NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Utah Jazz á enn möguleika á því að ná Lakers

Baráttan um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram alveg fram í síðasta leik eftir að Utah Jazz vann sinn leik í nótt. Utah er einum sigurleik á eftir Los Angeles Lakers þegar bæði lið eiga enn leik eftir en það nægir Jazz-liðinu að jafna Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Leik Celtics og Pacers aflýst

NBA deildin aflýsti núna í kvöld leik sem til stóð að færi fram á milli Boston Celtics og Indiana Pacers á morgun. Samkvæmt dagskrá átti leikurinn að fara fram í TD Garden, heimavelli Boston. Bæði liðin munu því leika 81 leik á leiktímabilinu í stað 82 eins og venja er. Ástæðan er sprengingarnar í Boston í dag. Í yfirlýsingunni frá NBA deildinni er þolendum sprenginganna vottuð samúð. Rajon Rondo, einn af byrjunarliðsmönnum í Boston sagði á Twitter núna í kvöld að hann myndi biðja fyrir þolendunum. Shaquille O' Neal, sem lék með Boston til skamms tíma, sagði einnig að hugur hans væri hjá þolendunum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers vann San Antonio í fyrsta leik án KObe

Los Angeles Lakers steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að vinna San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Kobe Bryant sleit hásin. Miami Heat vann Chicago Bulls, Dirk Nowitzki varð 17. leikmaðurinn í sögunni til að skora 25 þúsund stig í sigri Dallas Maverricks og Denver Nuggets vann 22. heimasigurinn í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Clippers sá um Grizzlies

Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar ber helst að nefna fínan sigur LA Clippers gegn Memphis Grizzlies, 91-87, en leikurinn fór fram í Memphis.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson rekinn frá Spurs

Forráðamenn San Antonio Spurs hafa verið mjög ósáttir við Stephen Jackson upp á síðkastið og ákváðu því að segja honum upp störfum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tímabilið líklega búið hjá Kobe

LA Lakers vann gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State eftir framlengingu í nótt en sigurinn var liðinu dýr. Stjarna liðsins, Kobe Bryant, meiddist á ökkla í leiknum og spilar líklega ekki meira í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade snýr aftur í kvöld

Dwyane Wade hefur misst af síðustu sex leikjum Miami Heat vegna hnémeiðsla en hann stefnir á að spila með liðinu í kvöld gegn Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

Bulls sópaði Knicks

Nate Robinson skoraði 35 stig þegar Chicaco Bulls vann 118-111 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í United Center í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Oladipo ætlar í NBA-nýliðavalið

Háskólakörfuboltinn er búinn í ár og nú byrja vangaveltur um hvaða ungstirni ætla sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar. Margir sterkir leikmenn íhuga að taka slaginn og einn besti leikmaður háskólaboltans í vetur, Victor Oladipo, hefur ákveðið að kveðja Indiana-háskólann.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers í bílstjórasætið

Kobe Bryant skoraði 23 stig í fjórða leikhluta þegar L.A. Lakers lagði New Orleans Hornets á heimavelli sínum 104-96. Sigurinn kom Kaliforníuliðinu í áttunda sæti Vesturdeildar, hið síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Veik von Dallas lifir

Dallas Mavericks heldur í örlitla von um sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir heimasigur á Portland Trail Blazers 96-91 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu

Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sá besti fimmta mánuðinn í röð

LeBron James var útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem hann hlýtur verðlaunin.

Körfubolti
Fréttamynd

Rændu heimili Bosh en létu NBA-hringinn hans vera

Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum NBA-meistara Miami Heat, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í vikunni þegar hann kom heim úr afmælisveislu sinni. Á meðan veislunni stóð höfðu nefnilega bíræfnir þjófar látið greipar sópa í skartgripasafni heimilisins.

Körfubolti
Fréttamynd

Treyjan hans Shaq snýr öfugt

Forráðamenn Los Angeles Lakers gerðu sig seka um klaufaleg mistök þegar þeir hengdu treyju Shaquille O'Neal upp í rjáfur í Staples Center höllinni í Los Angeles í vikunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Treyja Shaq hengd upp hjá Lakers

LA Lakers ákvað að heiðra Shaquille O'Neal í gær með því að hengja upp treyju með númerinu hans, 34. Með því er ljóst að enginn annar leikmaður Lakers mun aftur bera það númer á sinni treyju.

Körfubolti