NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni

Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Rudy Gobert skipt til Minnesota

Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq vill kaupa Orlando Magic

Shaquille O'Neal kom eins og stormsveipur inn í NBA-deildina þegar Orlando Magic valdi hann í nýliðavalinu 1992. Nú vill kappinn eignast félagið sem gerði hann að stórstjörnu á tíunda áratug síðustu aldar.

Körfubolti
Fréttamynd

Engin gert fleiri þrennur í WNBA-deildinni

Hin 36 ára gamla Candace Parker skráði sig á spjöld sögunnar er lið hennar Chicago Sky rúllaði yfir Los Angeles Sparks, 82-59. Parker gerði þrefalda tvennu og hefur þar með gert flestar þrennur í sögu deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal yngri í ný­liða­valinu: Æfði með Lakers

Shareef O‘Neal, sonur hins goðsagnakennda Shaquille O‘Neal, er meðal þeirra leikmanna sem verða í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer í nótt. O‘Neal yngri æfði með liðinu sem faðir hans er hvað þekktastur fyrir að spila með.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Curry loks mikil­vægastur í úr­slita­ein­víginu

Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden Sta­te NBA meistari árið 2022

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022.

Körfubolti