NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Langar þig að lykta eins og Chris Paul?

Atvinnuíþróttamenn svitna gríðarlega í vinnunni og lyktin af þeim eftir leiki er ekki beint til útflutnings. Menn verða því að beita öllum ráðum til þess að lykta almennilega þess á milli.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston fór illa með Lakers

Boston Celtics er að pluma sig vel án Rajon Rondo og liðið vann í nótt sinn sjötta leik í röð er meiðslum hrjáð lið LA Lakers kom í heimsókn í Garðinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol frá í sex vikur

Tímabilið hefur verið eintómt basl hjá LA Lakers. Um leið og það fer að birta til þá hefur liðið orðið fyrir áfalli. Þeirri óheppni er ekki lokið því Pau Gasol verður frá næstu sex vikurnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefu sigrar í röð hjá Spurs

San Antonio Spurs hóf í nótt útileikjaferðalag sitt en liðið mun spila níu útileiki í röð á næstunni. Ferðalagið byrjaði með góðum sigri á Minnesota og það án Tim Duncan og Manu Ginoboli. Þetta var ellefti sigurleikur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimsfriður kýldi mig

Brandon Knight, bakvörður Detroit Pistons, segir að sjálfur Heimsfriðurinn, Metta World Peace, leikmaður LA Lakers, hafi kýlt sig í leik liðanna í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers slapp með skrekkinn í Detroit

Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í gær enda snérist gærdagurinn í bandarísku íþróttalífi um Super Bowl-leikinn. Bæði Los Angeles-liðin voru þó á ferðinni sem og meistarar Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston lagði meistarana í tvíframlengdum leik

Boston Celtics sigraði meistara Miami Heat 100-98 í tvíframlengdum leik liðanna í NBA körfuboltanum í kvöld. Paul Pierce fór fyrir Celtics með þrefaldri tvennu í fjarveru Rajon Rondo sem var greindur með slitið krossband á meðan leiknum stóð.

Körfubolti
Fréttamynd

Rajon Rondo frá út tímabilið

Rajon Rondo leikmaður Boston Celtics í NBA körfuboltanum er með slitið krossband og leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Rondo var í skoðun á sama tíma og Celtics tekur á móti Miami Heat og kom fram í útsendingun á Stöð 2 Sport að hann sé með slitið krossband.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð

San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Loksins sigur hjá Lakers - Boston tapaði niður 27 stiga forystu

Los Angeles Lakers vann loksins leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en Boston Celtics þurfti að sætta sig við sjötta tapið í röð eftir tvíframlengdan leik þrátt fyrir að vera 27 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Miami Heat vann fjórða leikinn í röð, Chicago Bulls stöðvaði sigurgöngu Golden State Warriors og Memphis fór létt með Brooklyn Nets. Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði sína leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn

NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Þrjú töp í röð hjá Clippers - Melo góður í Boston

Los Angeles Clippers tapaði sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá á móti Phoenix Suns. Carmelo Anthony var góður í langþráðum sigri New York Knicks í Boston og DeMar DeRozan skoraði magnaða sigurkörfu fyrir Toronto Raptors í Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Golden State vann Oklahoma City - fjögur töp í röð hjá Lakers

Golden State Warriors heldur áfram að vinna flotta sigra í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann topplið Oklahoma City Thunder í nótt tveimur dögum eftir að liðið vann Los Angeles Clippers, næstbesta lið deildarinnar. Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum og LeBron James var með þrennu í sigri Miami í framlengdum leik. San Antonio Spurs vann fimmtánda heimaleikinn í röð og Brooklyn Nets er eins og nýtt lið undir stjórn P.J. Carlesimo.

Körfubolti