Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 19. febrúar 2025 07:01
Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Bayern München er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Celtic, lokatölur 1-1. Club Brugge vann frækinn 3-1 útisigur á Atalanta og Benfica gerði 3-3 jafntefli við Mónakó sem dugði til. Fótbolti 18. febrúar 2025 22:22
Feyenoord sló AC Milan út Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik. Fótbolti 18. febrúar 2025 19:49
Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er vongóður um að Erling Haaland geti spilað seinni leikinn á móti Real Madrid í umspili um laust sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 17. febrúar 2025 13:01
Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fótbolti 13. febrúar 2025 10:31
Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Bayern München og Benfica eru í góðum málum eftir fyrri leiki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Öll mörkin úr leikjunum fjórum í gær má nú sjá á Vísi. Fótbolti 13. febrúar 2025 07:33
Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Það kom eitthvað upp á milli stórstjarnanna Erling Haaland og Kylian Mbappé eftir leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 12. febrúar 2025 23:02
Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Bayern München, Benfica, PSV Eindhoven og Club Brugge fara öll með eins marks forskot í seinni leikinn í umspili Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12. febrúar 2025 22:00
Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Dramatíkin var mikil á lokakafla stórskemmtilegs leiks Manchester City og Real Madrid í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum í gær, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum, má nú sjá á Vísi. Fótbolti 12. febrúar 2025 08:01
„Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Stuðningsmenn Manchester City mættu til leiks á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi með risastóran fána þar sem þeir skutu vel á Real Madrid. Fótbolti 12. febrúar 2025 07:30
Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Jude Bellingham var hetja Real Madrid í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Manchester City með síðustu snertingu leiksins. Fótbolti 11. febrúar 2025 22:49
Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Borussia Dortmund og Juventus unnu bæði í kvöld fyrri leiki sína í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta. Fótbolti 11. febrúar 2025 22:18
Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Real Madrid er í góðum málum eftir dramatískan 3-2 útisigur á Manchester City í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 11. febrúar 2025 22:00
Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Franska liðið Paris Saint-Germain er í mjög góðum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta. Fótbolti 11. febrúar 2025 19:41
Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Líklegast sagt meira í gríni en alvöru en ummæli Sergio Aguero hafa farið á mikið flug fyrir leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 11. febrúar 2025 18:17
Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. Fótbolti 11. febrúar 2025 09:30
Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gerði lítið úr hugsanlegum deilum við Real Madrid fyrir umspilsleiki liðanna um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 10. febrúar 2025 23:00
Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði. Fótbolti 10. febrúar 2025 18:14
Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Manchester City vonast greinilega eftir því að geta notað spænska miðjumanninn Rodri á þessu tímabili. Enski boltinn 7. febrúar 2025 17:01
Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Manchester City keypti fjóra öfluga leikmenn í janúarglugganum en þeir fá ekki allir að vera hluti af Meistaradeildarhóp City á þessari leiktíð. Enski boltinn 5. febrúar 2025 18:30
City mætir Real Madrid í umspilinu Manchester City mætir Real Madrid í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í umspilið í dag. Fótbolti 31. janúar 2025 11:28
Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Liverpool vann deildarkeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap í lokaleiknum sínum. Tapið hafði ekki áhrif á lokaröð liðsins en hafði aftur á móti áhrif á tekjurnar. Enski boltinn 31. janúar 2025 08:00
Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í gærkvöldi með átján leikjum en öll 36 liðin voru þá að spila. Nú má sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi. Fótbolti 30. janúar 2025 09:01
City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen. Fótbolti 29. janúar 2025 22:50
Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Hákon Arnar Haraldsson kom að marki í 6-1 stórsigri Lille gegn Stuttgart og liðið tryggði sig beint áfram í sextán liða úrslit. Stuttgart er úr leik, eina liðið sem var í umspilssæti en datt út. Aston Villa tókst einnig að tryggja sig beint áfram með 4-2 sigri gegn Celtic. Fótbolti 29. janúar 2025 22:24
Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Arsenal lagði Girona 2-1 á útivelli í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn þýðir að Arsenal endar í 3. sæti með 19 stig, líkt og Barcelona sem er sæti ofar og Inter sem er sæti neðar. Fótbolti 29. janúar 2025 22:13
Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. Fótbolti 29. janúar 2025 21:59
Man City komst í umspilið eftir allt saman Manchester City komst í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þökk sé 3-1 heimasigri á Club Brugge. Lærisveinar Pep Guardiola voru hins vegar undir í hálfleik. Fótbolti 29. janúar 2025 19:31
Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í öllum átján leikjunum í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Leikirnir hefjast allir klukkan 20:00. Fótbolti 29. janúar 2025 19:00
Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dagskrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistaradeildarmessunni í umsjón Guðmundar Benediktssonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu umferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir. Fótbolti 29. janúar 2025 12:00