Verður þér að góðu? Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Skoðun 3. júní 2024 08:01
Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Skoðun 30. maí 2024 14:01
Um 60 prósent af farartækjum Póstsins umhverfisvæn Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Skoðun 30. maí 2024 11:46
Til varnar líffjölbreytileika Ágengar framandi tegundir eru meðal helstu ógna við líffjölbreytileika, ekki síst í vistkerfum sem eru landfræðilega einangruð. Hættan sem fylgir ágengum tegundum er talin geta aukist með síauknum flutningi varnings og ferðafólks, til viðbótar við loftslagsbreytingar. Skoðun 29. maí 2024 08:01
Heilt kjörtímabil án árangurs í loftslagsmálum Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar. Skoðun 28. maí 2024 15:54
Yfir fimmtíu stig í hitabylgju í Pakistan Hitamælar sýndu yfir 52 gráður í sunnanverðu Pakistan í gær. Sérfræðingar segja að hitabylgja sem hefur gengið yfir Asíu síðasta mánuðinn sé bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Erlent 28. maí 2024 12:02
Þess vegna er Halla Hrund efst Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna. Skoðun 28. maí 2024 12:01
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. Innlent 27. maí 2024 20:40
Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Innlent 27. maí 2024 14:40
Í dag er dagur líffjölbreytileika Líffjölbreytileiki á við breytileika vistkerfa, tegunda og erfðafræðilega fjölbreytni innan tegunda. Líffjölbreytileiki er meðal annars mikilvægur fyrir þjónustu vistkerfa til að mynda frævun, loftslagsstjórnun og flóðavarnir.S Skoðun 22. maí 2024 08:00
Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ Innlent 17. maí 2024 10:30
Þróun ES-30 flugvélarinnar flutt frá Svíþjóð til Kaliforníu Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu. Erlent 15. maí 2024 17:44
Lausnin út í mýri? Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Skoðun 15. maí 2024 12:31
Nýsköpun er svarið Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í loftslagsmálum virðast oft vera óyfirstíganleg. En hvað gerist ef við horfum á þessar áskoranir frá nýju sjónarhorni? Að nú sé einmitt tækifærið til að skrifa nýjan kafla, að endurmarka heiminn í átt að sjálfbærri og grænni framtíð. Árangur í loftslagsaðgerðum kallar nefnilega á nýja hugsun – nýja nálgun. Skoðun 15. maí 2024 09:15
Nýir fatasöfnunargámar á leið til landsins Nýir fatagámar Sorpu eru nú framleiðslu og munu koma til landsins í byrjun júní. Sorpa tekur við fatasöfnun af Rauða krossinum í byrjun júní. Lítill hluti þess sem er safnað hérlendis selst innanlands. Greint var frá því fyrr í gær að slæm umgengni væri við gámana víða um borg. Innlent 15. maí 2024 08:57
Gróðureldar ógna olíuvinnslumiðstöð í Kanada Hundruð íbúum bæjarins Fort McMurray í Alberta í Kanada hefur verið gert að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem ógna bænum. Fort McMurray er meðal annars miðstöð olíuvinnslu á tjörusöndunum í Kanada. Erlent 15. maí 2024 08:47
Umgengni og viðhorf til fatagáma hafi farið hríðversnandi Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins segir slæma umgengni við fatagámana hafa aukist mikið síðustu ár. Fjallað hefur verið um það í hverfagrúppum á Facebook síðustu daga að fatagámar séu fullir og búið að tæta úr pokum. Sorpa tekur við söfnun textíls úr fatagámum í júní. Innlent 14. maí 2024 06:47
Færeyingar fjölga vindmyllum til að draga úr olíukyndingu Færeyingar stefna að því að hætta raforkuframleiðslu með dísilolíu fyrir árið 2030. Samtímis vinna þeir að því að skipta út olíukyndingu íbúðarhúsa fyrir varmadælur og hyggjast þrefalda fjölda vindmylla, úr þrjátíu í níutíu. Erlent 13. maí 2024 20:02
Kolefnasporlausir bílar fyrir 2030? Polestar er með plan Rafbílar eru umhverfisvænni kostur og sá samgöngumáti sem framtíðin snýst um. Rafbílar skilja þó eftir sig kolefnisspor við framleiðslu en er yfir höfuð hægt að fara fram á að bíll sé algjörlega sporlaus kolefnislega séð? Sænski bílaframleiðandinn Polestar segir „já, og við ætlum að græja það!“ Samstarf 8. maí 2024 15:25
Hugleiðingar ellilífeyrisþega um landsmálin og orkumálin Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru lýðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri og stundum jafnvel óþarfir þar sem reynsluleysi þeirra og hroðvirkni er himinhrópandi. Þar er öll gullhúðunin gott dæmi, einnig allskyns regluverk sem sett hefur verið og þingheimur skilur illa og ræður ekki við, þetta allt er farið að minna á þjóðsöguna um orminn sem lá á gullinu og að lokum gleypti eigandann. Skoðun 6. maí 2024 19:30
Stærsta loftslagsráðstefna í heimi Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi? Skoðun 6. maí 2024 09:16
CRI hefur greitt upp allar skuldir og hraðar ráðningum á öllum sviðum Íslenska hátæknifyrirtækið CRI, sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, segist vera í „einstakri stöðu“ samhliða því að félagið er að fara inn í vaxtarskeið en fyrirséð er að eftirspurn eftir grænu metanóli sem skipaeldsneyti muni aukast um milljónir tonna á komandi árum. Eftir að hafa klárað milljarða fjármögnun um mitt síðasta ár, leidd af norska orkurisanum Equinor, er CRI orðið skuldlaust og boðar núna miklar ráðningar á öllum sviðum starfseminnar. Innherji 5. maí 2024 11:51
Nýr „loftslagsvænn“ iðnaður - neikvæð áhrif á lífríki og fiskveiðar Síðastliðnar vikur hafa farið fram umræður milli ólíkra þjóða um leyfi og framkvæmd nýs iðnaðar sem á ensku hefur verið kallaður deep seabed mining. Ég kalla hann hér djúpsjávarnámuvinnslu en námugröftur á hafsbotni hefur líka verið notað um þennan iðnað. Skoðun 3. maí 2024 07:00
Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Erlent 29. apríl 2024 13:08
Vilja gera tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum á Íslandi Fyrstu tilraunir með orkuframleiðslu í geimnum til nota á jörðu niðri gætu farið fram á Íslandi samkvæmt nýjum samstarfssamningi sem íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs hefur gert við breska fyrirtækið Space Solar. Viðskipti innlent 29. apríl 2024 08:14
Áhugaverðir tímar kalla á áhugaverðan forseta Ég er hluti af framboðsherferð á Íslandi sem er að reyna að gera Snæfellsjökul að næsta forseta Íslands. Við erum teymi af umhverfisverndarsinnum, listamönnum, lögfræðingum, vísindamönnum, lögfræðingum og áhugasömum borgurum sem gera sér grein fyrir gríðarlegu mikilvægi þess að leiðtogar okkar setji réttindi náttúrunnar í forgang, sem er megin áhersla framboðsins. Skoðun 24. apríl 2024 12:31
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. Innlent 22. apríl 2024 15:39
Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Erlent 22. apríl 2024 10:32
Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Skoðun 22. apríl 2024 10:01
Afsalta sjó til drykkjar í þurrki í Barcelona Yfirvöld í Katalóníu á Spáni ætla að koma upp fljótandi afsöltunarstöð til þess að tryggja borgarbúum í Barcelona drykkjarvatn í langvarandi þurrki sem geisar þar. Borgin reiðir sig nú þegar á stærstu afsöltunarstöð Evrópu til þess að bæta upp fyrir minnkandi úrkomu. Erlent 18. apríl 2024 21:35
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent