
Sýna Íslendingum dásemdir Tenerife
„Það er þetta sem skapar minningarnar, fólk tekur aldrei fleiri myndir en einmitt í þessum ferðum. Íslendingar kveikja alveg á þessu, þeir vilja gera eitthvað meira en sleikja sólskinið,“ segir Sigvaldi Kaldalóns eða Svali en hann býður upp á spennandi og fjölbreyttar ferðir um ævintýraeyjuna Tenerife með íslenskri fararstjórn.