Bandaríska landsliðið fyrir HM í körfubolta tilkynnt Heimsmeistaramótið í körfubolta hefst í lok ágúst. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt 13 manna leikmannahóp fyrir mótið sem þó verður skorinn niður um einn í viðbót fyrir mótið. Körfubolti 16. ágúst 2010 14:30
Karl Malone gaf fötluðum strák Heiðurshallar-jakkann sinn Karl Malone var tekinn inn í heiðurshöll bandaríska körfuboltans um helgina og fékk meðal annars glæsilegan Heiðurshallar-jakka að gjöf við það tilefni. Malone ákvað hinsvegar að gefa fötluðum strák jakkann sinn. Körfubolti 15. ágúst 2010 11:00
Fjögur NBA-lið skiptu um leikmenn í gær Það voru stór leikmannaskipti í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar fjögur skiptu á milli sín leikmönnum. Liðin sem skiptu á leikmönnum voru Indiana Pacers, New Orleans Hornets, New Jersey Nets og Houston Rockets. Körfubolti 12. ágúst 2010 12:00
McGrady á leið til Detroit Samkvæmt heimildum ESPN þá mun Tracy McGrady leika með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. Körfubolti 10. ágúst 2010 17:15
NBA-leikir fara fram í London Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa ákveðið að feta í fótspor NFL-deildarinnar og spila deildarleiki í London. Tveir deildarleikir munu fara fram í Lundúnum næsta vetur. Körfubolti 9. ágúst 2010 23:30
Ray Allen: Það er pláss fyrir Shaq í Boston-liðinu Ray Allen segir að það sé pláss í Boston liðinu fyrir Shaquille O’Neal sem skrifaði undir tveggja ára samning við Celtics-liðið í síðustu viku. Margir líta á komandi vetur sem síðasta tækifærið fyrir Boston-liðið að vinna NBA-meistaratitilinn með þríeykið Paul Pierce, Kevin Garnett og Allen í fararbroddi en þeir unnu saman titilinn árið 2008. Körfubolti 9. ágúst 2010 17:45
Frumsýning Miami Heat liðsins verður í Boston Fyrsti alvöru leikur Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh saman með Miami Heat liðinu verður í Boston 26. október næstkomandi en NBA-deildin hefur gefið út stærstu leiki komandi tímabils. Sumir leikmenn Boston hafa verið að gera lítið úr möguleikum ofurþríeykisins í Miami til að vinna Austurdeildina á fyrsta tímabili og þurfa því að standa við stóru orðin strax í fyrsta leik. Körfubolti 4. ágúst 2010 23:00
Shaquille O’Neal á leiðinni til Boston Celtics Shaquille O’Neal virðist loksins vera búinn að finna lið sem vill fá hann í NBA-deildinni á næsta tímabili. Lið hafa ekki sýnt O’Neal mikinn áhuga til þessa í sumar en nú segja bandarískir fjölmiðlar að Shaq sé nálægt því að semja við Boston Celtics. Körfubolti 3. ágúst 2010 23:30
Eddie House er nýjasti liðsfélagi Wade og James hjá Miami Heat Þriggja stiga skyttan Eddie House er búinn að gera tveggja ára samning við Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta en hann ætti að fá nokkur frí skot á næsta tímabili spilandi með þeim Dwyane Wade og LeBron James. Körfubolti 29. júlí 2010 20:00
Fyrrum NBA-leikmaður fannst myrtur Fyrrum leikmaður í NBA-deildinni, Lorenzen Wright, fannst látinn í nótt. Hans var saknað í tíu daga en talið er að hann hafi verið myrtur. Körfubolti 29. júlí 2010 10:30
Kobe Bryant ætlar aldrei að verða NBA-þjálfari Kobe Bryant hefur nú gefið það út að hann ætli sér ekki að vera þjálfari eftir að ferill hans sem leikmaður lýkur. Kobe Bryant er fimmfaldur NBA-meistari og í hópi bestu leikmönnum allra tíma en hann sér ekki í sér góðan þjálfara. Körfubolti 28. júlí 2010 16:30
Yao Ming gæti hætt eftir tímabilið Kínverski körfuboltamaðurinn Yao Ming segir að hann gæti hætt iðkun íþróttarinnar eftir næsta tímabil ef hann nær sér ekki almennilega af meiðslunum sem hrjá hann. Körfubolti 28. júlí 2010 15:00
Stephon Marbury segist hafa neitað Miami Heat Stephon Marbury, sem er oftast kallaður Starbury meðal bandaríska fjölmiðlamanna fyrir stjörnustæla sína, sagði í viðtölum við kínverska fjölmiðla að hann hafi hafnað því að spila með þeim LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh í nýja súperliðinu í Miami Heat. Körfubolti 26. júlí 2010 15:00
Rajon Rondo um Miami: Eina liðið sem ég hef áhyggjur af er LA Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, skilur ekkert í því af hverju menn eru að spá því að Miami Heat vinni NBA-meistaratitilinn á næsta ári. Veðmangarar voru fljótir að setja Miami í efsta sætið eftir að ljóst var að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade munu allir spila með liðinu. Körfubolti 25. júlí 2010 13:15
Orlando Magic efst á óskalistanum hjá Chris Paul Chris Paul vill fara frá New Orleans Hornets en einn allri besti leikstjórnandi NBA-deildarinnar í körfubolta vill komast til liðs sem getur barist um NBA-titilinn á næsta tímabili. Körfubolti 25. júlí 2010 10:00
Þrír vopnaðir menn rændu heimili NBA-leikmanns Lögreglan í Charlotte í Bandaríkjunum rannsakar nú vopnað rán á heimili NBA-leikmannsins Stephen Jackson en hann spilar með liði Charlotte Bobcats. Körfubolti 23. júlí 2010 19:00
Barnes valdi frekar titlvonir hjá Lakers en peningana í Cleveland Matt Barnes er nýjasti leikmaðurinn hjá NBA-meisturum Los Angeles Lakers en framherjinn spilaði stórt hlutverk hjá Orlando Magic á síðasta tímabili. Barnes var með betra launatilboð frá Cleveland Cavaliers en valdi frekar Lakers. Körfubolti 23. júlí 2010 11:30
McGrady með mörg járn í eldinum Tracy McGrady er enn að leita sér að félagi en hann æfði með LA Clippers í gær eftir að hafa farið í læknisskoðun hjá félaginu á þriðjudag. Körfubolti 22. júlí 2010 16:00
Chris Paul vill losna - Knicks, Lakers og Magic á óskalistanum Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta hefur óskað formlega eftir því að vera skipt til eitt af þremur eftirtöldum félögum áður en tímabilið hefst: New York Knicks, Los Angeles Lakers eða Orlando Magic. Körfubolti 22. júlí 2010 14:30
Stuðningsmenn Cleveland gefa LeBron-dót til heimilislausra LeBron James var ekki lengi að breytast úr hetju í skúrk í Cleveland. Stuðningsmenn Cavaliers henda nú varningi merktum James og það til stuðnings góðs málefnis. Körfubolti 21. júlí 2010 19:15
Nowitzki samdi við Dallas og verður ekki með Þjóðverjum á HM Dirk Nowitzki verður ekki með þýska landsliðinu á HM í Körfubolta sem fer fram í Tyrklandi í næsta mánuði. Nowitzki er þó ekki hættur í landsliðinu því hann ætlar að spila með Þjóðverjum á EM 2011 þar sem barist verður um sæti á Ólympíuleikunum í London. Körfubolti 20. júlí 2010 16:30
LeBron með húðflúr sem á stendur "Tryggð" - Mynd Kaldhæðni dagsins fer til LeBron James sem staddur er á Bahamas þar sem hann sólar sig þessa dagana. Ljósmyndarar mynduðu hann í dag þar sem orðið "Loyalty" eða "Tryggð" kom í ljós. Körfubolti 19. júlí 2010 23:45
Jordan: Ég hefði aldrei beðið Magic eða Bird að koma til mín Michael Jordan staðfesti það í sjónvarpsviðtali í gær sem flestir töldu sig vita. Jordan hefði aldrei kallað saman stórstjörnur til þess að mynda ofur-þríeyki eins og þeir LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade hafa nú gert í Miami Heat. Körfubolti 19. júlí 2010 15:00
Detroit Pistons er ekki að flytja til Las Vegas Forráðamenn Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fullvissa stuðningsmenn sína um að félagið verði áfram í Detroit en Pistons-liðið er nú til sölu. Körfubolti 19. júlí 2010 11:00
Bruggaði bjór til heiðurs LeBron Menn sjá víða viðskiptatækifæri og eitt það skemmtilegasta sem hefur sést lengi er í boði bjórframleiðanda í Cleveland. Körfubolti 17. júlí 2010 15:15
Miller til Miami Pat Riley heldur áfram að púsla saman nýju meistaraliði hjá Miami Heat en hann hefur nú gengið frá fimm ára samningi við Mike Miller. Körfubolti 16. júlí 2010 20:30
Golden State selt fyrir metfé Chris Cohan hefur selt NBA-liðið Golden State Warriors fyrir 450 milljónir dollara sem er met. Hinir nýju eigendur eru Joe Lacob, sem á lítinn hluta í Boston Celtics, og Peter Guber, stjórnarformaður Mandalay Entertainment. Körfubolti 16. júlí 2010 17:30
Margir leikmenn hringja í Dwyane Wade og bjóða fram þjónustu sína Dwyane Wade er mjög ánægður með að lið hans Miami Heat hefur tryggt það að Udonis Haslem, Mike Miller og Zydrunas Ilgauskas spili allir með liðinu og hjálpi ofurþríeykinu Wade, LeBron James og Chris Bosh að vinna titilinn á næsta tímabili. Körfubolti 14. júlí 2010 23:30
Stuðningsmenn Cleveland vildu hjálpa að borga sekt forsetans Stuðningsmenn Cleveland sýna forseta sýnum miklan skilning fyrir reiðilesturinn sem hann hélt yfir LeBron James í síðustu viku. Hann húðskammaði James og gerði lítið úr honum fyrir að yfirgefa félagið og fara til Miami Heat með þessum hætti. Körfubolti 14. júlí 2010 15:00
Haslem, Miller og Ilgauskas allir með Miami Heat LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh eru að fá góðan liðstyrk en í gær sömdu þeir Udonis Haslem og Mike Miller við Miami Heat og umboðsmaður Zydrunas Ilgauskas sagði jafnframt að miðherjinn myndi einnig semja við liðið. Körfubolti 13. júlí 2010 21:30