllin fari stækkandi þá endurspegli hún ekki vel íslenska hagkerfið á meðan stjórnvöld halda verndarhendi yfir þeim atvinnugreinum sem eru með sérstöðu á heimsvísu. Innherji 18. apríl 2024 06:30
Skynsamlegt að selja Íslandsbanka Ríkið á miklar eignir. Um 1.300 milljarða króna eru bundnar í eignarhaldi á um 40 ríkisfyrirtækjum, 900 fasteignum og yfir 400 jörðum. Skynsamlegt er að hefja skipulega sölu á þessum eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og minnka skuldir ríkissjóðs. Skoðun 17. apríl 2024 16:01
Hlutabréfafjárfesting er langtímafjárfesting Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Skoðun 17. apríl 2024 12:31
Lífeyrissjóðir stækkuðu stöðuna í Marel og fara með um 40 prósenta hlut Íslensku lífeyrissjóðirnir, einkum þeir stærstu, juku lítillega við hlutabréfastöðu sína í Marel í fyrra á afar sveiflukenndum og krefjandi tímum á markaði en að teknu tilliti til óbeins eignarhlutar í Eyri Invest fara sjóðirnir núna með samanlagt um fjörutíu prósenta hlut í félaginu. Bandaríska fyrirtækið JBT áformar að gera formlegt yfirtökutilboð í Marel í næsta mánuði en það er meðal annars háð skilyrði um samþykki að lágmarki 90 prósent hluthafa. Innherji 17. apríl 2024 11:33
Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Selarsdi (ustekinumab-aekn), líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara. Gert er ráð fyrir að Selarsdi komi á markað í Bandaríkjunum um eða eftir 21. febrúar 2025 í samræmi við samkomulag við framleiðanda frumlyfsins Stelara Viðskipti innlent 16. apríl 2024 21:31
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. Innlent 16. apríl 2024 16:51
Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkja uppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já. Viðskipti innlent 16. apríl 2024 16:30
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 23:26
Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 23:00
Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 17:22
Á „erfitt með að sjá“ að fjármálastarfsemi Skaga vaxi jafn hratt og stefnt sé að Hlutabréfagreinandi á „erfitt með að sjá“ hvernig tekjur af fjármálastarfsemi Skaga geti numið fjórum milljörðum króna árið 2026 og þannig tæplega fjórfaldast á fáeinum árum. Hann er jafnframt ekki sannfærður um að samlegð með tryggingarekstri og rekstri fjárfestingarbanka sé jafn mikil stjórnendur Skaga telja. Innherji 15. apríl 2024 15:52
Fréttir Stöðvar 2 öllum opnar frá og með kvöldinu Í kvöld verða kvöldfréttir Stöðvar 2, sportpakkinn og Ísland í dag í opinni dagskrá í fyrsta sinn í þrjú ár. Allir landsmenn munu hafa greiðan aðgang að fréttunum frá og með kvöldinu, alla daga ársins. Innlent 15. apríl 2024 14:14
Hákon nýr öryggisstjóri Arion Hákon L. Akerlund hefur tekið við starfi öryggisstjóra Arion banka. Viðskipti innlent 15. apríl 2024 09:35
Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. Viðskipti innlent 14. apríl 2024 21:34
Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Körfubolti 14. apríl 2024 14:14
Stefna Eimskip: Tjón Samskipa gæti hlaupið á milljörðum króna Lögmaður Samskipa segir að tjón félagsins af meintum ólögmætum aðgerðum Eimskips í tengslum við sátt við Samkeppniseftirlitið gæti hlaupið á milljörðum króna. Samkeppniseftirlitið vísaði fimm hundruð sinnum í yfirlýsingar Eimskips í ákvörðun sinni um sekt Samskipa, þeirrar hæstu í sögu samkeppnismála. Viðskipti innlent 12. apríl 2024 13:31
Spá því að verðbólga hjaðni Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni Viðskipti innlent 12. apríl 2024 11:27
ACRO hagnast um 600 milljónir eftir tugprósenta tekjuaukningu í fyrra ACRO verðbréf skilaði metafkomu á árinu 2023 þrátt fyrir krefjandi aðstæður á mörkuðum, þar sem velta á hlutabréfamarkaði dróst talsvert saman, og áformar að greiða meira en sex hundruð milljónir í arð til eigenda félagsins. Á liðnu ári keyptu ACRO eigin bréf í tengslum við starfslok fyrrverandi hluthafa sem verðmat verðbréfafyrirtækið á ríflega einn milljarð. Innherji 12. apríl 2024 10:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag. Innlent 12. apríl 2024 10:28
Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 19:13
Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 18:26
Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 17:05
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 15:21
Oculis að klára milljarða hlutafjárútboð og áformar skráningu í Kauphöllina Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, stofnað af tveimur íslenskum prófessorum, er núna á lokametrunum með að klára stóra hlutafjáraukningu frá meðal annars íslenskum fjárfestum og setur stefnuna í kjölfarið á skráningu í Kauphöllina hér heima. Félagið yrði þá tvískráð – því var fleytt á markað í Bandaríkjunum fyrir rétt rúmlega einu ári – en það er í dag með markaðsvirði upp á liðlega sextíu milljarða króna. Innherji 11. apríl 2024 12:14
Mun stýra mannauðsmálum Alvotech Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 09:37
Verður samskiptastjóri Skaga Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hún hefur síðustu ár gegnt stöðu samskiptastjóra VÍS. Viðskipti innlent 11. apríl 2024 09:34
Eimskip og Mærsk fylgjast að í miklum gengislækkunum Eftir nærri þrjátíu prósenta lækkun frá áramótum er hlutabréfaverð Eimskips komið á svipaðar slóðir og fyrir þremur árum. Það er svipuð lækkun og hjá risanum A.P. Møller-Mærsk sem margir innlendir fjárfestar horfa til þegar rýnt er í þróun í skipaflutningi. Eimskip sendi frá afkomuviðvörun í lok síðustu viku en félagið er hins vegar betur rekið og arðbærar en fyrir faraldurinn, að mati hlutabréfagreinanda. Innherji 10. apríl 2024 13:22
Segir Play með 45 prósent íslenskra farþega í Keflavík Nýr forstjóri Play segir flugfélagið komið með 45 prósent íslenskra farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll. Hann segir vísbendingar um að ferðamannafjöldi til Íslands í ár verði svipaður og í fyrra, jafnvel meiri. Viðskipti innlent 9. apríl 2024 21:21
Stærsti fjárfestirinn í frumútboði Ísfélagsins heldur áfram að bæta við sig Helstu íslensku lífeyrissjóðirnir í hluthafahópi Ísfélagsins hafa á undanförnum vikum og mánuðum haldið áfram að bæta við eignarhlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu en það var skráð á markað undir lok síðasta árs. Sá fjárfestir sem var langsamlega umsvifamestur í frumútboði félagsins, Lífeyrissjóður verslunarmanna, hefur frá þeim tíma stækkað hlut sinn um meira en þriðjung í viðskiptum á eftirmarkaði. Innherji 9. apríl 2024 14:59