NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Chris Webber leggur skóna á hilluna

Framherjinn Chris Webber hjá Golden State Warriors hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Webber var valinn fyrstur af Golden State í nýliðavalinu árið 1993 og lauk ferlinum þar sem hann hóf hann.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Detroit stöðvaði Phoenix

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Detroit stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Phoenix og Philadelphia skaust í sjötta sæti Austurdeildarinnar með góðum útisigri á Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - Denver í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og Denver Nuggets í NBA deildinni veður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 23:30 í nótt. Bæði lið eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég datt í það kvöldið áður

Fyrrum NBA leikmaðurinn Charles Barkley er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Hann vinnur nú sem NBA sérfræðingur á TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Allt um sigurgöngu Houston Rockets

Sögulegri sigurgöngu Houston Rockets í NBA deildinni lauk í nótt sem leið þegar það tapaði heima fyrir toppliði deildarinnar Boston Celtics. Vísir skoðar þessa næstlengstu sigurgöngu allra tíma nánar.

Körfubolti
Fréttamynd

Houston - LA Lakers í beinni á NBA TV

Stórleikur Houston Rockets og LA Lakers um toppsætið í Vesturdeildinni er sýndur í beinni útsendingu á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hófst klukkan 19:30 en lið Houston hefur unnið 21 leik í röð í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir töpuðu - Orlando í úrslitakeppnina

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar San Antonio töpuðu fimmta leiknum sínum í röð á útivelli þegar þeir lágu fyrir Philadelphia 103-96. Þetta var fjórði sigur Philadelphia í röð og vantar liðið nú aðeins einn sigur til að komast í 50% vinningshlutfall.

Körfubolti
Fréttamynd

Maðurinn er puttabrotinn

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver fann sig knúinn til að leiðrétta fjölmiðlamann í nótt þegar hann var að tala um meiðsli bakvarðarins Allen Iverson.

Körfubolti
Fréttamynd

Meiðsli Allen koma á slæmum tíma fyrir Boston

Stórskyttan Ray Allen hjá Boston þurfti að fara meiddur af velli í fyrsta leikhlutanum í tapleik liðsins gegn Utah á heimavelli í nótt. Hann er tæpur fyrir næsta leik Boston og segja má að meiðsli hans komi á slæmum tíma fyrir þá grænklæddu.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol missir af næstu þremur leikjum

Spánverjinn Pau Gasol getur ekki spilað með liði LA Lakers næstu þrjá leikina í það minnsta eftir að hann sneri sig á ökkla í tapinu gegn New Orleans í nótt. Þetta þýðir að þrír af miðherjum Lakers-liðsins eru á meiðslalista.

Körfubolti
Fréttamynd

21 sigur í röð hjá Houston

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James prýðir forsíðu Vogue

Körfuboltastjarnan LeBron James fær þann heiður í næsta mánuði að prýða forsíðu glanstímaritsins Vogue. Hann verður aðeins þriðji karlinn til að prýða forsíðu blaðsins auk þeirra George Clooney og Richard Gere.

Körfubolti
Fréttamynd

Oden æfði með Portland

Miðherjinn Greg Oden æfði með liði Portland í 45 mínútur í dag og var í nógu góðu formi til að troða boltanum nokkrum sinnum á æfingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma

Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Tuttugu sigrar í röð hjá Houston

Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson verður áfram með Warriors

Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að nýta sér ákvæði í samningi þjálfarans Don Nelson og tryggja sér þjónustu hins 68 ára gamla þjálfara út næstu leiktíð. Liðið hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Nelson og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir mörg og mögur ár þar á undan.

Körfubolti