Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Úr Smáranum til Ástralíu

Íslenska körfuknattleikskonan Ísabella Ósk Sigurðardóttir hefur lagt land undir fót og mun leika í ástralska körfubolatanum eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í Subway deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Borche tekur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Borche Ilievski um að taka við þjálfun meistaraflokks karla ásamt öðrum flokkum félagsins til næst þriggja ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics einum sigri frá úr­slitum

Boston Celtics lagði Miami Heat með 13 stiga mun, 93-80, í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Celtics er því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn

„Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Daniel Mortensen semur við Hauka

Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Heat vann leik 3 án Butler

Miami Heat vann afar öflugan sigur 6 stiga útisigur á Boston Celtics í Boston í nótt, 109-103, þrátt fyrir að hafa misst einn af sínum albestu leikmönnum, Jimmy Butler, í meiðsli í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Luka næstur á eftir Wilt og Jordan

Slóveninn Luka Dončić er einstakur körfuboltamaður, á því leikur enginn vafi. Hann ásamt goðsögnunum Wilt Chamberlain og Michael Jordan eru þeir leikmenn sem hafa skorað flest stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi.

Körfubolti
Fréttamynd

Anadolu Efes vann Euro­Leagu­e með minnsta mun

Tyrkneska körfuknattleiksfélagið Anadolu Efes er Evrópumeistari eftir að sigra Real Madríd með minnsta mögulega mun í úrslitaleik EuroLeague, lokatölur 58-57. Barcelona endaði í þriðja sæti með tíu stiga sigri á Olympiacos, lokatölur þar 84-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð

Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara

Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar.

Innlent
Fréttamynd

„Er harðasti Valsarinn í heiminum“

Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni.

Körfubolti