Kroos ætlar að klára ferilinn hjá Real Madrid en veit bara ekki hvenær Toni Kroos hefur ekki ákveðið hvort hann framlengir samning sinn við Real Madrid eða ekki. Það er hins vegar ljóst að hann spilar ekki annars staðar. Fótbolti 2. nóvember 2022 14:01
Sprengdu flugelda fyrir utan hótelið hjá Tottenham Það var mikil spenna fyrir leik Tottenham og Marseille í Meistaradeildinni í gær enda sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í boði. Enski boltinn 2. nóvember 2022 10:31
Sjáðu mörkin hjá Liverpool í gær og dramatíkina í riðli Tottenham Tuttugu og þrjú mörk voru skoruð í Meistaradeildinni í fótbolta og það er því af nægu að taka þegar farið er yfir leiki gærkvöldsins. Fótbolti 2. nóvember 2022 09:25
Grétar Rafn og Conte fögnuðu saman í stúkunni Grétar Rafn Steinsson. fyrrum landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður í ensku úrvalsdeildinni, var mikið í sviðsljósinu í gærkvöldi. Enski boltinn 2. nóvember 2022 08:01
„Góð úrslit sem gefa okkur meira sjálfstraust“ Mohamed Salah skoraði fyrri mark Liverpool er liðið vann 2-0 sigur gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að hrifsa toppsætið af ítalska liðinu segir Egyptinn að sigurinn skipti liðið miklu máli. Fótbolti 1. nóvember 2022 23:01
Frankfurt laumaði sér inn í 16-liða úrslitin | Ekkert lið staðið sig verr en Rangers Lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hófst í kvöld þegar átta leikir fóru fram. Frankfurt laumaði sér inn í 16-liða úrslit með 1-2 endurkomusigri gegn Sporting og ekkert lið hefur staðið sig verr í riðlakeppninni en Rangers eftir 1-3 tap gegn Ajax. Fótbolti 1. nóvember 2022 22:25
Endurkomusigur tryggði Tottenham sæti í 16-liða úrslitum Tottenham snéri taflinu við er liðið heimsótti Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik snéru liðsmenn Tottenham leiknum sér í hag og unnu að lokum sterkan 1-2 sigur. Fótbolti 1. nóvember 2022 22:06
Bayern með fullt hús stiga í gegnum dauðariðillinn Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 2-0 sigur gegn Inter Milan í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og liðið fer því með fullt hús stiga í gegnum dauðariðilinn. Fótbolti 1. nóvember 2022 22:00
Liverpool hafði betur en Napoli heldur efsta sætinu Liverpool þurfti fjögurra marka sigur gegn Napoli til að ná efsta sætinu af ítalska liðinu í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar aðeins 2-0 sigur heimamanna og Napoli heldur því efsta sætinu. Fótbolti 1. nóvember 2022 21:56
Porto hirti toppsætið og Leverkusen rændi Evrópudeildarsætinu Porto vann sterkan 2-1 sigur er liðið tók á móti Atlético Madrid í lokaumferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Á sama tíma gerðu Bayer Leverkusen og Club Brugge markalaust jafntefli, en þau úrslit þýða að Porto endar í efsta sæti riðilsins og Atlético Madrid í því neðsta. Fótbolti 1. nóvember 2022 19:45
Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. Fótbolti 1. nóvember 2022 17:45
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 31. október 2022 23:01
Íslandsóvinurinn dæmir hjá Real Madrid Franski dómarinn Stéphanie Frappart er greinilega í meiri metum hjá dómaranefnd UEFA en Íslendingum því henni hefur verið úthlutað stórum leik í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 31. október 2022 11:15
Gáfu bjór en fengu slæma meðhöndlun í staðinn Danska knattspyrnufélagið FC Kaupmannahöfn hefur sent opinbera kvörtun til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna þess hvernig farið var með stuðningsmenn félagsins í Sevilla á þriðjudaginn, á leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 28. október 2022 08:30
Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlega dramatík í Madrid og London Liverpool á enn möguleika á að enda í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 útisigur gegn Ajax í gærkvöld en allt er í hnút í riðli Tottenham, D-riðli, eftir dramatíska jafnteflið gegn Sporting. Öll mörk kvöldsins má nú sjá á Vísi. Fótbolti 27. október 2022 10:01
„Mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut að komast áfram í Meistaradeild Evrópu“ Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, var gríðarlega sáttur með 3-0 sigur sinna manna á Ajax í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Sigurinn tryggði sæti Liverpool í 16-liða úrslitum og gefum þeim möguleika á að ná toppsæti riðilsins i lokaumferðinni. Fótbolti 27. október 2022 09:30
Fjárhagsvandræði Barcelona aftur í brennidepli eftir fall úr Meistaradeildinni Á miðvikudagskvöld varð endanlega ljóst að Barcelona, stórveldið frá Katalóníu, kæmist ekki áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Um er að ræða mikið högg þar sem forráðamenn félagsins framkvæmdu hin ýmsu töfrabrögð í sumar til að koma liðinu aftur í fremstu röð, eða svo töldu þeir. Fótbolti 27. október 2022 09:00
Conte segir myndbandsdómgæslu vera að skemma leikinn Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, var rekinn af velli eftir að það sem hefði reynst sigurmark Tottenham gegn Sporting í Meistaradeild Evrópu var dæmt af. Conte sparaði ekki stóru orðin að leik loknum. Fótbolti 26. október 2022 23:30
Bjartsýnn á enn fleiri tækifæri með aðalliði FC Kaupmannahafnar „Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni. Fótbolti 26. október 2022 22:31
Napoli óstöðvandi | Ótrúleg dramatík í Madríd og Lundúnum Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu á meðan dramatíkin var gríðarleg í leikjum Atlético Madríd og Tottenam Hotspur. Fótbolti 26. október 2022 22:00
Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. Fótbolti 26. október 2022 21:00
Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Fótbolti 26. október 2022 20:45
Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fótbolti 26. október 2022 18:45
Aldrei fleiri táningar verið í einu og sama byrjunarliðinu í Meistaradeildinni Ferð Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar til Andalúsíu var ekki til fjár en liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla og situr sem fastast á botni G-riðils Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir frá Danmörku skráðu sig hins vegar á spjöld sögunnar þar sem alls voru sex táningar í byrjunarliðinu, þar af tveir frá Íslandi. Fótbolti 26. október 2022 18:01
Þessi eða hinn? Del Piero eða Totti Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru beðnir að velja á milli Alessandros Del Piero og Francescos Totti í dagskrárliðnum Þessi eða hinn sem er alltaf í lok hvers þáttar af Meistaradeildarmörkunum. Fótbolti 26. október 2022 14:46
Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Enski boltinn 26. október 2022 11:00
Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Fótbolti 26. október 2022 09:00
Hiti, högg og þreyta Haalands Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 26. október 2022 07:31
Orri yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, varð í gær yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu frá upphafi. Fótbolti 26. október 2022 07:00
Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Fótbolti 25. október 2022 21:14