Vatnið og tíminn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. júlí 2024 08:01 Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ari Trausti Guðmundsson Hafnarfjörður Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun