Fótbolti

„Úrslitaleikur í næstu viku á okkar heimavelli“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pep Guardiola var nokkuð sáttur eftir jafntefli gegn Real Madrid í kvöld.
Pep Guardiola var nokkuð sáttur eftir jafntefli gegn Real Madrid í kvöld. Julian Finney/Getty Images

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð brattur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að framundan sé úrslitaleikur á þeirra eigin heimavelli.

„Þegar við vorum betri tókst þeim að skora, en þegar þeir voru betri tókst okkur að skora. Þetta var virkilega jafn leikur. Að spila á Bernabeu í undanúrslitum er alltaf einstakt. Stundum áttum við góða spretti, en stundum áttum við í erfiðleikum með gæðin sem þeir búa yfir á boltanum. Það er úrslitaleikur í næstu viku á okkar heimavelli fyrir framan okkar fólk,“ sagði Guardiola að leik loknum.

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, en svo náðu þeir tökum á leiknum og við náðum honum ekki aftur. Þeir spila boltanum mikið út til vinstri og þar eru þeir virkilega góðir. En svo skorar Kevin De Bruyne frábært mark fyrir okkur og við sköpuðum okkur nokkur góð augnablik, en í lokin sköpuðu þeir sér nokkur færi.“

„Það tekur virkilega á að spila við þá. Þeir búa yfir svo mikilli reynslu og svo miklum gæðum. Nú ferðumst við aftur heim til Manchester og skoðum hvað við getum gert betur,“ sagði Guardiola að lokum.


Tengdar fréttir

Allt undir í seinni leiknum eftir jafntefli í Madríd

Real Madrid og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í undanúrslitum keppninnar, en í fyrra fór Real Madrid áfram á dramatískan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×