Los Angeles Lakers búið að vinna 63 leiki eins og Cleveland Það stefnir í spennandi keppni milli Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers um besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Lakers-liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt og er því búið að vinna jafnmarga leiki og Cleveland. Körfubolti 10. apríl 2009 10:45
NBA í nótt: Dallas í úrslitakeppnina - Phoenix úr leik Nú er ljóst að Shaquille O'Neal og félagar í Phoenix Suns komast ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár eftir að Dallas varð síðasta liði í Austurdeildinni til að tryggja sér sæti í keppninni. Körfubolti 9. apríl 2009 11:15
Sonur Jordan er búinn að velja sér háskóla Yngsti sonur Michael Jordan hefur ákveðið að spila háskólaferill sinn hjá Central Florida en ekki hjá Norður-Karólínu skólann þar sem faðir hans gerði garðinn frægan á sínum tíma. Þar með hefur hvorugur sonur Michael Jordan valið UNC en Jeff Jordan spilar með University of Illinois. Körfubolti 8. apríl 2009 14:00
New Orleans í úrslitakeppnina Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum útisigri á Miami í framlengdum leik 93-87. Körfubolti 8. apríl 2009 09:20
Larry Bird: Garnett er farinn að slitna Goðsögnin Larry Bird sem áður lék með Boston Celtics segir að framherjinn Kevin Garnett sé farinn að láta á sjá eftir langan feril í NBA deildinni þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Körfubolti 7. apríl 2009 16:30
Randolph handtekinn fyrir ölvunarakstur Framherjinn Zach Randolph hjá LA Clippers í NBA deildinni var handekinn vegna ölvunarakstur nokkrum klukkutímum eftir tap liðsins gegn LA Lakers í fyrrinótt. Körfubolti 7. apríl 2009 00:12
Ginobili úr leik hjá San Antonio NBA-lið San Antonio Spurs hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt fyrir úrslitakeppni. Ökklameiðsli Argentínumannsins Manu Ginobili hafa tekið sig upp að nýju og hefur þegar verið úrskurðaður úr leik í deild og úrslitakeppni. Körfubolti 7. apríl 2009 00:03
Jordan, Robinson og Stockton í heiðurshöllina Í dag var tilkynnt hvaða menn fengju sæti í heiðurshöll körfuboltans í Bandaríkjunum árið 2009. Nokkur þekkt nöfn fengu sæti í höllinni að þessu sinni. Körfubolti 6. apríl 2009 16:45
NBA: Cleveland skellti Spurs Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt. Cleveland Cavaliers vann enn einn heimasigurinn þegar San Antonio kom í heimsókn. LA Lakers vann nauman sigur í borgarslagnum í Los Angeles. Körfubolti 6. apríl 2009 09:00
Kidd náði sögulegum áfanga Leikstjórnandinn Jason Kidd átti stórleik í kvöld þegar lið hans Dallas rótburstaði Phoenix 140-116 í NBA deildinni. Körfubolti 5. apríl 2009 22:10
James með 38 stig í sigri Cleveland Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem vann öruggan 101-81 sigur á San Antonio á heimavelli sínum. Körfubolti 5. apríl 2009 20:30
Iverson-tilraunin mistókst Útlit er fyrir að dagar Allen Iverson hjá Detroit Pistons séu taldir og þjálfari liðsins hefur nú viðurkennt að líklega hafi það verið mistök að fá hann til liðsins á sínum tíma. Körfubolti 5. apríl 2009 16:35
Níunda tröllatvennan hjá Dwight Howard á tímabilinu Dwight Howard átti enn einn stórleikinn með Orlando Magic í nótt þegar Orlando Magic vann 88-82 sigur á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. apríl 2009 11:00
Philadelphia 76ers tryggði sig inn í úrslitakeppnina Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með 95-90 sigri á Detroit Pistons í kvöld. Detroit tapaði þriðja leiknum í röð og er ekki enn öruggt inn í úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2009 23:15
Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2009 11:00
Cleveland tapaði óvænt fyrir lélegasta liðinu Cleveland Cavaliers tapaði óvænt fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Washington var með lélegasta árangurinn í Austurdeildinni fyrir leikinn. Körfubolti 3. apríl 2009 09:00
Iverson vill frekar hætta en dúsa á bekknum Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Detroit Pistons í NBA deildinni hefur allt á hornum sér þessa dagana. Körfubolti 2. apríl 2009 15:15
Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Körfubolti 2. apríl 2009 09:00
Andrew Bynum húlahoppar með Playboy-kanínum (myndband) Um helgina birtust skemmtilegar myndir af miðherjanum Andrew Bynum hjá LA Lakers í netheimum þar sem hinn meiddi leikmaður var að gamna sér með léttklæddum stúlkum á Playboy-setrinu. Körfubolti 1. apríl 2009 17:45
Sigurganga Cleveland heldur áfram en Lakers tapaði aftur LeBron James sá til þess að Cleveland vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en Kobe Bryant gat ekki komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Körfubolti 1. apríl 2009 09:00
Garnett settur á ís Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics í NBA deildinni verður látinn hvíla næstu fjóra leiki í það minnsta vegna hnémeiðsla. Körfubolti 31. mars 2009 18:40
Parker og Howard bestu leikmenn vikunnar Tony Parker bakvörður San Antonio Spurs og Dwight Howard framherji Orlando Magic voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 31. mars 2009 09:45
Dwight Howard bætti metið hans Wilt Chamberlain Dwight Howard skoraði 22 stig og tók 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 101-95 sigur á nágrönnum sínum í Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 31. mars 2009 09:00
Cuban sektaður fyrir að rífa kjaft á Twitter NBA-deildin hefur enn eina ferðina sektað hinn litríka eiganda Dallas Mavericks, Mark Cuban. Að þessu sinni fékk hann 25 þúsund dollara sekt fyrir að kvarta yfir dómgæslu á samskiptasíðunni Twitter sem virðist vera að tröllríða öllu í Bandaríkjunum þessa dagana. Körfubolti 30. mars 2009 22:15
Cleveland jók forskotið á Lakers með tólfta sigrinum í röð Cleveland Cavaliers er komið með tveggja leikja forskot á Los Angeles Lakers eftir að liðið sett nýtt félagsmet með tólfta sigurleiknum í röð og Lakers-liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks. Körfubolti 30. mars 2009 08:55
NBA í nótt: Naumur sigur Utah Utah vann sigur á Phoenix í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-99. Körfubolti 29. mars 2009 09:54
NBA í nótt: Slagsmál í New York Það var nóg um að vera þegar að New York vann góðan sigur á New Orleans, 103-93, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. mars 2009 11:00
NBA í nótt: Loks vann Lakers í Detroit LA Lakers batt enda á níu leikja taphrinu liðsins á heimavelli Detroit er Lakers unnu þar fimmtán stiga sigur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 92-77. Körfubolti 27. mars 2009 09:00
NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Þá gerði Orlando sér lítið fyrir og hafði sætaskipti við Boston í Austurdeildilnni. Körfubolti 26. mars 2009 09:16
Arenas stefnir á endurkomu á laugardaginn Hinn litríki Gilbert Arenas hjá Washington Wizards í NBA deildinni stefnir á enn eina endurkomuna eftir meiðsli á laugardaginn kemur. Körfubolti 25. mars 2009 17:35