NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Baron Davis: Valdi New York frekar en Miami og Lakers

Baron Davis, alskeggjaði leikstjórnandinn sem var á sínum talinn í hópi með öflugustu leikstjórnendum NBA-deildarinnar er búinn að finna sér nýtt lið eftir að Cleveland Cavaliers losaði samning hans undan launaþakinu og lét hann fara.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul og Billups byrja vel með Clippers - unnu Lakers

Chris Paul og Chauncey Billups léku sinn fyrsta leik með Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann 114-95 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Lakers en það er mikil spennna fyrir einvígi þessara liða í vetur eftir komu sterkra leikmanna til Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011

Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas veit hvað hann vill

Gilbert Arenas er án samnings eftir að Orlando Magic lét hann fara fyrir viku síðan. Ekkert lið hefur borið víurnar í hinn 29 ára gamla leikstjórnanda sem afrekaði það á sínum yngri árum að skora yfir 25 stig að meðaltali í leik þrjú tímabil í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Eiginkona Kobe sækir um skilnað

Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltakappans Kobe Bryant, sótti í gær um skilnað frá leikmanninum sem hún hefur staðið þétt við bakið á síðustu ár. Vanessa var til að mynda áberandi þegar Kobe var kærður fyrir nauðgun árið 2003.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers er enn að reyna að fá Paul

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki.

Körfubolti
Fréttamynd

Nene fær 67 milljónir dollara hjá Denver

Það er mikið líf á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni þessa dagana og liðin að gera sig klár fyrir stutt og snarpt tímabil. Denver Nuggets er búið að endursemja við Nene til næstu fimm ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul gæti enn farið til Clippers - Billups kominn

Hringavitleysan í kringum Chris Paul heldur áfram. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að viðræður við LA Clippers sigldu í strand hófust viðræður á nýjan leik og því er enn möguleika á að Paul spili með Blake Griffin.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul gæti farið til Clippers

Chris Paul hefur síðustu daga verið á leið til Los Angeles Lakers en ekki náðist að ganga frá samningum. Paul gæti verið á förum til Los Angeles en þó ekki til Lakers. Nú er nefnilega hermt að hann sé við það að semja við LA Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekki byrjar það vel hjá Miami Heat - Miller frá í átta vikur

NBA-leikmennirnir mega nú mæta í æfingahús sinna liða á nýjan leik og þeir hafa því byrjað undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þrátt fyrir að formlegar æfingabúðir liðanna hefjist ekki fyrr en 9. desember næstkomandi. Einn leikmaður getur þó ekki byrjað að æfa strax.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm NBA-leikir á jóladag

NBA-deildin hefur ákveðið að bæta tveimur leikjum við á jóladag sem verður fyrsti leikdagurinn á nýju 66 leikja tímabili sem varð að veruleika eftir að eigendur og leikmenn náðu saman um nýjan samning.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-leikmenn fastir í Kína fram í mars

NBA-leikmennirnir Wilson Chandler, Kenyon Martin, J.R. Smith og Aaron Brooks tóku allir áhættuna og sömdu við kínversk lið á meðan að verkbannið var í gangi í NBA-deildinni. Þeir sem sömdu við evrópsk lið geta snúið aftur þegar NBA-deildin fer af stað á ný en reglurnar í Kína leyfa leikmönnunum hinsvegar ekki að stinga af.

Körfubolti