NBA-stjarna segist vera heppin að vera enn á lífi Karl-Anthony Towns missti af sínum fyrsta leik á NBA-ferli sínum á dögunum og það ekki að ástæðulausu. Körfubolti 26. febrúar 2019 10:00
Harden mistókst að skora 30 í fyrsta skipti á árinu Atlanta Hawks var fyrsta liðið til þess að halda aftur af James Harden í nótt, hann náði ekki að skora 30 stig í fyrsta skipti eftir 32 leiki í röð með yfir 30 stig. Körfubolti 26. febrúar 2019 07:30
„Þá verður LeBron James ekki lengur besti körfuboltamaður heims“ LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru í vandræðum í NBA-deildinni eftir tap á móti New Orleans Pelicans í síðasta leik sínum. Körfubolti 25. febrúar 2019 19:30
Loksins kom heimasigur Knicks New York Knicks vann heimaleik í NBA deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta skipti síðan 1. desember. Knicks hafði betur gegn San Antonio Spurs. Körfubolti 25. febrúar 2019 07:30
Öll Íslendingaliðin töpuðu Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt en öll Íslendingaliðin töpuðu leikjum sínum þrátt fyrir jafna leiki. Körfubolti 24. febrúar 2019 10:30
Þurftu ekki Harden til að leggja meistarana að velli Houston Rockets lagði Golden State Warriors að velli í stórleik næturinnar í NBA körfuboltanum þrátt fyrir að leika án sinnar skærustu stjörnu. Körfubolti 24. febrúar 2019 09:30
Paul George hetjan í tvíframlengdum leik Paul George tryggði Oklahoma City Thunder sigur á Utah Jazz í tvíframlengdum leik í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 23. febrúar 2019 10:30
Harden: Dómarinn er dónalegur og hrokafullur James Harden, leikmaður Houston Rockets, var brjálaður eftir að hans lið hafði tapað gegn Lakers í nótt og sjálfur fór hann sendur af velli eftir að hafa klárað villukvótann. Körfubolti 22. febrúar 2019 23:30
Hvað er Don Nelson að gera í dag? Reykja gras Það er tæpur áratugur síðan körfuboltaþjálfarinn Don Nelson settist í helgan stein og hann er heldur betur að njóta þess að geta slakað á eftir ferilinn. Körfubolti 22. febrúar 2019 23:00
Ætla að lækka aldurstakmarkið í NBA-deildina Samkvæmt heimildum USA Today þá hafa forráðamenn NBA-deildarinnar ákveðið að lækka aldurstakmarkið í deildina um eitt ár. Körfubolti 22. febrúar 2019 17:00
Sjáðu ljótt brot Chris Paul á LeBron James í nótt Chris Paul hefur ekki verið neinn kórdrengur í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og ekki vann hann sér inn mörg heiðursmannastig í nótt. Körfubolti 22. febrúar 2019 16:30
Gríska fríkið afgreiddi Boston NBA-deildin fór loksins af stað aftur í nótt eftir stjörnuleikshelgina og það var boðið upp á stórleik þar sem Milwaukee tók á móti Boston. Körfubolti 22. febrúar 2019 07:30
NBA-dómarinn sem veðjaði á eigin leiki og var í vandræðum með að fela peningabúntin fyrir konunni Tim Donaghy er einn svartasti sauðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta enda um að ræða NBA-dómarann sem sökk á bólakaf í heim veðmála og hagræðingar úrslita. Körfubolti 20. febrúar 2019 12:30
Durant bestur er liðið hans LeBron hafði betur gegn liði Giannis | Myndbönd Hinn árlegi stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt og venju samkvæmt var mikið um dýrðir. Körfubolti 18. febrúar 2019 07:22
Tróð yfir Shaq til að tryggja sigurinn í troðslukeppninni Troðsla yfir Shaquille O´Neal tryggði nýliðanum Hamidou Diallo sigur í troðslukeppni NBA deildarinnar. Körfubolti 17. febrúar 2019 09:30
Framtíðarstjörnur NBA-deildarinnar létu ljós sitt skína Stjörnuliðshelgin er í fullum gangi í NBA-deildinni þessa helgina og í nótt voru það bestu ungu leikmenn deildarinnar sem áttu sviðið. Körfubolti 16. febrúar 2019 10:19
Munu NBA-stjörnurnar syngja afmælissönginn fyrir Jordan? Michael Jordan heldur upp á 56. ára afmælisdaginn sinn á sunnudaginn kemur. Sama kvöld tekur félagið hans á móti bestu leikmönnum NBA-deildarinnar þegar Stjörnuleikur NBA fer fram í höll Charlotte Hornets. Körfubolti 15. febrúar 2019 22:30
Kareem Abdul-Jabbar líkir „geitarumræðunni“ í NBA við slæman kynsjúkdóm Kareem Abdul-Jabbar er alveg búinn að fá nóg af "geitarumræðunni“ en körfuboltasérfæðingar eða körfuboltaáhugamenn þreytast seint á að tala um hver sé besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 15. febrúar 2019 09:30
44 stiga þrenna Russell Westbrook en samt tap á móti Pelíkönunum Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Körfubolti 15. febrúar 2019 07:30
LeBron hæstur á tekjulistanum fimmta árið í röð LeBron James er sá leikmaður NBA-deildarinnar sem hefur mestu tekjurnar þegar er búið að leggja saman laun, auglýsingasamninga og aðrar tekjur leikmannanna. Steph Curry er í öðru sæti. Körfubolti 14. febrúar 2019 18:00
Wade og Nowitzki grófu stríðsöxina eftir síðasta dansinn Það hefur lengi verið stirt á milli körfuboltakappanna Dwyane Wade og Dirk Nowitzki en þeir föðmuðu hvorn annan og skiptust á treyjum eftir að hafa mæst í síðasta skipti á ferlinum í gær. Körfubolti 14. febrúar 2019 16:00
Slóvenska undrið í NBA-deildinni er á pari við Jordan og LeBron Luka Doncic er sama og búinn að tryggja sér nafnbótina nýliði ársins. Körfubolti 14. febrúar 2019 11:00
Hoppaði yfir verðlaunaleikkonu í miðjum NBA-leik Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Körfubolti 14. febrúar 2019 09:30
Steve Kerr rekinn út úr húsi í tapi meistara Golden State Fimm leikja sigurganga Golden State Warriors endaði í nótt með tapi á móti Portland Trail Blazers. 42 stig frá James Harden dugðu ekki Houston Rockets liðinu og þeir Giannis Antetokounmpo og Nikola Jokic voru með flottar þrennur í endurkomusigrum sinna liða. Körfubolti 14. febrúar 2019 07:30
Embiid: Dómararnir eru fokkin ömurlegir Joel Embiid, stjarna NBA-liðsins Philadelphia 76ers, var allt annað en ánægður með dómarana í leik síns liðs gegn Boston Celtics. Körfubolti 13. febrúar 2019 17:30
Jordan minnti á að hann er sá besti með frábæru svari Michael Jordan sló á létta strengi á blaðamannafundi í Charlotte. Körfubolti 13. febrúar 2019 16:00
Sjáðu hvernig þú kemst upp með það að taka fimm skref í NBA-deildinni NBA-dómarar hafa nú tekið upp þann sið að verja dóma sína á Twitter. Þeim tókst þannig að verja þá ákvörðun kollega sinna að dæma ekki skref á Bradley Beal. Körfubolti 13. febrúar 2019 13:00
LeBron með þrennu en tapaði og þurfti að hlusta á „Kobe er betri“ sönginn Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli. Körfubolti 13. febrúar 2019 07:30
Westbrook sló 51 árs gamalt met Wilt Chamberlain NBA-stjarnan Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder er engri lík en hann náði heldur betur merkilegum áfanga síðustu nótt. Körfubolti 12. febrúar 2019 13:30
Sautjánda tap Knicks í röð New York Knicks er á lengstu taphrinu í sögu félagsins en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð í nótt. Körfubolti 12. febrúar 2019 07:30