Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Það sé hlut­höfum Kviku til hags­bóta að selja TM úr sam­stæðunni

Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir.

Innherji
Fréttamynd

Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fé­lag Árna Odds tapaði yfir 1.100 milljónum eftir verð­fall á bréfum Marels

Eignarhaldsfélag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, tapaði yfir 1.122 milljónum króna á síðasta ári eftir mikið verðfall á gengi bréfa Marels sem er eina undirliggjandi eign félagsins. Eigið fé þess var neikvætt um liðlega 600 milljónir um áramótin en endurgreiðsla láns við fjármálastofnun sem hvílir á félaginu, tryggt með veðum í bréfum Eyris Invest, var framlengt til þriggja ára.

Innherji
Fréttamynd

Kvika boðar sölu á TM og vill styrkja „veru­lega“ banka­starf­semina

Aðeins 30 mánuðum eftir að Kvika og TM sameinuðust formlega hefur stjórn bankans ákveðið að hefja undirbúning að sölu eða skráningu á tryggingafélaginu, sem hefur verið sagt líklega hið „ódýrasta“ á markaði, en tekjusamlegð af bankastarfsemi og tryggingarrekstri hefur reynst „takmörkuð.“ Horft er til þess að greiða út stóran hluta söluandvirðis til hluthafa en bæði greinendur og stórir hluthafar höfðu hvatt Kviku til að skoða sölu eigna með hliðsjón af því að markaðsgengi bankans væri undir upplausnarvirði.

Innherji
Fréttamynd

Hvernig fylgist ég með hluta­bréfa­markaðnum?

Almenningshlutabréfamarkaðir byggja á gagnsæi. Fjárfestar hafa aðgang að aragrúa upplýsinga um skráð félög, hlutabréfaverð, viðskipti, hagtölur og margt fleira. Skráðu félögin þurfa samkvæmt lögum og reglum að birta alls konar upplýsingar opinberlega. 

Skoðun
Fréttamynd

Verðlagning hlutabréfa lækkaði á ný

Í september lækkaði svonefndur hagsveifluleiðréttur hagnaður (CAPE) sem hlutfall af virði Úrvalsvísitölunnar í Kauphöllinni, eða úr 29,4 í 26,6, sem má rekja til liðlega níu prósenta lækkunar á hlutabréfaverði félaganna að baki vísitölunni.

Umræðan
Fréttamynd

Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu á­kvörðun og spáir 50 punkta hækkun

Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­festinga­fé­lag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.

Innherji
Fréttamynd

Guð­mundur hættir aftur hjá Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­skip krefja Eim­skip um bætur

Sam­skip hafa falið Mörkinni lög­manns­stofu að sækja bætur á hendur Eim­skipi vegna þess sem fé­lagið kallar ó­lög­mætar og sak­næmar at­hafnir fé­lagsins gagn­vart Sam­skipum. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­fé­lagið setur stefnuna á risa­skráningu á markað undir lok ársins

Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.

Innherji
Fréttamynd

Ó­dýr­ast­a trygg­ing­a­fé­lag­ið á hlut­a­bréf­a­mark­að­i sé „líklega“ TM

Markaðsvirði Sjóvár og VÍS er næstum tvöfalt á við bókfært virði eigin fjár á meðan fjárfestar verðleggja Kviku, sem á TM, á tæplega bókfært eigið fé. „Þetta er sérstaklega athyglisvert því að rekstur TM er stór hluti“ í rekstri bankans, segir í hlutabréfagreiningu, og TM sé því „líklega“ ódýrasta tryggingafélagið á markaðinum.

Innherji