Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti

    Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi getur jafnað afrek Platini í kvöld

    Lionel Messi fær að vita það í kvöld hvort að hann fái Gullboltann þriðja árið í röð og komist þá í hóp með Frakkanum Michel Platini, núverandi forseta UEFA en Platini var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu 1983, 1984 og 1985.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man. United kemst ekki bakdyramegin inn í Meistaradeildina

    Svissneska knattspyrnusambandið hefur orðið við beiðni UEFA og er búið að taka 36 stig af Sion-liðinu fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum. UEFA hafði kastað Sion út úr Evrópudeildinni og var búið að hóta því að gera hið sama við önnur svissnesk lið, myndi svissneska sambandið ekki refsa Sion.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

    Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man. Utd gæti óvænt komið aftur inn í Meistaradeildina

    Svo gæti farið að Manchester United verði í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir allt saman. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur nefnilega hótað knattspyrnusambandi Sviss og fari sambandið ekki eftir þeirra fyrirmælum þá verður öllum svissneskum liðum meinað að taka þátt í Evrópukeppnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Erfitt fyrir þá ensku

    Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og svo 32-liða og 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA. Fimm ensk lið eru eftir í keppnunum og fengu þau öll erfiða andstæðinga. Kolbeinn Sigþórsson og Ajax mæta Manchester United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zenit sektað vegna óláta áhorfenda

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað rússneska liðið Zenit St. Petersburg um 8 milljónir króna vegna óláta áhorfenda á tveimur leikjum félagsins í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson svarar Roy Keane fullum hálsi

    Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni sem Roy Keane, fyrrum fyrirliði United, veitti liðinu eftir tapið gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lehmann: Afar leiðinlegt að horfa á City spila

    Markvörðurinn þýski, Jens Lehmann, er örugglega hæstánægður með að Manchester City er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu þar sem honum þykir margt annað skemmtilegra en að horfa á City-menn spila fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini: Evrópudeildin er mikilvæg

    Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið muni leggja mikla áherslu á að vinna Evrópudeild UEFA eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidic meiddist í kvöld

    Man. Utd varð fyrir fleiri en einu áfalli í kvöld því fyrirliðinn, Nemanja Vidic, meiddist illa ofan á allt saman.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Barca-börnin glöddu Guardiola í gær: Óaðfinnanleg frammistaða

    Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tefldi fram hálfgerðu unglingaliði í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikmenn eins og Lionel Messi, Xavi, Andrés Iniesta og fleiri fengu hvíld en í staðinn fengu framtíðarleikmennirnir að prufa sig í deild þeirra bestu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini: Þetta er enginn heimsendir

    Leikmenn Man. City gerðu það sem þeir gátu í kvöld. Lögðu Bayern en það dugði ekki til þar sem Napoli vann á sama tíma og komst þar með áfram en City verður í Evrópudeildinni ásamt nágrönnum sínum í United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man. Utd og Man. City í Evrópudeildina

    Bæði Manchesterliðin verða að gera sér það að góðu að spila í Evrópudeild UEFA það sem eftir lifir vetrar eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í vetur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Einbeiting Rooney í góðu lagi

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé með einbeitinguna í góðu lagi fyrir leikinn mikilvæga gegn Basel í kvöld en hann mun morgun koma fyrir aganefnd UEFA í Sviss vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik með enska landsliðinu í haust.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lífið heldur áfram þótt við dettum út

    Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Það hjálpar mér að fá að spila

    Didier Drogba var maður kvöldsins í Meistaradeildinni því hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Chelsea á Valencia. Chelsea tryggði sér ekki bara sæti í sextán liða úrslitunum heldur einnig sigur í riðlinum.

    Fótbolti