NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Dýr handklæðasveifla hjá Ainge

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að sveifla handklæði er leikmaður Cleveland tók vítaskot í leik liðsins gegn Boston á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Lið ársins í NBA-deildinni

Í gær var tilkynnt um valið á liði ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik. Leikmaður ársins, LeBron James, og varnarmaður ársins, Dwight Howard, eru að sjálfsögðu í liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Atlanta réð ekkert við Dwight Howard

Orlando Magic er komið í 2-0 gegn Atlanta Hawks í rimmu liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Orlando vann annan tiltölulega auðveldan sigur í nótt, 112-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Suns komið í 2-0 gegn Spurs

Phoenix Suns steig stórt skref í átt að úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt er liðið lagði San Antonio, 110-102, öðru sinni á heimavelli sínum. Phoenix leiðir þar með einvígið, 2-0.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe kláraði Jazz

Kobe Bryant sá um að klára Utah Jazz í fyrsta leik LA Lakers og Jazz í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í gærkvöld. Lokatölur 104-99.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland komið í forystu gegn Celtics

Þrátt fyrir að vera lítillega meiddur á olnboga aftraði það ekki yfirburðarmanninum LeBron James, sem verður að teljast algjört fyrirbæri, að leiða Cleveland til átta stiga sigurs á Boston Celtics í nótt. Cleveland vann 93-101 og er þar með komið í 1-0 forystu í undanúrslitarimmu liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki ekki ákveðinn í að vera áfram hjá Dallas

Dirk Nowitzki er í sárum eftir enn ein vonbrigðin með Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dallas datt út úr fyrstu umferð í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og hefur aldrei verið nálægt því að komast aftur í úrslitaeinvígið síðan að liðið tapaði 2-2 fyrir Miami Heat árið 2006.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Gasol tók frákastið af lokaskoti Kobe og tryggði Lakers áfram

Los Angeles Lakers og Utah Jazz tryggðu sér sæti í 2. umferð NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers vann nauman eins stigs sigur á Oklahoma City Thunder en Utah Jazz vann átta stiga sigur á Denver Nuggets. Atlanta Hawks vann hinsvegar Milwaukee Bucks og tryggði sér oddaleik á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Dallas úr leik

San Antonio og Phoenix tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta á kostnað Dallas og Portland.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver lagði Utah

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Denver minnkaði muninn í rimmu sinni gegn Utah og Milwaukee tók forystuna í einvíginu gegn Atlanta.

Körfubolti
Fréttamynd

Treyjan hans Kobe vinsælust

Kobe Bryant er vinsælasti leikmaðurinn í NBA-deildinni því annað árið í röð seldist treyjan hans, með númerinu 24, mest allra. NBA greindi frá þessu í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Orlando sópaði út Charlotte og Milwaukee jafnaði á móti Atlanta

Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og þar var lið Orlando Magic fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð. Milwaukee Bucks náði hinsvegar að jafna sitt einvígi á móti Atlanta Hawks og Phoenix Suns komst í 3-2 á móti Portland Trail Blazers.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Oklahoma jafnaði metin

Oklahoma City hefur komið mörgum í körfuboltaheiminum á óvart með því að jafna metin gegn LA Lakers í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston komið í 3-0

Paul Pierce tryggði Boston dramatískan sigur á Miami, 100-98, með flautukörfu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Boston er þar með komið í 3-0 í einvíginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant bætti stigametið hans Jerry West í nótt

Kobe Bryant tókst ekki að leiða lið Los Angeles Lakers til sigur í Oklahoma City í nótt en hann náði þó að bæta félagsmetið yfir flest stig skoruð í úrslitakeppni. Kobe þurfti 16 stig til að bæta metið en skoraði alls 24 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Cleveland og Los Angeles Lakers töpuðu bæði í nótt

Oklahoma City Thunder og Chicago Bulls minnkuðu bæði muninn í 2-1 í einvígum sínum á móti bestu liðum Austur- og Vesturdeildarinnar, Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann síðan sinn annan leik í röð og komst í 2-1 á móti Portland.

Körfubolti